Bubbi segist niðurbrotinn enda traustið horfið Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2021 13:21 Bubba Morthens er ekki skemmt. Hann er yfir sig hneykslaður og í raun niðurbrotinn maður vegna kosningaklúðursins. vísir/vilhelm Bubbi Morthens tónlistarmaður, sá sem sagður hefur verið í hvað bestum tengslum allra við sjálfa þjóðarsálina með verkum sínum, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki lengur treysta kosningakerfinu á Íslandi. „Traustið er horfið,“ segir Bubbi. Honum var mikið niðri fyrir þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann um talningarklúðrið sem skekið hefur þjóðina í gærkvöldi og í dag. Bubbi sagðist vart eiga til orð í eigu sinni um þennan gjörning allan. „Þetta er orðið algjört … aumingjaþjóðfélag. Ég hef trúað ýmsu upp á Íslendinga en ég hefði ekki trúað því að óreyndu uppá okkur að við gætum ekki haldið kosningar í þessu samfélagi. Ég verð að segja það. Ég er niðurbrotinn.“ „Ég er eiginlega orðlaus“ Bubbi segist í gegnum tíðina hafa upplifað eitt og annað og orðið vitni að ýmsu; tali um spillingu, samtryggingu, einkavinavæðingu og allt það. „En ég hefði aldrei trúað að þetta myndi raungerast með þessum hætti. Hélt að kosningarnar væru eitthvað sem mætti treysta.“ Tónlistarmaðurinn lýsir því forviða að einhverjir menn stígi fram og lýsi því yfir að þeir séu jú klárlega að brjóta lög, en það hafi þeir alltaf gert og fyrir því væri komin hefð. „Hvar annars staðar í hinum siðmenntaða heimi nema á Íslandi kæmi svona fram og það er ekki einn þungavigtarmaður í íslenskri pólitík þannig séð sem stígur fram og segir: Þetta er ekki boðlegt. Það þarf að kjósa aftur og ég er búinn að missa trúna á hvernig við stöndum að kosningum. Ég á ekki orð, þó að ég sé með eitthvað gaspur. Ég er eiginlega orðlaus.“ Hvar eru formenn stjórnarflokkanna? Og Bubba rekur hreinlega í vörðurnar sem ekki gerist oft. Hann segist sannarlega ekki einn um að vera ofboðið og þetta sama myndi John Lennon segja ef hann væri á lífi. „Þetta er algjörlega fáránlegt, þetta fyrirkomulag sem við búum við hér á landi,“ segir Bubbi sem lýsir því að hann hafi ekki fattað í fyrstu hversu alvarlegt málið var. Svo yfirgengilegt sé þetta. Hann telur einsýnt að það þurfi að skera allt fyrirkomulagið upp. Sjálfur vill hann tala fyrir persónukjöri. Þá segir hann að mismunandi vægi atkvæða, til dæmis, sé í raun rót spillingar. Með ólíkindum að það skuli líðast. „Að það skuli viðgangast á tímum snjallsíma er gjörsamlega galið. Og ef einhvern tíma þetta hefur komið átakanlega í ljós þá er það í þessum kosningum. En að einhver maður telji sig þess umkominn að hefja endurtalningu upp á eigin spýtur án þess að ræða við nokkurn þann sem telur sér málið skylt, og telji sig ekki þurfa að fara að lögum?!“ segir Bubbi og er búinn að finna orð sín aftur: „Og enginn stígur fram nema gamli karatemeistarinn Karl Gauti Hjartason sem kærir! Að formenn flokkanna hafi ekki stigið fram og sagt, þetta er ekki í lagi, það slær mig illa. Þá fer maður að hugsa: Eru þau bara kampakát og glöð með þetta? Af því að það hentar í það skiptið?“ Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. 27. september 2021 10:26 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
„Traustið er horfið,“ segir Bubbi. Honum var mikið niðri fyrir þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann um talningarklúðrið sem skekið hefur þjóðina í gærkvöldi og í dag. Bubbi sagðist vart eiga til orð í eigu sinni um þennan gjörning allan. „Þetta er orðið algjört … aumingjaþjóðfélag. Ég hef trúað ýmsu upp á Íslendinga en ég hefði ekki trúað því að óreyndu uppá okkur að við gætum ekki haldið kosningar í þessu samfélagi. Ég verð að segja það. Ég er niðurbrotinn.“ „Ég er eiginlega orðlaus“ Bubbi segist í gegnum tíðina hafa upplifað eitt og annað og orðið vitni að ýmsu; tali um spillingu, samtryggingu, einkavinavæðingu og allt það. „En ég hefði aldrei trúað að þetta myndi raungerast með þessum hætti. Hélt að kosningarnar væru eitthvað sem mætti treysta.“ Tónlistarmaðurinn lýsir því forviða að einhverjir menn stígi fram og lýsi því yfir að þeir séu jú klárlega að brjóta lög, en það hafi þeir alltaf gert og fyrir því væri komin hefð. „Hvar annars staðar í hinum siðmenntaða heimi nema á Íslandi kæmi svona fram og það er ekki einn þungavigtarmaður í íslenskri pólitík þannig séð sem stígur fram og segir: Þetta er ekki boðlegt. Það þarf að kjósa aftur og ég er búinn að missa trúna á hvernig við stöndum að kosningum. Ég á ekki orð, þó að ég sé með eitthvað gaspur. Ég er eiginlega orðlaus.“ Hvar eru formenn stjórnarflokkanna? Og Bubba rekur hreinlega í vörðurnar sem ekki gerist oft. Hann segist sannarlega ekki einn um að vera ofboðið og þetta sama myndi John Lennon segja ef hann væri á lífi. „Þetta er algjörlega fáránlegt, þetta fyrirkomulag sem við búum við hér á landi,“ segir Bubbi sem lýsir því að hann hafi ekki fattað í fyrstu hversu alvarlegt málið var. Svo yfirgengilegt sé þetta. Hann telur einsýnt að það þurfi að skera allt fyrirkomulagið upp. Sjálfur vill hann tala fyrir persónukjöri. Þá segir hann að mismunandi vægi atkvæða, til dæmis, sé í raun rót spillingar. Með ólíkindum að það skuli líðast. „Að það skuli viðgangast á tímum snjallsíma er gjörsamlega galið. Og ef einhvern tíma þetta hefur komið átakanlega í ljós þá er það í þessum kosningum. En að einhver maður telji sig þess umkominn að hefja endurtalningu upp á eigin spýtur án þess að ræða við nokkurn þann sem telur sér málið skylt, og telji sig ekki þurfa að fara að lögum?!“ segir Bubbi og er búinn að finna orð sín aftur: „Og enginn stígur fram nema gamli karatemeistarinn Karl Gauti Hjartason sem kærir! Að formenn flokkanna hafi ekki stigið fram og sagt, þetta er ekki í lagi, það slær mig illa. Þá fer maður að hugsa: Eru þau bara kampakát og glöð með þetta? Af því að það hentar í það skiptið?“
Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. 27. september 2021 10:26 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09
Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. 27. september 2021 10:26