Um fimmtíu sekúndna ganga frá nýja kvennaklefanum upp í innilaugina Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2021 20:35 Það tók meðalhraustan fréttamann í yngri kantinum um fimmtíu sekúndur að ganga rösklega úr nýja kvennaklefanum og upp í innilaugina í Sundhöllinni. Skjáskot/Stöð 2 Gestir Sundhallarinnar eru sammála gagnrýni þess efnis að gönguleið frá nýjum kvennaklefa og í innilaugina sé of löng. Laugin standi þrátt fyrir það alltaf fyrir sínu og sé stórkostleg sem fyrr. Styr hefur staðið um Sundhöllina eftir að doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir sendi bréf með umkvörtunum á bæði borgina og Landlækni. Í bréfinu sem Vilborg, fastagestur laugarinnar til margra ára, sendi landlækni lýsir hún því að ófremdarástand ríki í Sundhöllinni vegna ófullnægjandi nýbyggingar kvennaklefa. Núverandi ástand sé heilsuspillandi og hindri það að eldri konur og skólastúlkur geti sótt innilaug Sundhallarinnar að vetrarlagi. Þetta er jafnframt mál sem Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur vakið athygli á á vettvangi borgarstjórnar síðustu misseri. Frá því að nýi kvennaklefinn var opnaður í Sundhöllinni fyrir fáeinum árum hefur leiðin fyrir konur út í innilaug lengst talsvert. Og það er einmitt það sem gagnrýni Vilborgar lýtur helst að, að þessi leið sem fréttamaður sést fara fara í meðfylgjandi myndskeiði; frá nýja kvennaklefanum, fram hjá sundlauginni, heitapottinum og loks upp í innilaugina, sé alltof of löng. Gangan tók meðalhraustan fréttamann í yngri kantinum tæpar fimmtíu sekúndur. Fyrir breytingar gengu konur beint út úr gamla kvennaklefanum og í innilaugina. Bára Grímsdóttir og Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestir.Vísir/Sigurjón Fastagestir sem fréttastofa ræddi við taka að sumu leyti undir gagnrýni Vilborgar og taka litlu skólasundsstúlkurnar sem dæmi. „Þær þurfa að fara hérna í kulda og frosti og svo er ég aftur að hugsa um fullorðnu konurnar, og ég er orðin kannski fullorðin þó ég telji mig unga, þær þurfa líka að fara þessa löngu vegalengd,“ segir Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestur. Þá hefði verið betra að geta notað áfram gamla kvennaklefann, sem þó er verið að gera upp og ráðgert er að taka í notkun í einhverri mynd þegar verkinu er lokið. „Þetta er svo sjarmerandi og líka, ég hef ekki verið ánægð með að þurfa að labba í kuldanum þessa vegalengd,“ segir Bára Grímsdóttir, annar Sundhallargestur. Annars séu þær hæstánægðar með Sundhöllina eftir breytingar. „Arkítektúrinn þarna inni [í nýja kvennaklefanum] er stórkostlegur og það er yndislegt að vera þar. Ég byrjaði að koma hérna nokkurra ára og elska þessa Sundhöll,“ segir Selma. Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Styr hefur staðið um Sundhöllina eftir að doktor Vilborg Auður Ísleifsdóttir sendi bréf með umkvörtunum á bæði borgina og Landlækni. Í bréfinu sem Vilborg, fastagestur laugarinnar til margra ára, sendi landlækni lýsir hún því að ófremdarástand ríki í Sundhöllinni vegna ófullnægjandi nýbyggingar kvennaklefa. Núverandi ástand sé heilsuspillandi og hindri það að eldri konur og skólastúlkur geti sótt innilaug Sundhallarinnar að vetrarlagi. Þetta er jafnframt mál sem Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur vakið athygli á á vettvangi borgarstjórnar síðustu misseri. Frá því að nýi kvennaklefinn var opnaður í Sundhöllinni fyrir fáeinum árum hefur leiðin fyrir konur út í innilaug lengst talsvert. Og það er einmitt það sem gagnrýni Vilborgar lýtur helst að, að þessi leið sem fréttamaður sést fara fara í meðfylgjandi myndskeiði; frá nýja kvennaklefanum, fram hjá sundlauginni, heitapottinum og loks upp í innilaugina, sé alltof of löng. Gangan tók meðalhraustan fréttamann í yngri kantinum tæpar fimmtíu sekúndur. Fyrir breytingar gengu konur beint út úr gamla kvennaklefanum og í innilaugina. Bára Grímsdóttir og Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestir.Vísir/Sigurjón Fastagestir sem fréttastofa ræddi við taka að sumu leyti undir gagnrýni Vilborgar og taka litlu skólasundsstúlkurnar sem dæmi. „Þær þurfa að fara hérna í kulda og frosti og svo er ég aftur að hugsa um fullorðnu konurnar, og ég er orðin kannski fullorðin þó ég telji mig unga, þær þurfa líka að fara þessa löngu vegalengd,“ segir Selma Ósk Kristianssen, Sundhallargestur. Þá hefði verið betra að geta notað áfram gamla kvennaklefann, sem þó er verið að gera upp og ráðgert er að taka í notkun í einhverri mynd þegar verkinu er lokið. „Þetta er svo sjarmerandi og líka, ég hef ekki verið ánægð með að þurfa að labba í kuldanum þessa vegalengd,“ segir Bára Grímsdóttir, annar Sundhallargestur. Annars séu þær hæstánægðar með Sundhöllina eftir breytingar. „Arkítektúrinn þarna inni [í nýja kvennaklefanum] er stórkostlegur og það er yndislegt að vera þar. Ég byrjaði að koma hérna nokkurra ára og elska þessa Sundhöll,“ segir Selma.
Sundlaugar Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira