Einar Sverrisson: „Gátum ekki farið að bjóða upp á frammistöðu eins og á móti Fram aftur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. september 2021 21:45 Einar Sverrisson skoraði átta mörk fyrir Selfyssinga í kvöld. mynd/selfoss Einar Sverrisson, leikmaður Selfoss, var virkilega sáttur með 27-23 sigur liðsins gegn FH í Olís-deild karla í kvöld. Einar skoraði átta mörk fyrir Selfyssinga, en viðurkennir að leikur liðsins hafi ekki verið upp á marga fiska á upphafsmínútum leiksins. „Þetta byrjaði frekar brösulega, maður verður að viðurkenna það,“ sagði Einar að leik loknum. „Við vorum frekar ragir og þetta byrjaði bara ekki vel.“ „Svo byrjum við að spila saman og vörnin small heldur betur í fyrri. Við förum úr stöðunni 5-1 að mig minnir og komum síðan og jöfnum leikinn og komumst síðan tveim yfir. Svo héldum við bara áfram að byggja ofan á það í seinni og uppskárum þennan fína sigur. Það er kærkomið að byrja á heimavelli á góðum og sterkum sigri.“ Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé þegar að liðið var 5-1 undir. Eftir það fóru Selfyssingar að saxa á forskot gestanna, og komu sér svo loks í forystu fyrir hálfleik. „Hann var í rauninni bara að reyna að kveikja á okkur. Við vorum andlausir og taktlausir í sókn og vörn. Hann var bara aðeins að peppa okkur í gang. Það var ekkert eftirminnilegt þannig, engin óþarfa öskur eða svoleiðis.“ Eins og Einar talaði um voru Selfyssingar andlausir í upphafi leiks, líkt og í fyrsta leik liðsins á tímabilinu þar sem þeir þurftu að sætta sig við sex marka tap gegn Fram. „Það spilar auðvitað inn í að það vanti eitthvað í hópinn. En við erum með fulla skýrslu og Framleikurinn var bara ekki góður.“ „Við bara þjöppuðum okkur saman og tókum fínar æfingar og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik. Við gátum ekki farið að bjóða upp á frammistöðu eins og var á móti Fram aftur. Ekki á heimavelli og fyrir framan fullt hús af Selfyssingum.“ Selfyssingar mæta Haukum á þriðjudaginn eftir viku og Einar segir að liðið geti klárlega byggt ofan á góða frammistöðu í dag. „Já, klárlega. Við bara höldum svona áfram. Þetta er bara eitt skref í einu, tröppugangurinn. Nú er ein trappa komin og nú höldum við bara áfram. Það er bara áfram gakk.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
„Þetta byrjaði frekar brösulega, maður verður að viðurkenna það,“ sagði Einar að leik loknum. „Við vorum frekar ragir og þetta byrjaði bara ekki vel.“ „Svo byrjum við að spila saman og vörnin small heldur betur í fyrri. Við förum úr stöðunni 5-1 að mig minnir og komum síðan og jöfnum leikinn og komumst síðan tveim yfir. Svo héldum við bara áfram að byggja ofan á það í seinni og uppskárum þennan fína sigur. Það er kærkomið að byrja á heimavelli á góðum og sterkum sigri.“ Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé þegar að liðið var 5-1 undir. Eftir það fóru Selfyssingar að saxa á forskot gestanna, og komu sér svo loks í forystu fyrir hálfleik. „Hann var í rauninni bara að reyna að kveikja á okkur. Við vorum andlausir og taktlausir í sókn og vörn. Hann var bara aðeins að peppa okkur í gang. Það var ekkert eftirminnilegt þannig, engin óþarfa öskur eða svoleiðis.“ Eins og Einar talaði um voru Selfyssingar andlausir í upphafi leiks, líkt og í fyrsta leik liðsins á tímabilinu þar sem þeir þurftu að sætta sig við sex marka tap gegn Fram. „Það spilar auðvitað inn í að það vanti eitthvað í hópinn. En við erum með fulla skýrslu og Framleikurinn var bara ekki góður.“ „Við bara þjöppuðum okkur saman og tókum fínar æfingar og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik. Við gátum ekki farið að bjóða upp á frammistöðu eins og var á móti Fram aftur. Ekki á heimavelli og fyrir framan fullt hús af Selfyssingum.“ Selfyssingar mæta Haukum á þriðjudaginn eftir viku og Einar segir að liðið geti klárlega byggt ofan á góða frammistöðu í dag. „Já, klárlega. Við bara höldum svona áfram. Þetta er bara eitt skref í einu, tröppugangurinn. Nú er ein trappa komin og nú höldum við bara áfram. Það er bara áfram gakk.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni