Atlanta-morðinginn lýsir yfir sakleysi Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2021 14:40 Robert Aaron Long hefur þegar játað að hafa skotið fjóra til bana. Getty Maður sem hóf skothríð á þremur nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum og úthverfi borgarinnar í mars segist saklaus gagnvart nýjustu ákærunum gegn honum. Maðurinn skaut átta til bana og þar af sex konur af asískum uppruna. Árásir Robert Aaron Long, sem er 22 ára gamall, áttu sér stað í tveimur sýslum í Atlanta og því fóru tvenn málaferli fram. Þar er um að ræða Cherokee-sýslu og Fulton-sýslu. Long var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Cherokee-sýslu í sumar þegar hann játaði að hafa skotið fjóra til bana í fjöldamorði hans í mars. Nú segist hann saklaus af því að hafa skotið fjóra aðra til bana í Fulton-sýslu. Saksóknari Fulton-sýslu hefur farið fram á dauðarefsingu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Það vakti töluverða reiði vestanhafs þegar talsmaður fógeta Cherokee-sýslu sagði að Long hefði átt „mjög slæman dag“ og því hafði hann skotið fólkið til bana. Var lögregluþjónninn sagður draga úr alvarleika málsins. Þetta var á tíma þegar ofbeldi og árásir gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna jókst mjög. Sjá einnig: Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Árásin hófst í Cherokee-sýslu þar sem Long skaut fimm manns á nuddstofu, þar af af fjögur til bana. Hann keyrði svo tæpa fimmtíu kílómetra til Atlanta þar sem hann skaut þrjár konur til bana á annarri nuddstofu og þá fjórðu á einni nuddstofu til viðbótar hinu megin við götuna. Því næst keyrði Long til suðurs og segja yfirvöld að hann hafi ætlað sér að skjóta fleiri manns í Flórída. Foreldrar hans siguðu þó lögreglunni á hann eftir að þau báru kennsl á hann á myndum úr öryggismyndavélum sem lögreglan í Cherokee-sýslu birti. Foreldrar hans fylgdust með ferðum Long í gegnum síma hans og gátu vísað lögregluþjónum á hann. Fórnarlömb Long í Cherokee-sýslu voru Paul Michels (54ára, Xiaojie „Emily“ Tan (49 ára). Daoyou Feng (44 ára) og Delaina Yaun (33 ára). Í Atlanta voru fórnarlömb hans: Suncha Kim (69 ára), Soon Chung Park (74 ára), Hyun Jung Grant (51 árs) og Yong Ae Yue (63 ára). Í frétt Reuters segir að Long hafi í réttarhöldunum í sumar sagt frá því að hann hafi keypt sér byssu og viskí og ætlað að svipta sig lífi vegna iðrunar sökum kynlífsfíknar sem Long sagðist þjást af. Hann sagðist þó hafa hætt við það og þess í stað skaut hann átta manns til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Árásir Robert Aaron Long, sem er 22 ára gamall, áttu sér stað í tveimur sýslum í Atlanta og því fóru tvenn málaferli fram. Þar er um að ræða Cherokee-sýslu og Fulton-sýslu. Long var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Cherokee-sýslu í sumar þegar hann játaði að hafa skotið fjóra til bana í fjöldamorði hans í mars. Nú segist hann saklaus af því að hafa skotið fjóra aðra til bana í Fulton-sýslu. Saksóknari Fulton-sýslu hefur farið fram á dauðarefsingu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Það vakti töluverða reiði vestanhafs þegar talsmaður fógeta Cherokee-sýslu sagði að Long hefði átt „mjög slæman dag“ og því hafði hann skotið fólkið til bana. Var lögregluþjónninn sagður draga úr alvarleika málsins. Þetta var á tíma þegar ofbeldi og árásir gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna jókst mjög. Sjá einnig: Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Árásin hófst í Cherokee-sýslu þar sem Long skaut fimm manns á nuddstofu, þar af af fjögur til bana. Hann keyrði svo tæpa fimmtíu kílómetra til Atlanta þar sem hann skaut þrjár konur til bana á annarri nuddstofu og þá fjórðu á einni nuddstofu til viðbótar hinu megin við götuna. Því næst keyrði Long til suðurs og segja yfirvöld að hann hafi ætlað sér að skjóta fleiri manns í Flórída. Foreldrar hans siguðu þó lögreglunni á hann eftir að þau báru kennsl á hann á myndum úr öryggismyndavélum sem lögreglan í Cherokee-sýslu birti. Foreldrar hans fylgdust með ferðum Long í gegnum síma hans og gátu vísað lögregluþjónum á hann. Fórnarlömb Long í Cherokee-sýslu voru Paul Michels (54ára, Xiaojie „Emily“ Tan (49 ára). Daoyou Feng (44 ára) og Delaina Yaun (33 ára). Í Atlanta voru fórnarlömb hans: Suncha Kim (69 ára), Soon Chung Park (74 ára), Hyun Jung Grant (51 árs) og Yong Ae Yue (63 ára). Í frétt Reuters segir að Long hafi í réttarhöldunum í sumar sagt frá því að hann hafi keypt sér byssu og viskí og ætlað að svipta sig lífi vegna iðrunar sökum kynlífsfíknar sem Long sagðist þjást af. Hann sagðist þó hafa hætt við það og þess í stað skaut hann átta manns til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira