Hvidovre-sjúkrahúsið hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. september 2021 12:22 Samningurinn við Hvidovre var með þriggja mánaða uppsagnarákvæði. Hvidovre Hospital Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna frá 1. janúar 2022. Undirbúningur að því að taka við rannsóknunum stendur yfir á Landspítalanum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að forsvarsmenn Hvidovre-sjúkrahússins séu reiðubúnir til að framlengja samninginn og það sé til skoðunar hjá heilsugæslunni. Framhaldið muni ráðast af því hvenær Landspítalinn verði tilbúinn til að taka við verkefninu. Mikil áhersla sé lögð á að engar truflanir verði á skimunum fyrir leghálskrabbameini en að gæði og öryggi séu tryggð á sama tíma. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tók við leghálsskimununum um áramótin en þær voru áður á höndum Krabbameinsfélags Íslands. Ekki var gengið frá samningum við Hvidovre fyrr en í febrúar og þá voru fleiri en 2.000 sýni órannsökuð. Þetta varð þess valdandi að margar konur sem sóttu skimun á fyrstu mánuðum ársins biðu í allt að fimm mánuði eftir niðurstöðum. Eftir mikla gagnrýni frá konum og sérfræðingum var ákveðið að flytja rannsóknirnar aftur heim og stefnt að því að hefja þær á Landspítalanum um áramótin. Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30 Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26 Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“. 27. ágúst 2021 10:09 Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33 Stirðlegt yfirtökuferli „gagnrýnivert“ en enginn gerður ábyrgur Fátt nýtt kemur fram í skýrslu sem Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. 11. júní 2021 17:28 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að forsvarsmenn Hvidovre-sjúkrahússins séu reiðubúnir til að framlengja samninginn og það sé til skoðunar hjá heilsugæslunni. Framhaldið muni ráðast af því hvenær Landspítalinn verði tilbúinn til að taka við verkefninu. Mikil áhersla sé lögð á að engar truflanir verði á skimunum fyrir leghálskrabbameini en að gæði og öryggi séu tryggð á sama tíma. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tók við leghálsskimununum um áramótin en þær voru áður á höndum Krabbameinsfélags Íslands. Ekki var gengið frá samningum við Hvidovre fyrr en í febrúar og þá voru fleiri en 2.000 sýni órannsökuð. Þetta varð þess valdandi að margar konur sem sóttu skimun á fyrstu mánuðum ársins biðu í allt að fimm mánuði eftir niðurstöðum. Eftir mikla gagnrýni frá konum og sérfræðingum var ákveðið að flytja rannsóknirnar aftur heim og stefnt að því að hefja þær á Landspítalanum um áramótin.
Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30 Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26 Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“. 27. ágúst 2021 10:09 Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33 Stirðlegt yfirtökuferli „gagnrýnivert“ en enginn gerður ábyrgur Fátt nýtt kemur fram í skýrslu sem Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. 11. júní 2021 17:28 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30
Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26
Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“. 27. ágúst 2021 10:09
Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33
Stirðlegt yfirtökuferli „gagnrýnivert“ en enginn gerður ábyrgur Fátt nýtt kemur fram í skýrslu sem Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. 11. júní 2021 17:28