Frjósemi íslenskra kvenna 1,71 barn árið 2020 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. október 2021 09:58 Frjósemi íslenskra kvenna er nú á pari við frjósemi kvenna í Danmörku og Svíþjóð. Javier de la Maza Sögulega séð hefur frjósemi á Íslandi verið meiri en í nágrannalöndunum en nú er svo komið að hún er næstum því sú sama á Íslandi og í Danmörku og Svíþjóð, eða í kringum 1,7 börn á hverja konu. Gengið er út frá því að til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma þurfi hver kona að eignast 2,1 barn á lífsleiðinni. Þegar frjósemi var hvað mest á Íslandi, árið 1960, voru konur að eignast um 4,3 börn. Frá þessu er greint í talnabrunni embættis landlæknis um fæðingar og frjósemi árið 2020. Þar segir að samkvæmt rannsókn sem gerð var í Finnlandi séu helstu ástæður þess að dregið hefur úr frjósemi hærri meðalaldur frumbyrja og fjölgun meðal þeirra sem ákveða að eignast ekki börn. Leiða megi líkur að því að sömu ástæður eigi við hér á landi. Margar konur á landsbyggðinni eiga börn sín utan heimabyggðar Árið 2020 fæddust 4.499 börn á Íslandi í 4.457 fæðingum. Þetta jafngildir 60,9 börnum á hverjar þúsund konur. Heimafæðingar voru heldur fleiri en áður, 118, sem má mögulega rekja til kórónuveirufaraldursins en keisaraskurðir voru 719. Langflestar fæðingarnar fóru fram á Landspítala, eða 74 prósent, en í tölurnar endurspegla vel mismunandi aðgengi kvenna að fæðingarþjónustu í heimabyggð. Þannig fæddi aðeins helmingur kvenna búsettur á Austurlandi börn sín í heimabyggð og meirihluti kvenna á Vestfjörðum (61,3 prósent), Suðurnesjum (70,8 prósent) og Suðurlandi (84 prósent) utan heimabyggðar. Í talnabrunninum er fjallað um sjúkdóma á meðgöngu og meðal annars greint frá því að samkvæmt gögnum fæðingarskrár hafi 23 prósent barnshafandi kvenna verið með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 árið 2020. Vísbendingar séu uppi um að hlutfallið sé að hækka. Þessu fylgi auknar líkur á ýmsum vandamálum, svo sem auknar líkur á meðgöngusykursýki, háþrýstingi, meðgöngueitrun, blóðtappa, þungbura, vaxtarseinkun í lok meðgöngu og fósturdauða. Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira
Gengið er út frá því að til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma þurfi hver kona að eignast 2,1 barn á lífsleiðinni. Þegar frjósemi var hvað mest á Íslandi, árið 1960, voru konur að eignast um 4,3 börn. Frá þessu er greint í talnabrunni embættis landlæknis um fæðingar og frjósemi árið 2020. Þar segir að samkvæmt rannsókn sem gerð var í Finnlandi séu helstu ástæður þess að dregið hefur úr frjósemi hærri meðalaldur frumbyrja og fjölgun meðal þeirra sem ákveða að eignast ekki börn. Leiða megi líkur að því að sömu ástæður eigi við hér á landi. Margar konur á landsbyggðinni eiga börn sín utan heimabyggðar Árið 2020 fæddust 4.499 börn á Íslandi í 4.457 fæðingum. Þetta jafngildir 60,9 börnum á hverjar þúsund konur. Heimafæðingar voru heldur fleiri en áður, 118, sem má mögulega rekja til kórónuveirufaraldursins en keisaraskurðir voru 719. Langflestar fæðingarnar fóru fram á Landspítala, eða 74 prósent, en í tölurnar endurspegla vel mismunandi aðgengi kvenna að fæðingarþjónustu í heimabyggð. Þannig fæddi aðeins helmingur kvenna búsettur á Austurlandi börn sín í heimabyggð og meirihluti kvenna á Vestfjörðum (61,3 prósent), Suðurnesjum (70,8 prósent) og Suðurlandi (84 prósent) utan heimabyggðar. Í talnabrunninum er fjallað um sjúkdóma á meðgöngu og meðal annars greint frá því að samkvæmt gögnum fæðingarskrár hafi 23 prósent barnshafandi kvenna verið með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 árið 2020. Vísbendingar séu uppi um að hlutfallið sé að hækka. Þessu fylgi auknar líkur á ýmsum vandamálum, svo sem auknar líkur á meðgöngusykursýki, háþrýstingi, meðgöngueitrun, blóðtappa, þungbura, vaxtarseinkun í lok meðgöngu og fósturdauða.
Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira