Stórir hópar mótmælenda komu saman í Rio de Janeiro, Sao Paulo, Brasilia og fjölmörgum öðrum bæjum og borgum Brasilíu í gær. Þar mótmæltu þau forsetanum en vinsældir hans hafa dalað hratt vegna meðhöndlunar hans á faraldri kórónuveirunnar og hækkandi verðbólgu og eldsneytisverði, auk annarra málefna.
Nærri því 600 þúsund manns hafa dáið vegna Covid-19 í Brasilíu, svo vitað sé.
Mótmælin voru studd af stjórnáflokkum á vinstri væng Brasilíu og verkalýðsfélögum, samkvæmt frétt France24. Mótmælendur gengur um götur og kölluðu: Út með Bolsonaro.
Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 með myndefni frá Brasilíu í gær.
Til viðbótar við óvinsældir forsetans hefur Hæstiréttur Brasilíu hafið nokkrar rannsóknir gagnvart Bolsonaro og aðstoðarmönnum hans. Meðal annars fyrir að dreifa röngum upplýsingum.
Forsetakosningar munu fara fram á næsta ári en fylgi Bolsonaro hefur aldrei mælst minna en það gerir þessa dagana. Í könnun sem gerð var í síðasta mánuði mældist Bolsonaro með 22 prósenta fylgi en Luiz Inacio Lula da Silva, eða Lula, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist með 44 prósenta fylgi.