Sterki læknaneminn er kominn inn á HM í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 10:00 Eygló Fanndal Sturludóttir bregður á leik í mótslok. Lyftingasamband Íslands Ungar íslenskar lyftingakonur halda áfram að standa sig vel á Evrópumeistaramóti unglinga í lyftingum í Rovaniemi í Finnlandi. Tvær þeirra hafa tryggt sér þátttökurétt á HM í Úsbekistan í desember. Hin tvítuga Eygló Fanndal Sturludóttir náði sjötta sæti í 71 kílóa flokki tuttugu ára og yngri en hún setti um leið fjölda Íslandsmeta. Eygló Fanndal byrjaði ekki vel. Hún var að keppa í fyrsta sinn síðan í mars og tvær fyrstu lyfturnar hennar í snörun mistókust. Hún sýndi hins vegar mikinn karakter með því að drífa upp 89 kíló í þriðju tilraun og setti þar með Íslandsmet í þremur flokkum. Þetta var það mesta hjá íslenskri konu í 71 kílóa flokki hjá meistaraflokki, 23 ára yngri og tuttugu ára og yngri. View this post on Instagram A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) Eygló var þar með komin í gang og lyfti hún síðan 108 kílóum í jafnhendingu sem var einnig Íslandsmet í öllum þremur flokkum. Um leið hafði hún sett Íslandsmet í samanlögðu í flokkunum þremur þar sem alls fóru 197 kíló á loft hjá henni. Þessi árangur skilaði Eygló sjötta sætinu á mótinu og alls 247,39 Sinclair stigum. Með þeim stigafjölda hefur Eygló náð B-lágmörkum á Heimsmeistaramótið í Úsbekistan í desember. Eygló hefur keppt í lyftingum frá því hún var sautján ára eða frá árinu 2018 og hefur sífellt farið fram. Hún tók sér árs pásu frá keppnum eftir jólamótið 2019 en kom sterk inn á Norðurlandamóti Youth og Junior 2020 og gerði sér lítið fyrir og vann þá sinn þyngdarflokk. Eygló Fanndal stundar nám í læknisfræði við Háskóla Íslands og það er örugglega erfitt að finna sterkari læknanema á Íslandi í dag en einmitt hana. Á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands kemur fram að Eygló sé að stefna á hæsta samanlagðan árangur sem íslensk kona hefur lyft á móti en hæsti samanlagði árangur er nú 201 kíló. Eygló nálgaðist það met á þessu móti og fær vonandi annað tækifæri til þess á heimsmeistaramótinu. Bæði Eygló og ætla sér stóra hluti eins og kom fram á Instagram síðu Lyftingarsambands Íslands. „Við erum hvergi nærri hættar og stefnum á að keppa á fleiri mótum á árinu og á næstu árum,“ er haft eftir þeim þar. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Leik lokið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sjá meira
Hin tvítuga Eygló Fanndal Sturludóttir náði sjötta sæti í 71 kílóa flokki tuttugu ára og yngri en hún setti um leið fjölda Íslandsmeta. Eygló Fanndal byrjaði ekki vel. Hún var að keppa í fyrsta sinn síðan í mars og tvær fyrstu lyfturnar hennar í snörun mistókust. Hún sýndi hins vegar mikinn karakter með því að drífa upp 89 kíló í þriðju tilraun og setti þar með Íslandsmet í þremur flokkum. Þetta var það mesta hjá íslenskri konu í 71 kílóa flokki hjá meistaraflokki, 23 ára yngri og tuttugu ára og yngri. View this post on Instagram A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) Eygló var þar með komin í gang og lyfti hún síðan 108 kílóum í jafnhendingu sem var einnig Íslandsmet í öllum þremur flokkum. Um leið hafði hún sett Íslandsmet í samanlögðu í flokkunum þremur þar sem alls fóru 197 kíló á loft hjá henni. Þessi árangur skilaði Eygló sjötta sætinu á mótinu og alls 247,39 Sinclair stigum. Með þeim stigafjölda hefur Eygló náð B-lágmörkum á Heimsmeistaramótið í Úsbekistan í desember. Eygló hefur keppt í lyftingum frá því hún var sautján ára eða frá árinu 2018 og hefur sífellt farið fram. Hún tók sér árs pásu frá keppnum eftir jólamótið 2019 en kom sterk inn á Norðurlandamóti Youth og Junior 2020 og gerði sér lítið fyrir og vann þá sinn þyngdarflokk. Eygló Fanndal stundar nám í læknisfræði við Háskóla Íslands og það er örugglega erfitt að finna sterkari læknanema á Íslandi í dag en einmitt hana. Á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands kemur fram að Eygló sé að stefna á hæsta samanlagðan árangur sem íslensk kona hefur lyft á móti en hæsti samanlagði árangur er nú 201 kíló. Eygló nálgaðist það met á þessu móti og fær vonandi annað tækifæri til þess á heimsmeistaramótinu. Bæði Eygló og ætla sér stóra hluti eins og kom fram á Instagram síðu Lyftingarsambands Íslands. „Við erum hvergi nærri hættar og stefnum á að keppa á fleiri mótum á árinu og á næstu árum,“ er haft eftir þeim þar. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Leik lokið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sjá meira