Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Árni Sæberg skrifa 1. október 2021 22:36 Mikil skjálftavirkni hefur verið við Keili síðustu daga Vísir/Vilhelm Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. Skjálftarnir eru staðsettir í norðurenda kvikugangsins við Geldingadali. Af þeim tvö þúsund skjálftum sem mælst hafa, hafa sex þeirra verið yfir þremur að stærð. Skjálftavirknin virðist vera áþekk því sem sást fyrir aðdraganda eldgossins í Fagradalsfjalli en enginn gosórói hefur mælst á svæðinu. Öflugasti skjálfti hrinunnar varð í hádeginu í dag, um 3,8 að stærð. Hann fannst víða í höfuðborginni en ekki eins vel í Reykjanesbæ, þrátt fyrir að upptök hans hafi verið þar skammt frá. Íbúar Voga skuli vera tilbúnir í rýmingar „Það sem hefur kannski reynst manni best við allar þessar aðstæður og lærdómurinn sem maður hefur dregið af þessu þessa mánuði sem eru liðnir og rúm ár frá því að þetta byrjaði allt, það er bara að viðhafa æðruleysi fyrst og fremst og vera bara einhvern veginn tilbúinn í að takast á við það þegar og ef það gerist,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Þá votti vissulega fyrir einhverjum áhyggjum en að íbúar séu vel upplýstir um hvernig bregðast eigi við ef eldgos hefst. Þannig hafa allir íbúar fengið í hendurnar tvo borða í rauðum og hvítum lit sem ber að nota ef grípa þarf til rýmingar. „Þá hengir fólk annan borðann á húninn hjá sér sem segir þá við erum búin að rýma, ef hinn liturinn er á þá þýðir það að við erum hér enn þá og okkur vantar aðstoð,“ segir Ásgeir um borðakerfið. Flestir íbúar Voga, sem Stöð 2 ræddi við í dag, sögðust hafa fundið fyrir skjálftum síðustu daga. Þó virðast þeir ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Eldgos og jarðhræringar Vogar Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Skjálftarnir eru staðsettir í norðurenda kvikugangsins við Geldingadali. Af þeim tvö þúsund skjálftum sem mælst hafa, hafa sex þeirra verið yfir þremur að stærð. Skjálftavirknin virðist vera áþekk því sem sást fyrir aðdraganda eldgossins í Fagradalsfjalli en enginn gosórói hefur mælst á svæðinu. Öflugasti skjálfti hrinunnar varð í hádeginu í dag, um 3,8 að stærð. Hann fannst víða í höfuðborginni en ekki eins vel í Reykjanesbæ, þrátt fyrir að upptök hans hafi verið þar skammt frá. Íbúar Voga skuli vera tilbúnir í rýmingar „Það sem hefur kannski reynst manni best við allar þessar aðstæður og lærdómurinn sem maður hefur dregið af þessu þessa mánuði sem eru liðnir og rúm ár frá því að þetta byrjaði allt, það er bara að viðhafa æðruleysi fyrst og fremst og vera bara einhvern veginn tilbúinn í að takast á við það þegar og ef það gerist,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Þá votti vissulega fyrir einhverjum áhyggjum en að íbúar séu vel upplýstir um hvernig bregðast eigi við ef eldgos hefst. Þannig hafa allir íbúar fengið í hendurnar tvo borða í rauðum og hvítum lit sem ber að nota ef grípa þarf til rýmingar. „Þá hengir fólk annan borðann á húninn hjá sér sem segir þá við erum búin að rýma, ef hinn liturinn er á þá þýðir það að við erum hér enn þá og okkur vantar aðstoð,“ segir Ásgeir um borðakerfið. Flestir íbúar Voga, sem Stöð 2 ræddi við í dag, sögðust hafa fundið fyrir skjálftum síðustu daga. Þó virðast þeir ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála.
Eldgos og jarðhræringar Vogar Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira