Ólíklegt að allt verði eins og það var Samúel Karl Ólason og Snorri Másson skrifa 27. september 2021 15:57 Bjarni Benediktsson, ræddi við blaðamenn eftir fundinn í Stjórnarráðinu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ólíklegt sé að ráðuneytum verði aftur skipt á milli aðildarflokka ríkisstjórnarinnar eins og gert var eftir síðasta kjörtímabil. Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, funduðu í rúma klukkustund í Stjórnarráðinu í dag. Eftir fundinn sagði Bjarni að þetta hefði verið fyrsti fundur þeirra eftir kosningarnar um helgina. Þau hefðu rætt sína á milli niðurstöður kosninganna og stóru myndina fyrir komandi kjörtímabil. „Ég er bjartsýnn og hef góða tilfinningu,“ sagði Bjarni. „Ég sé mikil tækifæri fyrir okkur til að láta gott af okkur leiða á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagði að ekki hefði verið rætt um hvernig ætti að deila út ráðherrastólum að svo stöddu. Aðspurður hvort að ráðuneytum yrði deilt á milli flokka eins og gert var síðast sagðist Bjarni telja það ólíklegt. „Já, ég myndi segja að það væri ólíklegt að allt yrði nákvæmlega eins og það var. Við skulum sjá til,“ sagði Bjarni eftir fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir engan botn kominn í viðræður flokkanna.Vísir/Vilhelm Fóru yfir stóru málin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að fundurinn hafi gengið ágætlega. Þar hafi formennirnir hafi farið yfir stöðuna eftir kosningar og stóru viðfangsefnin fram undan. Niðurstaðan væri að hittast aftur á morgun og nýta vikuna í frekari viðræður. Aðspurð um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín að það væri ótímabært að svara þeirri spurningu. „Við ræddum stóru línurnar, þar með talin bæði einhvers konar mögulega verkaskiptingu, málefni og viðfangsefni.“ Aðspurð um það hvort hún væri til í að vera forsætisráðherra áfram sagðist hún vera tilbúin í það hér eftir sem hingað til. Óheppilegt ástand Aðspurður um endurtalningu sem fara mun fram í tveimur kjördæmum sagði Bjarni ástandið óheppilegt. Að öðru leyti sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Hann sagðist vera eins og hver annar, að fylgjast með því sem þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninga hafa um það að segja. „Ef í ljós kemur með afgerandi hætti að lögum hafi ekki verið fylgt eftir, þá skal ég svo sannarlega tjá mig,“ sagði Bjarni. Hann sagðist þó telja ólíklegt að talningin myndi hafa áhrif á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þá sagði hann þau vilja nokkra daga til að ræða saman. Þessa viku til að kanna hvort þau eigi samleið málefnalega og svo í kjölfarið nokkrar vikur til að mögulega skrifa stjórnarsáttmála. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, funduðu í rúma klukkustund í Stjórnarráðinu í dag. Eftir fundinn sagði Bjarni að þetta hefði verið fyrsti fundur þeirra eftir kosningarnar um helgina. Þau hefðu rætt sína á milli niðurstöður kosninganna og stóru myndina fyrir komandi kjörtímabil. „Ég er bjartsýnn og hef góða tilfinningu,“ sagði Bjarni. „Ég sé mikil tækifæri fyrir okkur til að láta gott af okkur leiða á kjörtímabilinu.“ Bjarni sagði að ekki hefði verið rætt um hvernig ætti að deila út ráðherrastólum að svo stöddu. Aðspurður hvort að ráðuneytum yrði deilt á milli flokka eins og gert var síðast sagðist Bjarni telja það ólíklegt. „Já, ég myndi segja að það væri ólíklegt að allt yrði nákvæmlega eins og það var. Við skulum sjá til,“ sagði Bjarni eftir fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir engan botn kominn í viðræður flokkanna.Vísir/Vilhelm Fóru yfir stóru málin Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að fundurinn hafi gengið ágætlega. Þar hafi formennirnir hafi farið yfir stöðuna eftir kosningar og stóru viðfangsefnin fram undan. Niðurstaðan væri að hittast aftur á morgun og nýta vikuna í frekari viðræður. Aðspurð um skiptingu ráðuneyta sagði Katrín að það væri ótímabært að svara þeirri spurningu. „Við ræddum stóru línurnar, þar með talin bæði einhvers konar mögulega verkaskiptingu, málefni og viðfangsefni.“ Aðspurð um það hvort hún væri til í að vera forsætisráðherra áfram sagðist hún vera tilbúin í það hér eftir sem hingað til. Óheppilegt ástand Aðspurður um endurtalningu sem fara mun fram í tveimur kjördæmum sagði Bjarni ástandið óheppilegt. Að öðru leyti sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Hann sagðist vera eins og hver annar, að fylgjast með því sem þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninga hafa um það að segja. „Ef í ljós kemur með afgerandi hætti að lögum hafi ekki verið fylgt eftir, þá skal ég svo sannarlega tjá mig,“ sagði Bjarni. Hann sagðist þó telja ólíklegt að talningin myndi hafa áhrif á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þá sagði hann þau vilja nokkra daga til að ræða saman. Þessa viku til að kanna hvort þau eigi samleið málefnalega og svo í kjölfarið nokkrar vikur til að mögulega skrifa stjórnarsáttmála. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira