Hugsað um ójöfnuð og menntun Flosi Eiríksson skrifar 3. október 2021 19:31 Friðrik Jónsson, formaður BHM, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgunni í gær. Sjónarmið sem hann viðraði þar um launamun í landinu og hvernig hann væri réttlætanlegur vakti upp hjá mér ýmsar spurningar og vangaveltur. Fyrst kannski það sjónarmið að menntun, og þá væntanlega háskólamenntun, eigi skilyrðislaust að vera metin til launa. Eiginlega án þeirra starfs sem viðkomand gegnir. Annað er að þetta sjónarmið virðist grundvallast á þeirri hugsun að þeir sem hafa möguleika á að mennta sig séu að gera það fyrir okkur hin, fyrst og fremst, leggi á sig langt og strangt nám með tilheyrandi kostnaði, og þurfi að fá það „endurgreitt“ í formi launa, auk þess sem þau séu „svo óheppin“ að þau eru styttra á vinnumarkaði og því séu ævitekjur þeirra minni. Þriðji punkturinn er síðan að háskólamenntað fólk skili margfeldi út í samfélagið þegar það kemur aftur heim að loknu námi, og þau eigi að njóta þessi í launum. Það kom mér á óvart hversu þröngt sjónarhorn Friðriks var í þessu viðtali, og vissulega er hann að tala máli félagsmanna sinna en samt. Menntun er að verða sífellt fjölbreyttari, úreldist hraðar og fólk aflar sér hennar með fjölbreyttari hæti yfir lengri tíma. Í því speglast breytt samfélag og breyttir atvinnuhættir. Gamla hugmyndin um háskólamanninn sem kemur heim frá námi í útlöndum í gott starf á Íslandi, er kannski að úreldast, og alveg örugglega sú að þau ein skili margfeldi út í samfélagið. Það vekur líka upp býsna margar spurningar ef við ætlum fyrst og fremst að meta gildi starfa og framlags til samfélagsins eftir lengd háskólamenntunar – og það eigi bara að vera viðurkennt og sjálfsagt að þeir sem sem eru ófaglærðir og vinna til dæmis í umönnunarstörfum, mest konur, eigi að dragast enn frekar aftur í launakjörum. Það er reyndar alveg þvert á það sem markmiðið var í síðustu kjarasamningum, þar sem áhersla var lögð á að hækka lægstu launin umfram önnur. En auðvitað er gott að fá þetta sjónarmið BHM fram með svona afgerandi hætti nú í aðdraganda kjarassamninga. Það er líka skrýtið að heyra klifað á þessari ævitekjuklisju – að ófaglært fólk, sem oft hefur unnið vinnu sem er líkamlega erfið, sé sérstaklega heppið að hafa „fengið“ að vera svona lengi á vinnumarkaðanum, annað en það ,,fórnfúsa“ fólk sem átti kost á eða gat menntað sig. En hugum líka að því að mesta aukning örorku er hjá fólki sem hefur verið lengi í líkamlega erfiðum og einhæfum störfum. Í þessari framsetningu Friðriks endurspeglast líka hugsun og mat á gildi starfa og mikilvægi sem væri þarft að endurhugsa. Ég held að við eigum að stefna að því sameiginlega að fjölbreytt menntun, störf og reynsla sé metin að verðleikum og tryggja meiri jöfnuð í samfélaginu á sem flestum sviðum. Til þess þurfum við mörg að þora að endurhugsa hugmyndir um gildi starfa, samhengið við menntun og framlag til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Vinnumarkaður Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Friðrik Jónsson, formaður BHM, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgunni í gær. Sjónarmið sem hann viðraði þar um launamun í landinu og hvernig hann væri réttlætanlegur vakti upp hjá mér ýmsar spurningar og vangaveltur. Fyrst kannski það sjónarmið að menntun, og þá væntanlega háskólamenntun, eigi skilyrðislaust að vera metin til launa. Eiginlega án þeirra starfs sem viðkomand gegnir. Annað er að þetta sjónarmið virðist grundvallast á þeirri hugsun að þeir sem hafa möguleika á að mennta sig séu að gera það fyrir okkur hin, fyrst og fremst, leggi á sig langt og strangt nám með tilheyrandi kostnaði, og þurfi að fá það „endurgreitt“ í formi launa, auk þess sem þau séu „svo óheppin“ að þau eru styttra á vinnumarkaði og því séu ævitekjur þeirra minni. Þriðji punkturinn er síðan að háskólamenntað fólk skili margfeldi út í samfélagið þegar það kemur aftur heim að loknu námi, og þau eigi að njóta þessi í launum. Það kom mér á óvart hversu þröngt sjónarhorn Friðriks var í þessu viðtali, og vissulega er hann að tala máli félagsmanna sinna en samt. Menntun er að verða sífellt fjölbreyttari, úreldist hraðar og fólk aflar sér hennar með fjölbreyttari hæti yfir lengri tíma. Í því speglast breytt samfélag og breyttir atvinnuhættir. Gamla hugmyndin um háskólamanninn sem kemur heim frá námi í útlöndum í gott starf á Íslandi, er kannski að úreldast, og alveg örugglega sú að þau ein skili margfeldi út í samfélagið. Það vekur líka upp býsna margar spurningar ef við ætlum fyrst og fremst að meta gildi starfa og framlags til samfélagsins eftir lengd háskólamenntunar – og það eigi bara að vera viðurkennt og sjálfsagt að þeir sem sem eru ófaglærðir og vinna til dæmis í umönnunarstörfum, mest konur, eigi að dragast enn frekar aftur í launakjörum. Það er reyndar alveg þvert á það sem markmiðið var í síðustu kjarasamningum, þar sem áhersla var lögð á að hækka lægstu launin umfram önnur. En auðvitað er gott að fá þetta sjónarmið BHM fram með svona afgerandi hætti nú í aðdraganda kjarassamninga. Það er líka skrýtið að heyra klifað á þessari ævitekjuklisju – að ófaglært fólk, sem oft hefur unnið vinnu sem er líkamlega erfið, sé sérstaklega heppið að hafa „fengið“ að vera svona lengi á vinnumarkaðanum, annað en það ,,fórnfúsa“ fólk sem átti kost á eða gat menntað sig. En hugum líka að því að mesta aukning örorku er hjá fólki sem hefur verið lengi í líkamlega erfiðum og einhæfum störfum. Í þessari framsetningu Friðriks endurspeglast líka hugsun og mat á gildi starfa og mikilvægi sem væri þarft að endurhugsa. Ég held að við eigum að stefna að því sameiginlega að fjölbreytt menntun, störf og reynsla sé metin að verðleikum og tryggja meiri jöfnuð í samfélaginu á sem flestum sviðum. Til þess þurfum við mörg að þora að endurhugsa hugmyndir um gildi starfa, samhengið við menntun og framlag til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun