Telur hægt að gera góða hluti fyrir landið með VG og Framsókn Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2021 14:25 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir til fundar með formönnum ríkisstjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að hægt sé að gera mjög góða hluti fyrir landið með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Nýtt kjörtímabili sé þó nýtt upphaf og breytingar gætu vel orðið á ríkisstjórn þeirra. Ríkisstjórnin hélt meirihluta sínum og jók við hann í Alþingiskosningunum sem fóru fram á laugardag. Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hittust á fundi í annað skiptið í dag í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan hálf tvö í dag. Áður en Bjarni fór inn á fundinn sagði hann Heimi Má Péturssyni, fréttamanni Stöðvar 2, að viðræður flokkanna þriggja gætu tekið þessa viku. Þær væru nú að taka „breiðu strokurnar“ og bera saman bækur sínar eftir kosningarnar. „Við vitum öll að það voru ýmis mál sem kannski reyndi á í samstarfinu sem við þurfum aðeins að ræða. Það gagnast engum að klessa bara aftur á vegg með slík mál,“ sagði Bjarni sem sagðist bjartsýnn á horfurnar á áframhaldandi samstarf flokkanna. Ef þokkaleg sátt verður á milli þeirra um stóru sýnina fyrir næstu fjögur ár gæti útfærsla á áframhaldandi samstarfi tekið við í næstu viku. „Ef ég héldi það þá væri ég ekki að fara upp tröppurnar á þennan fund. Ég held að það sé hægt að vinna með þessum flokkum og gera mjög góða hluti fyrir landið. Ég trúi því,“ sagði Bjarni þegar hann var spurður að því hvort að hann teldi að eitthvað mál gæti gert flokkunum mjög erfitt eða ómögulegt að ná samkomulagi. Vill vera hreinn og beinn Nái flokkarnir aftur saman er ekki útilokað að breytingar verði gerðar og stokkað upp í skiptingu ráðuneyta. „Mér finnst allt uppi á borðum. Við erum búin að klára kjörtímabilið. Núna hefst nýtt og þetta er nýtt upphaf þannig að það getur vel verið að það verði breytingar.“ Fleiri ríkisstjórnarmynstur eru möguleg eftir kosningarnar en Bjarni neitaði því að hann hefði heyrt í fulltrúum annarra flokka um samstarf. „Ég held að maður þurfi að vera með hausinn á einum stað í einu. Það væri engin alvara í þessu samtali ef maður væri að hugsa þannig á sama tíma. Ég vil bara vera hreinn og beinn í þessu. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Ef það gengur ekki myndi maður velta slíku fyrir sér en það er ekki inni í myndinni núna,“ sagði Bjarni áður en hann skundaði inn á fundinn. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Ríkisstjórnin hélt meirihluta sínum og jók við hann í Alþingiskosningunum sem fóru fram á laugardag. Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hittust á fundi í annað skiptið í dag í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan hálf tvö í dag. Áður en Bjarni fór inn á fundinn sagði hann Heimi Má Péturssyni, fréttamanni Stöðvar 2, að viðræður flokkanna þriggja gætu tekið þessa viku. Þær væru nú að taka „breiðu strokurnar“ og bera saman bækur sínar eftir kosningarnar. „Við vitum öll að það voru ýmis mál sem kannski reyndi á í samstarfinu sem við þurfum aðeins að ræða. Það gagnast engum að klessa bara aftur á vegg með slík mál,“ sagði Bjarni sem sagðist bjartsýnn á horfurnar á áframhaldandi samstarf flokkanna. Ef þokkaleg sátt verður á milli þeirra um stóru sýnina fyrir næstu fjögur ár gæti útfærsla á áframhaldandi samstarfi tekið við í næstu viku. „Ef ég héldi það þá væri ég ekki að fara upp tröppurnar á þennan fund. Ég held að það sé hægt að vinna með þessum flokkum og gera mjög góða hluti fyrir landið. Ég trúi því,“ sagði Bjarni þegar hann var spurður að því hvort að hann teldi að eitthvað mál gæti gert flokkunum mjög erfitt eða ómögulegt að ná samkomulagi. Vill vera hreinn og beinn Nái flokkarnir aftur saman er ekki útilokað að breytingar verði gerðar og stokkað upp í skiptingu ráðuneyta. „Mér finnst allt uppi á borðum. Við erum búin að klára kjörtímabilið. Núna hefst nýtt og þetta er nýtt upphaf þannig að það getur vel verið að það verði breytingar.“ Fleiri ríkisstjórnarmynstur eru möguleg eftir kosningarnar en Bjarni neitaði því að hann hefði heyrt í fulltrúum annarra flokka um samstarf. „Ég held að maður þurfi að vera með hausinn á einum stað í einu. Það væri engin alvara í þessu samtali ef maður væri að hugsa þannig á sama tíma. Ég vil bara vera hreinn og beinn í þessu. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Ef það gengur ekki myndi maður velta slíku fyrir sér en það er ekki inni í myndinni núna,“ sagði Bjarni áður en hann skundaði inn á fundinn.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent