Launakostnaður sveitarfélaga gæti valdið stórslysi Þorgils Jónsson skrifar 7. október 2021 12:05 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í ræðu sinni í morgun að aukinn launakostnaður sveitarfélaga væri áhyggjuefni sem þyfrti að taka tillit til í komandi kjaraviðræðum. Vísir/Vilhelm Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í setningarræðu sinni á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í morgun að aukin launakostnaður gæti valdið stórslysi fyrir fjármál sveitarfélaganna. „Hið opinbera á ekki að leiða launaþróun í landinu. Þar á hinn almenni markaður að draga vagninn og þá sérstaklega hinar gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar,“ sagði hún. „Hið opinbera á svo að fylgja í kjölfarið í sama takti. Það eru takmörk fyrir því hvað launakostnaður getur vaxið án þess að stórslys verði raunin. Það verður við öll að hafa í huga í komandi kjaraviðræðum.“ Aldís sagði að mörg sveitarfélög stæðu enn vel en sum stæðu þó höllum fæti. Líkur væru á að fjárhagsstaða sveitarfélaga myndi versna í ár frá fyrra ári, „meðal annars vegna aukinna launaútgjalda, sem virðast vera langt umfram tekjuaukningu vegna útsvars.“ Hún hafði áður getið þess að fjárhagsstaða sveitarfélaganna hafi farið versnandi þegar árið 2019, en aftur á móti hafi svartsýnustu spár um neikvæða þróun vegna Covid-faraldursins ekki ræst á síðasta ári. Því þakkaði hún „víðtækum og markvissum mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar og Alþingis í efnahagsmálum sem komu sveitarfélögunum mjög til góða“. Fjármálaráðstefnan stendur yfir fram eftir degi á Hilton Reykjavík Nordica og er í beinni útsendingu sem má sjá hér að neðan. Sveitarstjórnarmál Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Fjármálaráðstefna sveitarfélaga Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag og á morgun. Sjónum verður sérstaklega beint að áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 á fjárhag sveitarfélaga og hvaða áskoranir séu helst framundan. 7. október 2021 09:31 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira
„Hið opinbera á ekki að leiða launaþróun í landinu. Þar á hinn almenni markaður að draga vagninn og þá sérstaklega hinar gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar,“ sagði hún. „Hið opinbera á svo að fylgja í kjölfarið í sama takti. Það eru takmörk fyrir því hvað launakostnaður getur vaxið án þess að stórslys verði raunin. Það verður við öll að hafa í huga í komandi kjaraviðræðum.“ Aldís sagði að mörg sveitarfélög stæðu enn vel en sum stæðu þó höllum fæti. Líkur væru á að fjárhagsstaða sveitarfélaga myndi versna í ár frá fyrra ári, „meðal annars vegna aukinna launaútgjalda, sem virðast vera langt umfram tekjuaukningu vegna útsvars.“ Hún hafði áður getið þess að fjárhagsstaða sveitarfélaganna hafi farið versnandi þegar árið 2019, en aftur á móti hafi svartsýnustu spár um neikvæða þróun vegna Covid-faraldursins ekki ræst á síðasta ári. Því þakkaði hún „víðtækum og markvissum mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar og Alþingis í efnahagsmálum sem komu sveitarfélögunum mjög til góða“. Fjármálaráðstefnan stendur yfir fram eftir degi á Hilton Reykjavík Nordica og er í beinni útsendingu sem má sjá hér að neðan.
Sveitarstjórnarmál Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Fjármálaráðstefna sveitarfélaga Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag og á morgun. Sjónum verður sérstaklega beint að áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 á fjárhag sveitarfélaga og hvaða áskoranir séu helst framundan. 7. október 2021 09:31 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira
Bein útsending: Fjármálaráðstefna sveitarfélaga Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag og á morgun. Sjónum verður sérstaklega beint að áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 á fjárhag sveitarfélaga og hvaða áskoranir séu helst framundan. 7. október 2021 09:31