90 ára og stendur á haus alla daga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. október 2021 20:03 Óskar Hafsteinn stendur á haus nær daglega inn í svefnherbergi hjá sér, oftast í 4 til 5 mínútur í senn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Óskar Hafsteinn Ólafsson, níræður íbúi á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að halda sér í góðu formi. Einn hluti af því er að standa á haus í fjórar til fimm mínútur alla morgna. Óskar Hafsteinn og kona hans, Margrét Steina Gunnarsdóttir búa í fallegri íbúð við Austurveg á Selfossi. Óskar varð 90 ára 23. september síðastliðinn en hann er fyrrverandi kennari og aðstoðarskólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Óskar er mjög duglegur að hreyfa sig, hann fer til dæmis í sund á hverjum degi, fer mikið á gönguskíði á veturna og stundar aðra útivist. Æfingar hans í svefnherberginu vekja hins vegar hvað mesta athygli því þar fer hann nánast daglega og stendur á haus í nokkrar mínútur. „Það er ekkert mál að standa á haus, mér finnst það ekkert merkilegt, enda hef ég gert þetta frá því að ég var strákur í Fagradal í Mýrdal, ásamt þremur öðrum strákum. Okkur þótti þetta svo merkilegt að þegar við heyrðum í bíl, þegar við vorum til dæmis að raka eða í einhverjum störfum, þá fleygðum við frá okkur hrífunni og stóðum á haus á meðan bílinn fór fram hjá. Og það gladdi okkur mjög þegar við heyrðum það þegar að fólk, sem hafði verið á ferð úr Reykjavík að það hafi verið að tala um það, „Hvernig er það með þessa stráka í Fagradal, standa þeir allan daginn á haus,““ segir Óskar Hafsteinn þegar hann rifjar upp sveitaárin í Fagradal. Óskar segir það gera sér mjög gott að standa á haus. „Já, ég tel það auka blóðstreymi um líkamann og maður hefur gott af þessu, þetta er góð hreyfing. Það er í mínum huga mjög mikilvægt fyrir eldra fólk að hreyfa sig eins og að ganga og synda eða hjóla, það er mjög nauðsynlegt.“ En hvað ætlar Óskar að standa á haus mörg ár í viðbót? „Það er bara eftir því hvað mér verða gefin mörg ár, á meðan ég tóri þá held ég þessu við." Óskar Hafsteinn og Margrét Steina búa í fallegri íbúð við Austurveg á Selfoss. Margrét stendur ekki á haus, hún lætur eiginmanninn alfarið um þá iðju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Óskar Hafsteinn og kona hans, Margrét Steina Gunnarsdóttir búa í fallegri íbúð við Austurveg á Selfossi. Óskar varð 90 ára 23. september síðastliðinn en hann er fyrrverandi kennari og aðstoðarskólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Óskar er mjög duglegur að hreyfa sig, hann fer til dæmis í sund á hverjum degi, fer mikið á gönguskíði á veturna og stundar aðra útivist. Æfingar hans í svefnherberginu vekja hins vegar hvað mesta athygli því þar fer hann nánast daglega og stendur á haus í nokkrar mínútur. „Það er ekkert mál að standa á haus, mér finnst það ekkert merkilegt, enda hef ég gert þetta frá því að ég var strákur í Fagradal í Mýrdal, ásamt þremur öðrum strákum. Okkur þótti þetta svo merkilegt að þegar við heyrðum í bíl, þegar við vorum til dæmis að raka eða í einhverjum störfum, þá fleygðum við frá okkur hrífunni og stóðum á haus á meðan bílinn fór fram hjá. Og það gladdi okkur mjög þegar við heyrðum það þegar að fólk, sem hafði verið á ferð úr Reykjavík að það hafi verið að tala um það, „Hvernig er það með þessa stráka í Fagradal, standa þeir allan daginn á haus,““ segir Óskar Hafsteinn þegar hann rifjar upp sveitaárin í Fagradal. Óskar segir það gera sér mjög gott að standa á haus. „Já, ég tel það auka blóðstreymi um líkamann og maður hefur gott af þessu, þetta er góð hreyfing. Það er í mínum huga mjög mikilvægt fyrir eldra fólk að hreyfa sig eins og að ganga og synda eða hjóla, það er mjög nauðsynlegt.“ En hvað ætlar Óskar að standa á haus mörg ár í viðbót? „Það er bara eftir því hvað mér verða gefin mörg ár, á meðan ég tóri þá held ég þessu við." Óskar Hafsteinn og Margrét Steina búa í fallegri íbúð við Austurveg á Selfoss. Margrét stendur ekki á haus, hún lætur eiginmanninn alfarið um þá iðju.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent