Einar Sverrisson: „Gátum ekki farið að bjóða upp á frammistöðu eins og á móti Fram aftur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. september 2021 21:45 Einar Sverrisson skoraði átta mörk fyrir Selfyssinga í kvöld. mynd/selfoss Einar Sverrisson, leikmaður Selfoss, var virkilega sáttur með 27-23 sigur liðsins gegn FH í Olís-deild karla í kvöld. Einar skoraði átta mörk fyrir Selfyssinga, en viðurkennir að leikur liðsins hafi ekki verið upp á marga fiska á upphafsmínútum leiksins. „Þetta byrjaði frekar brösulega, maður verður að viðurkenna það,“ sagði Einar að leik loknum. „Við vorum frekar ragir og þetta byrjaði bara ekki vel.“ „Svo byrjum við að spila saman og vörnin small heldur betur í fyrri. Við förum úr stöðunni 5-1 að mig minnir og komum síðan og jöfnum leikinn og komumst síðan tveim yfir. Svo héldum við bara áfram að byggja ofan á það í seinni og uppskárum þennan fína sigur. Það er kærkomið að byrja á heimavelli á góðum og sterkum sigri.“ Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé þegar að liðið var 5-1 undir. Eftir það fóru Selfyssingar að saxa á forskot gestanna, og komu sér svo loks í forystu fyrir hálfleik. „Hann var í rauninni bara að reyna að kveikja á okkur. Við vorum andlausir og taktlausir í sókn og vörn. Hann var bara aðeins að peppa okkur í gang. Það var ekkert eftirminnilegt þannig, engin óþarfa öskur eða svoleiðis.“ Eins og Einar talaði um voru Selfyssingar andlausir í upphafi leiks, líkt og í fyrsta leik liðsins á tímabilinu þar sem þeir þurftu að sætta sig við sex marka tap gegn Fram. „Það spilar auðvitað inn í að það vanti eitthvað í hópinn. En við erum með fulla skýrslu og Framleikurinn var bara ekki góður.“ „Við bara þjöppuðum okkur saman og tókum fínar æfingar og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik. Við gátum ekki farið að bjóða upp á frammistöðu eins og var á móti Fram aftur. Ekki á heimavelli og fyrir framan fullt hús af Selfyssingum.“ Selfyssingar mæta Haukum á þriðjudaginn eftir viku og Einar segir að liðið geti klárlega byggt ofan á góða frammistöðu í dag. „Já, klárlega. Við bara höldum svona áfram. Þetta er bara eitt skref í einu, tröppugangurinn. Nú er ein trappa komin og nú höldum við bara áfram. Það er bara áfram gakk.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
„Þetta byrjaði frekar brösulega, maður verður að viðurkenna það,“ sagði Einar að leik loknum. „Við vorum frekar ragir og þetta byrjaði bara ekki vel.“ „Svo byrjum við að spila saman og vörnin small heldur betur í fyrri. Við förum úr stöðunni 5-1 að mig minnir og komum síðan og jöfnum leikinn og komumst síðan tveim yfir. Svo héldum við bara áfram að byggja ofan á það í seinni og uppskárum þennan fína sigur. Það er kærkomið að byrja á heimavelli á góðum og sterkum sigri.“ Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé þegar að liðið var 5-1 undir. Eftir það fóru Selfyssingar að saxa á forskot gestanna, og komu sér svo loks í forystu fyrir hálfleik. „Hann var í rauninni bara að reyna að kveikja á okkur. Við vorum andlausir og taktlausir í sókn og vörn. Hann var bara aðeins að peppa okkur í gang. Það var ekkert eftirminnilegt þannig, engin óþarfa öskur eða svoleiðis.“ Eins og Einar talaði um voru Selfyssingar andlausir í upphafi leiks, líkt og í fyrsta leik liðsins á tímabilinu þar sem þeir þurftu að sætta sig við sex marka tap gegn Fram. „Það spilar auðvitað inn í að það vanti eitthvað í hópinn. En við erum með fulla skýrslu og Framleikurinn var bara ekki góður.“ „Við bara þjöppuðum okkur saman og tókum fínar æfingar og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik. Við gátum ekki farið að bjóða upp á frammistöðu eins og var á móti Fram aftur. Ekki á heimavelli og fyrir framan fullt hús af Selfyssingum.“ Selfyssingar mæta Haukum á þriðjudaginn eftir viku og Einar segir að liðið geti klárlega byggt ofan á góða frammistöðu í dag. „Já, klárlega. Við bara höldum svona áfram. Þetta er bara eitt skref í einu, tröppugangurinn. Nú er ein trappa komin og nú höldum við bara áfram. Það er bara áfram gakk.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira