Um klukkan 17 í gær var hring á lögreglu vegna þjófnaðar í nýbyggingu í Garðabæ en þar var búið að stela verkfærum og þremur salernum. Þá var stuttu síðar tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði, þar sem búið var að stela raftækjum.
Í umdæminu Kópavogur og Breiðholt féll einstaklingur af rafskútu og missti við meðvitund. Var hann fluttur á bráðamóttöku til skoðunar. Þá varð umferðaróhapp í Árbæ seinna um kvöldið, þar sem skemmdir urðu á ökutækjum og minniháttar slys á fólki.
Lögregla hafði afskipti af þremur ökumönnum sem reyndust óhæfir til aksturs en einn þeirra ók utan í kyrrstæða bifreið.