Áfengi og hlaupahjól fari ekki saman: „Og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. október 2021 20:31 Áfengi á allt of stóran þátt í slysum á rafhlaupahjólum að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítala, en slíkum slysum fjölgar á milli ára. Hann telur að taka ætti upp næturstrætó að nýju svo fólk komist heim af djamminu með öruggum hætti. Í júní, júlí og ágúst leituðu 245 á bráðamóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjóli. Á sama tímabili í fyrra voru þeir 149. Lítil aukning er í slysum barna en 72 börn slösuðu sig á rafhlaupahjóli í sumar samanborið við 68 í fyrra. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir að sem betur fer sé lítið um alvarlega áverka, en fjórir þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna slíkra slysa síðasta sumar. „Lang oftast er um smávægilega skurði, skrapsár og tognanir að ræða. Það er nokkuð um beinbrot og síðan eitthvað um andlitsáverka,“ sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Hann segir áberandi hve mörg slys verði á fullorðnum einstaklingum að næturlagi um helgar. „Sirka frá klukkan 23 að kvöldi til fimm að morgni, þá vekur það grun um að áfengi eigi stóran þátt í allt of mörgum þessara slysa.“ Hann minnir á að það taki tíma að læra á rafhlaupahjól líkt og á reiðhjól. „Ekki vera fullur á rafhlaupahjóli það er ekki sniðugt og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur það er afar vond blanda.“ Hjalti segir mikilvægt að stjórnvöld haldi áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. „Svo held ég að það þurfi að skoða það aftur að taka upp næturstrætó um helgar þannig að fólk sem stundi skemmtanalífið geti komist heim með ódýrum og umhverfisvænum hætti.“ Rafhlaupahjól Landspítalinn Áfengi og tóbak Næturlíf Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Í júní, júlí og ágúst leituðu 245 á bráðamóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjóli. Á sama tímabili í fyrra voru þeir 149. Lítil aukning er í slysum barna en 72 börn slösuðu sig á rafhlaupahjóli í sumar samanborið við 68 í fyrra. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir að sem betur fer sé lítið um alvarlega áverka, en fjórir þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna slíkra slysa síðasta sumar. „Lang oftast er um smávægilega skurði, skrapsár og tognanir að ræða. Það er nokkuð um beinbrot og síðan eitthvað um andlitsáverka,“ sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Hann segir áberandi hve mörg slys verði á fullorðnum einstaklingum að næturlagi um helgar. „Sirka frá klukkan 23 að kvöldi til fimm að morgni, þá vekur það grun um að áfengi eigi stóran þátt í allt of mörgum þessara slysa.“ Hann minnir á að það taki tíma að læra á rafhlaupahjól líkt og á reiðhjól. „Ekki vera fullur á rafhlaupahjóli það er ekki sniðugt og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur það er afar vond blanda.“ Hjalti segir mikilvægt að stjórnvöld haldi áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. „Svo held ég að það þurfi að skoða það aftur að taka upp næturstrætó um helgar þannig að fólk sem stundi skemmtanalífið geti komist heim með ódýrum og umhverfisvænum hætti.“
Rafhlaupahjól Landspítalinn Áfengi og tóbak Næturlíf Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37