„Fólk er almennt heiðarlegt og við göngum út frá því“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. október 2021 07:04 Helgi segir að með því að leggja traust sitt á heiðarleika viðskiptavinarins sé lagður grunnur að því að gera hlutina léttari og einfaldari. „Svarið við því er já,“ segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, spurður að því hvort fólki sé treystandi. Tilefnið er nýtt greiðslufyrirkomulag hjá Krónunni, þar sem fólki verður treyst til að „skanna og skunda“ en VÍS hefur um nokkurra ára skeið viðhaft svipað fyrirkomulag varðandi tjónatilkynningar. Í báðum tilvikum setja fyrirtækin traust sitt á heiðarleika viðskiptavina. Hjá Krónunni er um það að ræða að viðskiptavinurinn gengur um verslunina og setur vörurnar beint ofan í poka þegar hann hefur skannað strikamerkið með símanum sínum eða fundið vöruna í Krónu-appinu. Hann gengur síðan í flestum tilvikum út án þess að koma við á kassa. Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS. Árið 2019 tók VÍS upp svipað fyrirkomulag, þegar viðskiptavinir fóru að geta skilað tjónatilkynningum inn rafrænt og fengið úrlausn sinna mála sjálfkrafa, til dæmis með greiðslu bóta beint inn á reikning. Helgi segir breytingar í þjónustu við viðskiptavini hafa verið hraðar og kröfurnar um einfaldleika í öllum samskiptum að aukast. Hvað varðar tryggingar snúist þetta um að einfalda þá ferla sem liggja að baki því að stofna til viðskipta og greiða út tjón. Ákveðnar varnir til staðar „Við höfum náttúrlega verið að ganga í gegnum miklar breytingar og í allri okkar vinnu höfum við verið að horfa til þess sem best gerist í heiminum; ekki bara í okkar geira heldur í öðrum geirum,“ útskýrir Helgi. „Í þessari vinnu höfum við fókusað á upplifun viðskiptavina, sem er okkur hjartans mál, og öll vinna gengið út frá því að við treystum viðskiptavininum.“ En hvernig hefur þetta svo gengið; er fólki treystandi? „Fólk er almennt heiðarlegt og við göngum útfrá því,“ ítrekar Helgi. „Þetta hefur gengið mjög vel og er komið til að vera og við bara höldum áfram á þessari vegferð,“ bætir hann við en um þessar mundir er sömuleiðis verið að gera umsóknarferlið um tryggingarnar sjálfvirkt. Líkt og Krónan hyggst hafa handahófseftirlit með sjálfsafgreiðslunni eru til staðar ákveðnir öryggisferlar hjá VÍS, segir Helgi, sem felast meðal annars í því að ítrekaðar tilkynningar eða óvenjulega háar upphæðir eru flaggaðar. Aðspurður segist hann hins vegar telja að forsvarsmönnum Krónunnar sé óhætt að veðja á heiðarleika almennings. „Já, ég myndi segja það. Þau eru eflaust með einhverjar varnir í sínum ferlum en í grunninn já; ég held að þessi vegferð að treysta fólki sé bara grunnurinn í því að gera hlutina léttari og einfaldari.“ Neytendur Tryggingar Verslun Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Í báðum tilvikum setja fyrirtækin traust sitt á heiðarleika viðskiptavina. Hjá Krónunni er um það að ræða að viðskiptavinurinn gengur um verslunina og setur vörurnar beint ofan í poka þegar hann hefur skannað strikamerkið með símanum sínum eða fundið vöruna í Krónu-appinu. Hann gengur síðan í flestum tilvikum út án þess að koma við á kassa. Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS. Árið 2019 tók VÍS upp svipað fyrirkomulag, þegar viðskiptavinir fóru að geta skilað tjónatilkynningum inn rafrænt og fengið úrlausn sinna mála sjálfkrafa, til dæmis með greiðslu bóta beint inn á reikning. Helgi segir breytingar í þjónustu við viðskiptavini hafa verið hraðar og kröfurnar um einfaldleika í öllum samskiptum að aukast. Hvað varðar tryggingar snúist þetta um að einfalda þá ferla sem liggja að baki því að stofna til viðskipta og greiða út tjón. Ákveðnar varnir til staðar „Við höfum náttúrlega verið að ganga í gegnum miklar breytingar og í allri okkar vinnu höfum við verið að horfa til þess sem best gerist í heiminum; ekki bara í okkar geira heldur í öðrum geirum,“ útskýrir Helgi. „Í þessari vinnu höfum við fókusað á upplifun viðskiptavina, sem er okkur hjartans mál, og öll vinna gengið út frá því að við treystum viðskiptavininum.“ En hvernig hefur þetta svo gengið; er fólki treystandi? „Fólk er almennt heiðarlegt og við göngum útfrá því,“ ítrekar Helgi. „Þetta hefur gengið mjög vel og er komið til að vera og við bara höldum áfram á þessari vegferð,“ bætir hann við en um þessar mundir er sömuleiðis verið að gera umsóknarferlið um tryggingarnar sjálfvirkt. Líkt og Krónan hyggst hafa handahófseftirlit með sjálfsafgreiðslunni eru til staðar ákveðnir öryggisferlar hjá VÍS, segir Helgi, sem felast meðal annars í því að ítrekaðar tilkynningar eða óvenjulega háar upphæðir eru flaggaðar. Aðspurður segist hann hins vegar telja að forsvarsmönnum Krónunnar sé óhætt að veðja á heiðarleika almennings. „Já, ég myndi segja það. Þau eru eflaust með einhverjar varnir í sínum ferlum en í grunninn já; ég held að þessi vegferð að treysta fólki sé bara grunnurinn í því að gera hlutina léttari og einfaldari.“
Neytendur Tryggingar Verslun Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira