Fá hærri bætur vegna þaks sem fauk af í miklu óveðri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2021 11:02 Húsið skemmdist mikið í miklu óveðri sem gekk yfir landið í desember árið 2015. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm. Tryggingafélagið TM þarf að greiða dánarbúi hjóna hærri bætur en það hafði þegar greitt út vegna þaks sem fauk af hluta íbúðarhúss í miklu óveðri sem gekk yfir landið í desember árið 2015. Desemberstormurinn 2015 var sannkallað aftakaveður og hlaust töluvert tjón af völdum þess víða um land. Þar á meðal á húsi í ótilgreindu bæjarfélagi þar sem hluti þaksins fauk af, og þakklæðning flettist af á öðrum þakhlutum að hluta. Í húsinu bjó ekkja sem lést árið 2016 en ágreiningur var uppi um hversu háar bætur tryggingafélagið ætti að greiða. Eftir að konan lést tók dánarbú hjónanna við málinu. TM hafði greitt út 16,8 milljónir króna vegna tjónsins, auk rúmlega milljónar, samtals tæplega átján milljónir króna. Dánarbúið taldi hins vegar að tjónið sem hlaust af hafi verið umfangsmeira og krafðist það 38 milljóna króna í bætur, en til vara 23,6 milljóna króna. Björgunarsveitarmenn gengu fyrst frá þakinu og komu í veg fyrir frekar foktjón í fyrstu.Vísir/Vihelm Húsið skemmdist mikið í óveðrinu og eftirköstum þess og var það metið óíbúðarhæft, og að lokum rifið árið 2019. Vatnsleki vegna gleymsku verktaka Í dómi héraðsdóms er því lýst að auk foktjónsins hafi orðið miklar vatnsskemdir á húsinu. Þar kemur einnig fram að verktakar á vegum tryggingafélagsins hafi gleymt að setja yfirbreiðslusegl sem félagið útvegaði sérstaklega í janúar 2016 til að loka þakinu. Var það ekki gert fyrr en í apríl sama ár. Áður hafði þakinu verið lokað til bráðabirgða með byggingaplasti, auk þess sem að björgunarsveitir hefðu gengið frá þakinu í óveðrinu til að fyrirbyggja frekara foktjón. Húseigandi óskað eftir skýrslu frá Mannviti um ástand hússins sem gefin var út í mars árið 2016. Þar var einnig fyrra tjón á húsinu frá árinu 1999 tekið með í reikninginn. Í skýrslu Mannvits kom fram að áætlaður kostnaður við viðgerðir á húsinu væru 38 milljónir. Aðalkrafa dánarbúsins byggði á þessu mati. Tryggingafélagið mótmælti þessu mati og framkvæmdi eigin greiningu. Niðurstaðan þar var að kostnaðurinn næmi 17,0 milljónum króna sem boðnar voru eigendum hússins, auk 3,5 milljóna fyrir að ljúka málinu. Húseigandi hafnaði boðinu og greiddi þá tryggingafélagið 16,8 milljónir auk þess sem það hafði áður greitt rúma milljón, samtals 17,9 milljónir. Þaulreyndur matsmaður mat tjónið á 23,6 milljónir króna Vegna ágreiningsins var kallaður til þaulreyndur matsmaður sem mat að húsið væri viðgerðarhæft og að kostnaður við viðgerð væri 23,6 milljónir króna. Tryggingafélagið taldi hins vegar að tjónið væri fullbætt. Frétt um afleiðingar óveðursins frá árinu 2015: Héraðsdómur féllst ekki á aðalkröfu dánarbúsins um 38 milljónir í bætur, þar sem skýrslan sem sú krafa væri byggð á fæli einnig í sér tjón sem varð árið 1999, sem væri löngu fyrnt. Eftir stóð þá mat matsmannsins sem mat tjónið á 23,6 milljónir króna og spurningin hvort að tryggingafélagið bæri ábyrgð á vatnslekanum sem varð eftir foktjónið í desember 2016. Í dómi héraðsdóms Reykjavíkur segir að ekki sé hægt að fella það tjón sem varð vegna vatnsleka á húsinu eftir foktjónið á eigendur hússins. Í ljósi þess að tryggingafélagið hafi útvegað iðnaðarmenn til að ganga frá vettvangi og greitt fyrir efni til þess, hafi eigendur hússins mátt líta svo á að tryggingafélagið bæri ábyrgð á lagfæringum hússins frá því að lekinn hófst í kjölfar óveðurs og þangað til gengið var frá frágangi þaksins fimm mánuðum síðar. Kemur einnig fram í dómi héraðsdóms að tjón sem varð af völdum vatnstjónsins gæti vel numið því sem eftir stæði þegar búið væri að draga þær bætur sem tryggingafélagið hafði þegar greitt frá mati matsmannsins frá auk annars, alls um 4,6 milljónir króna. Var tryggingafélagið því dæmt til að bæta fok- og vatnstjón á fasteigninni sem þakið fauk af að hluta í ofsaveðrinu í samræmi við matsgerðina. Alls þarf tryggingafélagið að greiða dánarbúinu 4,6 milljónir króna, auk málskostnaðar upp á 1,7 milljónir króna. Dómsmál Tryggingar Veður Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Desemberstormurinn 2015 var sannkallað aftakaveður og hlaust töluvert tjón af völdum þess víða um land. Þar á meðal á húsi í ótilgreindu bæjarfélagi þar sem hluti þaksins fauk af, og þakklæðning flettist af á öðrum þakhlutum að hluta. Í húsinu bjó ekkja sem lést árið 2016 en ágreiningur var uppi um hversu háar bætur tryggingafélagið ætti að greiða. Eftir að konan lést tók dánarbú hjónanna við málinu. TM hafði greitt út 16,8 milljónir króna vegna tjónsins, auk rúmlega milljónar, samtals tæplega átján milljónir króna. Dánarbúið taldi hins vegar að tjónið sem hlaust af hafi verið umfangsmeira og krafðist það 38 milljóna króna í bætur, en til vara 23,6 milljóna króna. Björgunarsveitarmenn gengu fyrst frá þakinu og komu í veg fyrir frekar foktjón í fyrstu.Vísir/Vihelm Húsið skemmdist mikið í óveðrinu og eftirköstum þess og var það metið óíbúðarhæft, og að lokum rifið árið 2019. Vatnsleki vegna gleymsku verktaka Í dómi héraðsdóms er því lýst að auk foktjónsins hafi orðið miklar vatnsskemdir á húsinu. Þar kemur einnig fram að verktakar á vegum tryggingafélagsins hafi gleymt að setja yfirbreiðslusegl sem félagið útvegaði sérstaklega í janúar 2016 til að loka þakinu. Var það ekki gert fyrr en í apríl sama ár. Áður hafði þakinu verið lokað til bráðabirgða með byggingaplasti, auk þess sem að björgunarsveitir hefðu gengið frá þakinu í óveðrinu til að fyrirbyggja frekara foktjón. Húseigandi óskað eftir skýrslu frá Mannviti um ástand hússins sem gefin var út í mars árið 2016. Þar var einnig fyrra tjón á húsinu frá árinu 1999 tekið með í reikninginn. Í skýrslu Mannvits kom fram að áætlaður kostnaður við viðgerðir á húsinu væru 38 milljónir. Aðalkrafa dánarbúsins byggði á þessu mati. Tryggingafélagið mótmælti þessu mati og framkvæmdi eigin greiningu. Niðurstaðan þar var að kostnaðurinn næmi 17,0 milljónum króna sem boðnar voru eigendum hússins, auk 3,5 milljóna fyrir að ljúka málinu. Húseigandi hafnaði boðinu og greiddi þá tryggingafélagið 16,8 milljónir auk þess sem það hafði áður greitt rúma milljón, samtals 17,9 milljónir. Þaulreyndur matsmaður mat tjónið á 23,6 milljónir króna Vegna ágreiningsins var kallaður til þaulreyndur matsmaður sem mat að húsið væri viðgerðarhæft og að kostnaður við viðgerð væri 23,6 milljónir króna. Tryggingafélagið taldi hins vegar að tjónið væri fullbætt. Frétt um afleiðingar óveðursins frá árinu 2015: Héraðsdómur féllst ekki á aðalkröfu dánarbúsins um 38 milljónir í bætur, þar sem skýrslan sem sú krafa væri byggð á fæli einnig í sér tjón sem varð árið 1999, sem væri löngu fyrnt. Eftir stóð þá mat matsmannsins sem mat tjónið á 23,6 milljónir króna og spurningin hvort að tryggingafélagið bæri ábyrgð á vatnslekanum sem varð eftir foktjónið í desember 2016. Í dómi héraðsdóms Reykjavíkur segir að ekki sé hægt að fella það tjón sem varð vegna vatnsleka á húsinu eftir foktjónið á eigendur hússins. Í ljósi þess að tryggingafélagið hafi útvegað iðnaðarmenn til að ganga frá vettvangi og greitt fyrir efni til þess, hafi eigendur hússins mátt líta svo á að tryggingafélagið bæri ábyrgð á lagfæringum hússins frá því að lekinn hófst í kjölfar óveðurs og þangað til gengið var frá frágangi þaksins fimm mánuðum síðar. Kemur einnig fram í dómi héraðsdóms að tjón sem varð af völdum vatnstjónsins gæti vel numið því sem eftir stæði þegar búið væri að draga þær bætur sem tryggingafélagið hafði þegar greitt frá mati matsmannsins frá auk annars, alls um 4,6 milljónir króna. Var tryggingafélagið því dæmt til að bæta fok- og vatnstjón á fasteigninni sem þakið fauk af að hluta í ofsaveðrinu í samræmi við matsgerðina. Alls þarf tryggingafélagið að greiða dánarbúinu 4,6 milljónir króna, auk málskostnaðar upp á 1,7 milljónir króna.
Dómsmál Tryggingar Veður Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira