Samkvæmt bergmálsmælingu Hafró var hrygningarstofn loðnu metinn 1.833.000 tonn. Vísitala ókynþroska loðnu er sú þriðja hæsta frá upphafi mælinga, samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar.
Undanfarin ár hefur loðnuveiði verið mjög lítil. Til að mynda var fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár landað í Vestmannaeyjum í febrúar. Engin sumar- og haustveiði fór fram í fyrra.
Ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar verður endurmetin eftir mælingar á stærð veiðistofnsins í byrjun næsta árs.
