Bætist í hóp kærenda Alþingiskosninganna Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2021 17:42 Lenya Rún Taha Karim var í þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Píratar Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, kærði í dag endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún hefði náð sæti sem jöfnunarþingmaður hefði niðurstaða upphaflegrar talningar staðið. Þegar síðustu tölur voru birtar úr síðasta kjördæminu morguninn eftir Alþingiskosningarnar í síðasta mánuði náði Lenya Rún, sem var í þriðja sæti lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, skyndilega inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Gleði hennar var þó skammvinn því um níu klukkustundum síðar höfðu atkvæði í Norðvesturkjördæmi verið talin aftur. Niðurstöður endurtalningarinnar þýddu að jöfnunarsæti flokka færðust á milli kjördæma og Lenya Rún datt út. Hún hefði orðið yngsti þingmaðurinn í lýðveldissögunni en hún er á tuttugasta og fyrsta aldursári. Lenya Rún tilkynnti á Twitter-síðu sinni nú síðdegis að hún hefði skilað inn kæru til kjörbréfanefndar í dag. „Ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi,“ tísti hún. Skilaði inn kæru til kjörbréfanefndar rétt áðan - ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi. Er þetta ekki annars það sem að allir svölu krakkarnir eru að gera? pic.twitter.com/Lje3tAgYpk— Lenya Rún (@Lenyarun) October 6, 2021 Þrjár aðrar kærur vegna kosninganna hafa þegar borist frá frambjóðendum Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þeir krefjast ógildingu kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur Karl Gauti Hjaltason, sem var þingmaður Miðflokksins en datt út eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, boðað að hann leggi einni fram kæru á næstu dögum. Í kæru Lenyu Rúnar segir að ágallar á endurtalningu atkvæða, sem raktir hafa verið í fjölmiðlum og formaður yfirkjörstjórnarinnar hefur gengist við, séu slíkir að ekki sé unnt að styðjast við endurtalninguna. Boðað hafi verið til endurtalningarinnar með ólöglegum hætti og endurtöldu kjörgögnin hafi bersýnilega verið spillt vegna ófullnægjandi frágangs og meðferðar. Í kærunni er þess því krafist að stuðst verði við lokaniðurstöður talningar sem yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi tilkynnti að morgni sunnudagsins 26. september. Með kærunni er lögð sú krafa á kjörbréfanefnd Alþingis að hún taki afstöðu til lögmætis endurtalningarinnar sjálfrar, fari svo að nefndin ákveði hvorki að ráðast í uppkosningu í kjördæminu eða endurkosningu á landsvísu. Fari svo sé aðeins einn raunhæfur og löglegur kostur í stöðunni: Að styðjast við fyrri talningu atkvæða sem kjörstjórn og eftirlitsmenn töldu löglega að morgni 26. september. Fréttin hefur verið uppfærð. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Þegar síðustu tölur voru birtar úr síðasta kjördæminu morguninn eftir Alþingiskosningarnar í síðasta mánuði náði Lenya Rún, sem var í þriðja sæti lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, skyndilega inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Gleði hennar var þó skammvinn því um níu klukkustundum síðar höfðu atkvæði í Norðvesturkjördæmi verið talin aftur. Niðurstöður endurtalningarinnar þýddu að jöfnunarsæti flokka færðust á milli kjördæma og Lenya Rún datt út. Hún hefði orðið yngsti þingmaðurinn í lýðveldissögunni en hún er á tuttugasta og fyrsta aldursári. Lenya Rún tilkynnti á Twitter-síðu sinni nú síðdegis að hún hefði skilað inn kæru til kjörbréfanefndar í dag. „Ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi,“ tísti hún. Skilaði inn kæru til kjörbréfanefndar rétt áðan - ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi. Er þetta ekki annars það sem að allir svölu krakkarnir eru að gera? pic.twitter.com/Lje3tAgYpk— Lenya Rún (@Lenyarun) October 6, 2021 Þrjár aðrar kærur vegna kosninganna hafa þegar borist frá frambjóðendum Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þeir krefjast ógildingu kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur Karl Gauti Hjaltason, sem var þingmaður Miðflokksins en datt út eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, boðað að hann leggi einni fram kæru á næstu dögum. Í kæru Lenyu Rúnar segir að ágallar á endurtalningu atkvæða, sem raktir hafa verið í fjölmiðlum og formaður yfirkjörstjórnarinnar hefur gengist við, séu slíkir að ekki sé unnt að styðjast við endurtalninguna. Boðað hafi verið til endurtalningarinnar með ólöglegum hætti og endurtöldu kjörgögnin hafi bersýnilega verið spillt vegna ófullnægjandi frágangs og meðferðar. Í kærunni er þess því krafist að stuðst verði við lokaniðurstöður talningar sem yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi tilkynnti að morgni sunnudagsins 26. september. Með kærunni er lögð sú krafa á kjörbréfanefnd Alþingis að hún taki afstöðu til lögmætis endurtalningarinnar sjálfrar, fari svo að nefndin ákveði hvorki að ráðast í uppkosningu í kjördæminu eða endurkosningu á landsvísu. Fari svo sé aðeins einn raunhæfur og löglegur kostur í stöðunni: Að styðjast við fyrri talningu atkvæða sem kjörstjórn og eftirlitsmenn töldu löglega að morgni 26. september. Fréttin hefur verið uppfærð.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira