Hefja tökur í geimnum í næstu viku Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2021 13:29 Yulia Peresild, Anton Shkaplerov og Klim Shipenko eru stödd í Baikonur í Kasakstan. Roscosmos Þriðjudaginn í næstu viku (5. október) veður geimfara, leikkonu og leikstjóra skotið út í geim frá Baikonur í Kasakstan. Þau munu svo koma sér fyrir í alþjóðlegu geimstöðinni og taka upp kvikmynd. Þá fyrstu sem tekin verður upp í geimnum. Þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp hluta myndarinnar The Challenge um borð í geimstöðinni. Sú mynd mun fjalla um skurðlækni sem þarf að framkvæma skurðaðgerð á geimfara sem er of veikur til að verða sendur til jarðar. Peresild og Shipenko munu svo snúa aftur til jarðar þann 17. október. Það gera þau á öðru Soyuz geimfari en notað verður til að flytja þau til geimstöðvarinnar og með geimfaranum Oleg Novitskiy. Hann er núna um borð í geimstöðinni og hefur verið frá því í apríl. Geimfarinn Anton Shkaplerov, sem fer með þeim Peresild og Shipenko út í geim í næstu viku, mun verða eftir um borð í geimstöðinni. 6 : « » « » # 19 . . ! pic.twitter.com/775r4K3kcU— Anton Shkaplerov (@Anton_Astrey) September 29, 2021 Eins og fram kemur í frétt Space.com stendur til að skjóta nokkrum borgurum til geimstöðvarinnar á næstu mánuðum. Í desember munu Rússar skjóta japanska auðjöfrinum Yusaku Meazawa, Yozo Hirano og geimfaranum Alexander Misurkin til geimstöðvarinnar. Þeir munu sömuleiðis verja tólf dögum þar áður en þeir snúa aftur til jarðar. Í apríl mun SpaceX skjóta fjórum einstaklingum til geimstöðvarinnar fyrir fyrirtækið Axiom. Þar um borð verða þrír ferðamenn og geimfarinn Michael Lópoez-Alegría, sem er yfir ferðinni fyrir Axiom. Þetta er allt í kjölfar þess að SpaceX skaut nýverið fjórum geimförum á braut um jörðu, hærra en geimstöðin, þar sem þau voru í þrjá daga. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Einnig stóð til að skjóta Tom Cruise til geimstöðvarinnar í október en svo virðist sem ekkert verði af því. Hann ætlaði að taka upp kvikmynd um borð í geimstöðinni með leikstjóranum Doug Liman en engar frekari upplýsingar hafa verið veittar um verkefni í marga mánuði. Sjá einnig: Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum General assembly completed, preparing for rollout The State Commission at the #Baikonur cleared the Soyuz-2.1a carrier rocket for rollout and installation at the launch pad on October 1. The launch is scheduled for October 5. pic.twitter.com/QxyIllcUfs— (@roscosmos) September 30, 2021 Geimfarar og geimvísindamenn Rússlands og Bandaríkjanna hafa í áratugi átt í góðu samstarfi og það þrátt fyrir að samskipti ríkjanna hefið versnað töluvert á því tímabili. Þau samskipti hafa sjaldan verið verri en nú og er samvinnu ríkjanna í geimnum að mestu að ljúka á næstu árum. Rússar hafa gefið út að þeir ætli að hætta að taka þátt í starfsemi geimstöðvarinnar árið 2025 og stefna að smíði eigin geimstöðvar fyrir árið 2030. Þar að auki ætla þeir að byggja rannsóknarstöð á yfirborði tunglsins, í samstarfi við Kínverja. Auk Rússlands og Bandaríkjanna hafa sextán önnur ríki komið að geimstöðinni, sem var skotið á loft árið 1998. Hún hefur verið heimili vel á þriðja hundrað geimfara frá nítján ríkjum frá árinu 2000, þegar fyrstu geimfararnir komu sér þar fyrir. Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Bíó og sjónvarp Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp hluta myndarinnar The Challenge um borð í geimstöðinni. Sú mynd mun fjalla um skurðlækni sem þarf að framkvæma skurðaðgerð á geimfara sem er of veikur til að verða sendur til jarðar. Peresild og Shipenko munu svo snúa aftur til jarðar þann 17. október. Það gera þau á öðru Soyuz geimfari en notað verður til að flytja þau til geimstöðvarinnar og með geimfaranum Oleg Novitskiy. Hann er núna um borð í geimstöðinni og hefur verið frá því í apríl. Geimfarinn Anton Shkaplerov, sem fer með þeim Peresild og Shipenko út í geim í næstu viku, mun verða eftir um borð í geimstöðinni. 6 : « » « » # 19 . . ! pic.twitter.com/775r4K3kcU— Anton Shkaplerov (@Anton_Astrey) September 29, 2021 Eins og fram kemur í frétt Space.com stendur til að skjóta nokkrum borgurum til geimstöðvarinnar á næstu mánuðum. Í desember munu Rússar skjóta japanska auðjöfrinum Yusaku Meazawa, Yozo Hirano og geimfaranum Alexander Misurkin til geimstöðvarinnar. Þeir munu sömuleiðis verja tólf dögum þar áður en þeir snúa aftur til jarðar. Í apríl mun SpaceX skjóta fjórum einstaklingum til geimstöðvarinnar fyrir fyrirtækið Axiom. Þar um borð verða þrír ferðamenn og geimfarinn Michael Lópoez-Alegría, sem er yfir ferðinni fyrir Axiom. Þetta er allt í kjölfar þess að SpaceX skaut nýverið fjórum geimförum á braut um jörðu, hærra en geimstöðin, þar sem þau voru í þrjá daga. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Einnig stóð til að skjóta Tom Cruise til geimstöðvarinnar í október en svo virðist sem ekkert verði af því. Hann ætlaði að taka upp kvikmynd um borð í geimstöðinni með leikstjóranum Doug Liman en engar frekari upplýsingar hafa verið veittar um verkefni í marga mánuði. Sjá einnig: Nýmóðins geimkapphlaup: Keppast um að taka upp kvikmynd í geimnum General assembly completed, preparing for rollout The State Commission at the #Baikonur cleared the Soyuz-2.1a carrier rocket for rollout and installation at the launch pad on October 1. The launch is scheduled for October 5. pic.twitter.com/QxyIllcUfs— (@roscosmos) September 30, 2021 Geimfarar og geimvísindamenn Rússlands og Bandaríkjanna hafa í áratugi átt í góðu samstarfi og það þrátt fyrir að samskipti ríkjanna hefið versnað töluvert á því tímabili. Þau samskipti hafa sjaldan verið verri en nú og er samvinnu ríkjanna í geimnum að mestu að ljúka á næstu árum. Rússar hafa gefið út að þeir ætli að hætta að taka þátt í starfsemi geimstöðvarinnar árið 2025 og stefna að smíði eigin geimstöðvar fyrir árið 2030. Þar að auki ætla þeir að byggja rannsóknarstöð á yfirborði tunglsins, í samstarfi við Kínverja. Auk Rússlands og Bandaríkjanna hafa sextán önnur ríki komið að geimstöðinni, sem var skotið á loft árið 1998. Hún hefur verið heimili vel á þriðja hundrað geimfara frá nítján ríkjum frá árinu 2000, þegar fyrstu geimfararnir komu sér þar fyrir.
Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Bíó og sjónvarp Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira