35 sveitarfélög rekin með halla 2020 Þorgils Jónsson skrifar 7. október 2021 21:31 Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, fór yfir afkomu sveitarfélaga og horfur til næstu ára á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í dag. Laun og launatengd gjöld námu 99% af útsvarstekjum íslenskra sveitarfélaga á fyrri hluta þessa árs. Þá hækkuðu launaútgjöld þeirra um 11,5% frá 2019 til 2020, á sama tíma og tekjur þeirra jukust um 3,7%. Alls voru 35 sveitarfélög rekin með halla á síðasta ári. Þetta kom fram í erindi Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem fór fram í dag. Sigurður fór yfir helstu áhættur og ógnir í fjármálum sveitarfélaga á næstu árum, en að hans mati er hratt vaxandi launakostnaður „sannarlega ein helsta ógnin í fjármálum sveitarfélaga“. Í máli Sigurðar kom meðal annars fram að svörtustu spár um áhrif af Covid-faraldrinum hafi ekki raungerst. Atvinnuleysi hafi orðið minna en óttast var og aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi mildað áhrifin. Engu að síður séu mál að þróast í ranga átt, að hans mati, þar sem launakostnaður „éti upp“ úrsvarstekjur „og ef breytingu lífeyrisskuldbindinga er bætt við, skiluðu útsvarstekjur í fyrra engu upp í önnur útgjöld“. Þá hafi skuldir og skuldbindingar, að frádregnum veltufjármunum, aukist um 20 prósentustig af tekjum frá 2018 til fjárhagsáætlunar 2021 hafa. „Það er nokkuð hraustlegt.“ 35 sveitarfélög rekin með halla -Sumpart verri staða en 2009 Sigurður sagði einnig að mörg íslensk sveitarfélög hafi staðið frammi fyrir verulegum vanda á síðasta ári, því samkvæmt ársreikningum hafi 35 sveitarfélög verið rekin með halla og þar af voru sjö með rekstrarhalla umfram tíu prósent. Fimmtán sveitarfélög voru með neikvætt veltufé frá rekstri, sem þýðir að leggja þurfti veltufé til rekstrar þeirra. Sigurður bar stöðuna saman við árið 2009, strax eftir hrun, og sagði að í því ljósi sé rekstrarstaðan um margt verri nú en þá. Neikvætt veltufé úr rekstri hafi verið hjá 24% sveitarfélaga 2020 samanborið við 17% árið 2019. Þá hafi rekstrarhalli verið hjá 56% sveitarfélaga 2020 en hjá 52% árið 2009. Ekki búið enn Samkvæmt fjárhagsáætlun áranna 2021-2024 eru sveitarfélög ekki komin fyrir vind. Spáð er hallarekstri næstu 2 árin og lítillegum afgangi árið 2024. Veltufé frá rekstri verður á sama tíma undir því viðmiði sem Eftirlitsnefnd sveitarfélaga setur, til að sveitarfélög geti rekið sig á 150% skuldahlutfalli. „Staðreyndin er því miður sú að 2021 verður ekki skárra en 2020 er varðar fjármál sveitarfélaga“ sagði Sigurður. Launakostnaður hækkað hlutfallslega meira hjá sveitarfélögum en öðrum Eins og áður sagði, telur Sigurður að þróun launakostnaðar sé ein helsta áskorunin sem sveitarfélögin standi frammi fyrir, enda hafi launakostnaður hækkað hlutfallslega langt umfram það sem gerist á almennum markaði. Þá hafi stytting vinnuvikunnar einnig orðið sveitarfélögum dýr, meðal annars vegna vaktavinnufólks. Þegar litið er til talna sem liggja fyrir hjá fjórum af fimm fjölmennustu sveitarfélögum landsins, hækkuðu launaútgjöld um 16,3 á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma á síðasta ári. Framhaldið er einnig óljóst þar sem nokkrir kjarasamningar verða lausir um áramót. Sigurður telur engu að síður að nokkur jákvæð teikn séu á lofti, enda geri þjóðhagsspár ráð fyrir um 4% hagvexti í ár og á því næsta. „Aukinn hagvöxtur styrkir tekjustofna sveitarfélaga og eykur alla jafnan veltufé frá rekstri. Þetta eykur bjartsýni um að sveitarfélögin rétti úr kútnum.“ Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Þetta kom fram í erindi Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem fór fram í dag. Sigurður fór yfir helstu áhættur og ógnir í fjármálum sveitarfélaga á næstu árum, en að hans mati er hratt vaxandi launakostnaður „sannarlega ein helsta ógnin í fjármálum sveitarfélaga“. Í máli Sigurðar kom meðal annars fram að svörtustu spár um áhrif af Covid-faraldrinum hafi ekki raungerst. Atvinnuleysi hafi orðið minna en óttast var og aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi mildað áhrifin. Engu að síður séu mál að þróast í ranga átt, að hans mati, þar sem launakostnaður „éti upp“ úrsvarstekjur „og ef breytingu lífeyrisskuldbindinga er bætt við, skiluðu útsvarstekjur í fyrra engu upp í önnur útgjöld“. Þá hafi skuldir og skuldbindingar, að frádregnum veltufjármunum, aukist um 20 prósentustig af tekjum frá 2018 til fjárhagsáætlunar 2021 hafa. „Það er nokkuð hraustlegt.“ 35 sveitarfélög rekin með halla -Sumpart verri staða en 2009 Sigurður sagði einnig að mörg íslensk sveitarfélög hafi staðið frammi fyrir verulegum vanda á síðasta ári, því samkvæmt ársreikningum hafi 35 sveitarfélög verið rekin með halla og þar af voru sjö með rekstrarhalla umfram tíu prósent. Fimmtán sveitarfélög voru með neikvætt veltufé frá rekstri, sem þýðir að leggja þurfti veltufé til rekstrar þeirra. Sigurður bar stöðuna saman við árið 2009, strax eftir hrun, og sagði að í því ljósi sé rekstrarstaðan um margt verri nú en þá. Neikvætt veltufé úr rekstri hafi verið hjá 24% sveitarfélaga 2020 samanborið við 17% árið 2019. Þá hafi rekstrarhalli verið hjá 56% sveitarfélaga 2020 en hjá 52% árið 2009. Ekki búið enn Samkvæmt fjárhagsáætlun áranna 2021-2024 eru sveitarfélög ekki komin fyrir vind. Spáð er hallarekstri næstu 2 árin og lítillegum afgangi árið 2024. Veltufé frá rekstri verður á sama tíma undir því viðmiði sem Eftirlitsnefnd sveitarfélaga setur, til að sveitarfélög geti rekið sig á 150% skuldahlutfalli. „Staðreyndin er því miður sú að 2021 verður ekki skárra en 2020 er varðar fjármál sveitarfélaga“ sagði Sigurður. Launakostnaður hækkað hlutfallslega meira hjá sveitarfélögum en öðrum Eins og áður sagði, telur Sigurður að þróun launakostnaðar sé ein helsta áskorunin sem sveitarfélögin standi frammi fyrir, enda hafi launakostnaður hækkað hlutfallslega langt umfram það sem gerist á almennum markaði. Þá hafi stytting vinnuvikunnar einnig orðið sveitarfélögum dýr, meðal annars vegna vaktavinnufólks. Þegar litið er til talna sem liggja fyrir hjá fjórum af fimm fjölmennustu sveitarfélögum landsins, hækkuðu launaútgjöld um 16,3 á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma á síðasta ári. Framhaldið er einnig óljóst þar sem nokkrir kjarasamningar verða lausir um áramót. Sigurður telur engu að síður að nokkur jákvæð teikn séu á lofti, enda geri þjóðhagsspár ráð fyrir um 4% hagvexti í ár og á því næsta. „Aukinn hagvöxtur styrkir tekjustofna sveitarfélaga og eykur alla jafnan veltufé frá rekstri. Þetta eykur bjartsýni um að sveitarfélögin rétti úr kútnum.“
Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira