Aurskriðurnar í Útkinn: „Það er 3-0 fyrir náttúruna alls staðar“ Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2021 22:29 Bragi Kárason, bóndi á Nípá í Útkinn í Þingeyjarsveit, segir lætin hafi verið gríðarmikil þegar skriðurnar féllu. „Það er 3-0 fyrir náttúruna alls staðar hérna,“ segir Bragi Kárason, bóndi á Nípá í Útkinn í Þingeyjarsveit, sem staddur var uppi í fjalli til að kanna aðstæður á rafstöð bæjarins þegar fréttastofa náði tali af honum. Bragi segir að byrjað sé að moka veginn um Útkinn sem sé á kafi í aur eftir skriður helgarinnar. „Þeir eru byrjaðir að moka hérna rétt norðan við að moka í gegnum aurskriður. Svo eru allir skurðir á kafi. Vatn út um allt. Bara djöfulsins vitleysa.“ Bragi og fjölskylda fór af bænum á sunnudagsmorgun þegar ákveðið var að lýsa yfir hættustigi í Útkinn vegna skriðuhættu. Hann hafi þó fengið að snúa aftur í stutta stund í fylgd björgunarsveitarmanna til að sinna skepnunum, mjólka og fóðra. Íbúar fengu svo að snúa aftur heim í gærkvöldi þegar ákveðið var að aflétta rýmingu á svæðinu. Eins og sjá má á drónamyndbandi Kristins Inga Péturssonar að neðan má sjá að gríðarlegar skemmdir hafa orðið á túnum, skurðum og vegum eftir hamfarirnar um helgina. Líkt og himininn væri að rifna Bragi segir að lætin hafi verið gríðarmikil þegar skriðurnar féllu um liðna helgi. „Þegar skriðurnar komu þá var þetta eins og himininn væri að rifna. Ég hef aldrei heyrt svona læti. Svo beið maður bara eftir því að sjá eitthvað færi á [nágrannabæinn] Björg. Ég sá skriðurnar koma og þær fóru margar sex hundruð metra eða eitthvað niður yfir öll túnin hjá þeim alveg niður undir íbúðarhúsin, rétt sunnan við þau. Það komu skriður þarna æ ofan í æ. Mikill þrumugnýr og maður sá á skepnunum að þær voru skíthræddar,“ segir Bragi. Kristinn Ingi Pétursson Tómir sjóðir Bragi segir ömurlegt að sjá aðstæður eftir hamfarirnar. „Það ömurlegasta við allt er að allir þessir sjóðir, Ofanflóðasjóður og hvað þetta nú heitir allt – þetta er allt tómt. Það eru engir peningar í því sem þú átt að geta sótt í. Mér skilst að sveitarstjóri Þingeyjarsveitar sé nú á leiðinni suður til að reyna að útskýra fyrir þingmönnum að það sé enginn tilgangur í tómum sjóðum.“ Bragi segir alveg ljóst að bændur á svæðinu þurfi aðstoð við að vinna úr málum. „Þetta er ekkert sem við náum að vinna sjálf. Þó að við gætum unnið upp túnin sjálf, allar girðingar eru farnar. Við þurfum hjálp. Við sjáum það að á Geirbjarnarstöðum, hinni jörðinni okkar hérna í Útkinn, þá eru öll tún skemmd nema eitt.“ Bragi segir mikið hreinsunarstarf framundan. „Skurðakerfin eru öll kjaftstopp. Það veldur því að það er allt á bólakafi og vatnið lengi að fara. Aurskriðurnar flutu eftir skurðunum og skurðirnir eru því eins og ruðningar,“ segir Bragi. Landbúnaður Þingeyjarsveit Almannavarnir Tengdar fréttir Aflétta rýmingu í Útkinn Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu. 5. október 2021 19:30 „Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Bragi segir að byrjað sé að moka veginn um Útkinn sem sé á kafi í aur eftir skriður helgarinnar. „Þeir eru byrjaðir að moka hérna rétt norðan við að moka í gegnum aurskriður. Svo eru allir skurðir á kafi. Vatn út um allt. Bara djöfulsins vitleysa.“ Bragi og fjölskylda fór af bænum á sunnudagsmorgun þegar ákveðið var að lýsa yfir hættustigi í Útkinn vegna skriðuhættu. Hann hafi þó fengið að snúa aftur í stutta stund í fylgd björgunarsveitarmanna til að sinna skepnunum, mjólka og fóðra. Íbúar fengu svo að snúa aftur heim í gærkvöldi þegar ákveðið var að aflétta rýmingu á svæðinu. Eins og sjá má á drónamyndbandi Kristins Inga Péturssonar að neðan má sjá að gríðarlegar skemmdir hafa orðið á túnum, skurðum og vegum eftir hamfarirnar um helgina. Líkt og himininn væri að rifna Bragi segir að lætin hafi verið gríðarmikil þegar skriðurnar féllu um liðna helgi. „Þegar skriðurnar komu þá var þetta eins og himininn væri að rifna. Ég hef aldrei heyrt svona læti. Svo beið maður bara eftir því að sjá eitthvað færi á [nágrannabæinn] Björg. Ég sá skriðurnar koma og þær fóru margar sex hundruð metra eða eitthvað niður yfir öll túnin hjá þeim alveg niður undir íbúðarhúsin, rétt sunnan við þau. Það komu skriður þarna æ ofan í æ. Mikill þrumugnýr og maður sá á skepnunum að þær voru skíthræddar,“ segir Bragi. Kristinn Ingi Pétursson Tómir sjóðir Bragi segir ömurlegt að sjá aðstæður eftir hamfarirnar. „Það ömurlegasta við allt er að allir þessir sjóðir, Ofanflóðasjóður og hvað þetta nú heitir allt – þetta er allt tómt. Það eru engir peningar í því sem þú átt að geta sótt í. Mér skilst að sveitarstjóri Þingeyjarsveitar sé nú á leiðinni suður til að reyna að útskýra fyrir þingmönnum að það sé enginn tilgangur í tómum sjóðum.“ Bragi segir alveg ljóst að bændur á svæðinu þurfi aðstoð við að vinna úr málum. „Þetta er ekkert sem við náum að vinna sjálf. Þó að við gætum unnið upp túnin sjálf, allar girðingar eru farnar. Við þurfum hjálp. Við sjáum það að á Geirbjarnarstöðum, hinni jörðinni okkar hérna í Útkinn, þá eru öll tún skemmd nema eitt.“ Bragi segir mikið hreinsunarstarf framundan. „Skurðakerfin eru öll kjaftstopp. Það veldur því að það er allt á bólakafi og vatnið lengi að fara. Aurskriðurnar flutu eftir skurðunum og skurðirnir eru því eins og ruðningar,“ segir Bragi.
Landbúnaður Þingeyjarsveit Almannavarnir Tengdar fréttir Aflétta rýmingu í Útkinn Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu. 5. október 2021 19:30 „Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Aflétta rýmingu í Útkinn Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu. 5. október 2021 19:30
„Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17