Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2021 20:31 Borgarstjóri segir hægt að hefja byggingu þrjú þúsund íbúða í Reykjavík nú þegar. Vaxtalækkanir á síðasta ári hafi skapað spennuna sem nú ríki á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. Seðlabankinn tilkynnti um þriðju vaxtahækkunina á meginvöxtum sínum í gær sem á skömmum tíma hafa hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna þrálátrar verðbólgu sem nú mælist 4,4 prósent. Með vaxtahækkununum og takmörkunum á greiðslubyrði fólks af íbúðarlánum vill bankinn sporna gegn miklum verðhækkunum á íbúðum sem drífi verðbólguna áfram. Meginvextir Seðlabankans sem hafa síðan bein áhrif á vexti viðskiptabankanna á húsnæðislánum hafa á skömmum tíma hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna mikillar verðbólgu sem hækkun húsnæðisverðs knýr áfram.Vísir/Vilhelm Á sama tíma segir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að skortur sé á íbúðum víðast hvar um landið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ekki skorta á heimildir til íbúðabygginga. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir útlánatregðu bankanna frá 2019 og lækkun vaxta á síðasta ári hafa skapað þá spennu sem nú sé á húsnæðismarkaði.Stöð 2/Arnar „Verðhækkanir á húsnæði eru bein afleiðing af lækkun vaxta. Bankarnir hættu eða drógu verulega saman í lánum til nýrra íbúðaverkefna fyrir um tveimur árum. Þeir töldu þá að það væru svo margar íbúðir að koma inn á markaðinn að það yrði offramboð. Þetta breyttist með vaxtalækkuninni,“ segir Dagur. Þörfinni fyrir nýtt húsnæði verði mætt að hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafi gert þróunaráætlun til næstu fimm ára um jafnt og gott framboð lóða og byggingarréttar með breyttu skipulagi. „Það eru núna í Reykjavík hægt að byggja þrjú þúsund íbúðir á reitum með breyttu deiliskipulagi sem eru þegar í höndum einkaaðila,“ segir borgarstjóri. Það sé því ekki við borgina og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að sakast. Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki nóg að fjölga íbúðum og íbúum. Einnig þurfi að byggja upp innviði á sama tíma.Stöð 2/Arnar Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að sveitarfélögin þurfi líka að huga að uppbyggingu innviða í tengslum við fjölgun íbúa. „Af því það dugar ekki eingöngu að byggja húsnæði. Flytja inn fólk ef ekki eru til staðar innviðir eins og leikskólar og grunnskólar og annað slíkt,“ segir Aldís. Þá þurfi ríkið að stórauka stofnframlög til uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu. „Við höfum verið með mjög stífa kröfu til ríkisstjórnar varðandi það,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir. Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti um þriðju vaxtahækkunina á meginvöxtum sínum í gær sem á skömmum tíma hafa hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna þrálátrar verðbólgu sem nú mælist 4,4 prósent. Með vaxtahækkununum og takmörkunum á greiðslubyrði fólks af íbúðarlánum vill bankinn sporna gegn miklum verðhækkunum á íbúðum sem drífi verðbólguna áfram. Meginvextir Seðlabankans sem hafa síðan bein áhrif á vexti viðskiptabankanna á húsnæðislánum hafa á skömmum tíma hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna mikillar verðbólgu sem hækkun húsnæðisverðs knýr áfram.Vísir/Vilhelm Á sama tíma segir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að skortur sé á íbúðum víðast hvar um landið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ekki skorta á heimildir til íbúðabygginga. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir útlánatregðu bankanna frá 2019 og lækkun vaxta á síðasta ári hafa skapað þá spennu sem nú sé á húsnæðismarkaði.Stöð 2/Arnar „Verðhækkanir á húsnæði eru bein afleiðing af lækkun vaxta. Bankarnir hættu eða drógu verulega saman í lánum til nýrra íbúðaverkefna fyrir um tveimur árum. Þeir töldu þá að það væru svo margar íbúðir að koma inn á markaðinn að það yrði offramboð. Þetta breyttist með vaxtalækkuninni,“ segir Dagur. Þörfinni fyrir nýtt húsnæði verði mætt að hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafi gert þróunaráætlun til næstu fimm ára um jafnt og gott framboð lóða og byggingarréttar með breyttu skipulagi. „Það eru núna í Reykjavík hægt að byggja þrjú þúsund íbúðir á reitum með breyttu deiliskipulagi sem eru þegar í höndum einkaaðila,“ segir borgarstjóri. Það sé því ekki við borgina og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að sakast. Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki nóg að fjölga íbúðum og íbúum. Einnig þurfi að byggja upp innviði á sama tíma.Stöð 2/Arnar Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að sveitarfélögin þurfi líka að huga að uppbyggingu innviða í tengslum við fjölgun íbúa. „Af því það dugar ekki eingöngu að byggja húsnæði. Flytja inn fólk ef ekki eru til staðar innviðir eins og leikskólar og grunnskólar og annað slíkt,“ segir Aldís. Þá þurfi ríkið að stórauka stofnframlög til uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu. „Við höfum verið með mjög stífa kröfu til ríkisstjórnar varðandi það,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir.
Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Sjá meira