Heimur sem var ekki hannaður fyrir mig Sæunn Gísladóttir skrifar 15. október 2021 08:00 Hefur þú oft misst símann úr höndunum á þér? Fengið þér lyf sem sló svo ekki á einkennin þín? Fundist andlitsgríma of stór fyrir andlitið á þér? Eða bara verið kalt á skrifstofunni? Ef svarið við þessu öllu er já, er mjög líklegt að þú sért kona. Í nútímasamfélagi þurfa konur stöðugt að takast á við það að heimurinn sem þær lifa í var hannaður án tillits til þeirra. Ástæða þess er kynjaða gagnabilið: við reiðum okkur á gögn og tölur þegar kemur að því að ráðstafa fjármunum og taka afdrifaríkar ákvarðanir í efnahagslegri uppbyggingu, heilbrigðisþjónustu og menntakerfinu. Vandamálið er hins vegar að stór hluti gagnasöfnunar tekur ekki tillit til kyns og lítur á karlkynið sem sjálfgefið en kvenkynið sem frávik. Afleiðingin er að hlutdrægni er samofin kerfinu á öllum sviðum. Áhrifin geta verið minniháttar. Að skjálfa í skrifstofurými sem er stillt fyrir meðallíkamshitastig karla, til að mynda, eða að eiga í erfiðleikum með að ná upp í hillu sem er stillt út frá meðalhæð karla. Klárlega pirrandi og tvímælalaust ósanngjarnt. En ekki lífshættulegt. Ekki eins og að lenda í slysi í bíl með öryggisbúnað sem hefur verið hannaður án þess að taka mið af líkamsvexti kvenna; Þegar kona lendir í bílslysi er hún 47% líklegri en karl til að slasast alvarlega og 17% líklegri til að deyja. Eða að hjartaáfall sé ekki greint hjá konu vegna þess að einkennin eru „óhefðbundin.“ Fyrir þessar konur eru afleiðingar þess að lifa í heimi sem var hannaðar út frá karllægum gögnum lífshættulegar. Eitt af því mikilvægasta sem við kemur kynjaða gagnabilinu er að það er almennt ekki gert af illgirni, eða af ásettu ráði. Þvert á móti. Það er einfaldlega afleiðing hugsunarháttar sem hefur viðgengist í árþúsundir og snýst í raun um það að hugsa ekki. Að sjá karlmenn sjálfkrafa fyrir sér þegar hugsað er um manneskjur er grundvallaratriði í samfélagi manna. Menningin okkar er mörkuð af - afmynduð af - fjarveru í kvenkyns formi: í kvikmyndum, fréttum, bókmenntum, vísindum, borgarskipulagi, og hagfræði; Það eru fleiri styttur af körlum sem hétu John en af sögulegum, nafngreindum konum í Bretlandi (utan konungsfjölskyldunnar). Á síðustu árum hafa lofsverðar tilraunir verið gerðar til þess að taka á þessari menningarlegu karlhlutdrægni, en oft er því mætt með andstöðu. Þegar Thor var endurskapaður sem kona í Marvel teiknimyndasögunum, mótmæltu aðdáendur harðlega - þrátt fyrir að enginn hefði mótmælt því þegar Thor var breytt í frosk. Sumar breytingar hafa þó tekist vel. Lengst af á tuttugustu öld voru engir kvenkyns hljóðfæraleikarar í Fílharmóníuhljómsveit New York borgar. En með innleiðingu áheyrnaprufa þar sem hljóðfæraleikararnir sáust ekki á áttunda áratug síðustu aldar fór allt í einu eitthvað að breytast. Snemma á níunda áratugnum voru konur orðnar allt að fimmtíu prósent nýrra ráðninga. Í dag er hlutfall kvenkyns hljóðfæraleikara í Fílharmóníuhljómsveit New York rúmlega 45%. Vandamálið er djúpstæðara en svo að heimurinn henti ekki rúmleg helmingi íbúa þess, hefðbundin hönnun í mörgum geirum hefur tekið mið af „viðmiðunarmanninum“ hvítum karlmanni milli tuttugu og fimm og þrjátíu ára sem er 70 kg. Þetta hefur til dæmis haft þær afleiðingar að hinar ýmsu hlífðargrímur eru hannaðar út frá andlitsfalli bandarísks meðalmanns sem þýðir að grímurnar passa fæstum konum (og ekki heldur mörgum svörtum körlum og öðrum körlum í minnihlutahópum). Lausnin á gagnabilinu hvað varðar kynferði og kyngervi er skýr: við þurfum að loka bilinu í þátttöku kvenna. Þegar konur taka þátt í ákvarðanatöku, í rannsóknum, og að framleiða þekkingu gleymast þær ekki. Líf kvenna og sjónarhorn þeirra eru dregin út úr skugganum. Þetta er konum til hagsbóta alls staðar og við getum öll lagt okkar af mörkum að loka gagnabilinu. Höfundur er hagfræðingur og þýðandi bókarinnar Ósýnilegar konur - Afhjúpun gagnahlutdrægni í heimi hönnuðum fyrir karla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Vinnumarkaður Sæunn Gísladóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hefur þú oft misst símann úr höndunum á þér? Fengið þér lyf sem sló svo ekki á einkennin þín? Fundist andlitsgríma of stór fyrir andlitið á þér? Eða bara verið kalt á skrifstofunni? Ef svarið við þessu öllu er já, er mjög líklegt að þú sért kona. Í nútímasamfélagi þurfa konur stöðugt að takast á við það að heimurinn sem þær lifa í var hannaður án tillits til þeirra. Ástæða þess er kynjaða gagnabilið: við reiðum okkur á gögn og tölur þegar kemur að því að ráðstafa fjármunum og taka afdrifaríkar ákvarðanir í efnahagslegri uppbyggingu, heilbrigðisþjónustu og menntakerfinu. Vandamálið er hins vegar að stór hluti gagnasöfnunar tekur ekki tillit til kyns og lítur á karlkynið sem sjálfgefið en kvenkynið sem frávik. Afleiðingin er að hlutdrægni er samofin kerfinu á öllum sviðum. Áhrifin geta verið minniháttar. Að skjálfa í skrifstofurými sem er stillt fyrir meðallíkamshitastig karla, til að mynda, eða að eiga í erfiðleikum með að ná upp í hillu sem er stillt út frá meðalhæð karla. Klárlega pirrandi og tvímælalaust ósanngjarnt. En ekki lífshættulegt. Ekki eins og að lenda í slysi í bíl með öryggisbúnað sem hefur verið hannaður án þess að taka mið af líkamsvexti kvenna; Þegar kona lendir í bílslysi er hún 47% líklegri en karl til að slasast alvarlega og 17% líklegri til að deyja. Eða að hjartaáfall sé ekki greint hjá konu vegna þess að einkennin eru „óhefðbundin.“ Fyrir þessar konur eru afleiðingar þess að lifa í heimi sem var hannaðar út frá karllægum gögnum lífshættulegar. Eitt af því mikilvægasta sem við kemur kynjaða gagnabilinu er að það er almennt ekki gert af illgirni, eða af ásettu ráði. Þvert á móti. Það er einfaldlega afleiðing hugsunarháttar sem hefur viðgengist í árþúsundir og snýst í raun um það að hugsa ekki. Að sjá karlmenn sjálfkrafa fyrir sér þegar hugsað er um manneskjur er grundvallaratriði í samfélagi manna. Menningin okkar er mörkuð af - afmynduð af - fjarveru í kvenkyns formi: í kvikmyndum, fréttum, bókmenntum, vísindum, borgarskipulagi, og hagfræði; Það eru fleiri styttur af körlum sem hétu John en af sögulegum, nafngreindum konum í Bretlandi (utan konungsfjölskyldunnar). Á síðustu árum hafa lofsverðar tilraunir verið gerðar til þess að taka á þessari menningarlegu karlhlutdrægni, en oft er því mætt með andstöðu. Þegar Thor var endurskapaður sem kona í Marvel teiknimyndasögunum, mótmæltu aðdáendur harðlega - þrátt fyrir að enginn hefði mótmælt því þegar Thor var breytt í frosk. Sumar breytingar hafa þó tekist vel. Lengst af á tuttugustu öld voru engir kvenkyns hljóðfæraleikarar í Fílharmóníuhljómsveit New York borgar. En með innleiðingu áheyrnaprufa þar sem hljóðfæraleikararnir sáust ekki á áttunda áratug síðustu aldar fór allt í einu eitthvað að breytast. Snemma á níunda áratugnum voru konur orðnar allt að fimmtíu prósent nýrra ráðninga. Í dag er hlutfall kvenkyns hljóðfæraleikara í Fílharmóníuhljómsveit New York rúmlega 45%. Vandamálið er djúpstæðara en svo að heimurinn henti ekki rúmleg helmingi íbúa þess, hefðbundin hönnun í mörgum geirum hefur tekið mið af „viðmiðunarmanninum“ hvítum karlmanni milli tuttugu og fimm og þrjátíu ára sem er 70 kg. Þetta hefur til dæmis haft þær afleiðingar að hinar ýmsu hlífðargrímur eru hannaðar út frá andlitsfalli bandarísks meðalmanns sem þýðir að grímurnar passa fæstum konum (og ekki heldur mörgum svörtum körlum og öðrum körlum í minnihlutahópum). Lausnin á gagnabilinu hvað varðar kynferði og kyngervi er skýr: við þurfum að loka bilinu í þátttöku kvenna. Þegar konur taka þátt í ákvarðanatöku, í rannsóknum, og að framleiða þekkingu gleymast þær ekki. Líf kvenna og sjónarhorn þeirra eru dregin út úr skugganum. Þetta er konum til hagsbóta alls staðar og við getum öll lagt okkar af mörkum að loka gagnabilinu. Höfundur er hagfræðingur og þýðandi bókarinnar Ósýnilegar konur - Afhjúpun gagnahlutdrægni í heimi hönnuðum fyrir karla.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun