„Hryllileg rússíbanareið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2021 19:59 Jóhann Páll segist spenntur fyrir því að taka sæti á Alþingi, með þeim fyrirvara að hann sé raunverulega að fara að taka umrætt sæti. „Þetta er hryllileg rússíbanareið sem þetta jöfnunarsætakerfi býr til,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, sem nú er orðinn jöfnunarþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, eftir að endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi breytti stöðunni varðandi jöfnunarþingmenn víða um land. Jóhann Páll kemur inn sem jöfnunarmaður á kostnað Píratans Lenyu Rúnar Taha Karim, sem dettur út. Samflokkskona Jóhanns Páls, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, dettur þá út í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna. Jóhann Páll segir mikinn missi af Rósu Björk. „Hún hefur verið einhver sterkasti talsmaður róttækra loftslagsaðgerða og mannréttinda á Alþingi undanfarin ár,“ segir Jóhann Páll. Kosningavakan ekki búin Jóhann Páll, sem í morgun leit svo á að hann væri ekki á leiðinni inn á þing, segist tilbúinn og spenntur fyrir því verkefni sem hann stendur nú frammi fyrir, að taka sæti á Alþingi Íslendinga. „Ég segi þetta með þeim fyrirvara að það getur auðvitað enn þá allt gerst. Hvort það fari einhver hringekja aftur af stað, maður veit aldrei.“ Hann segist hafa verið búinn að sætta sig við að ekkert yrði af þingmennskunni, þegar tölur lágu fyrir í morgun. „Ég var nú búinn að gera ráð fyrir því að vera í fósturstellingu yfir helgina og reyna svo að snúa mér að einhverju öðru, en þetta breytir svolítið leiknum,“ segir Jóhann Páll. Hann kveðst þá ekki alveg þora því að taka fyrirliggjandi upplýsingar fullkomlega gildar, og gerir allt eins ráð fyrir því að staðan breytist enn. Í því samhengi má benda á að Vinstri græn hafa beðið um endurtalningu í Suðurkjördæmi, þar sem litlu mátti muna að flokkurinn fengi inn kjördæmakjörinn mann. Yfirkjörstjórn mun taka afstöðu til beiðninnar á morgun. „Ég ætla að anda með nefinu og líta svo á að kosningavakan standi enn yfir,“ segir Jóhann Páll. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Jóhann Páll kemur inn sem jöfnunarmaður á kostnað Píratans Lenyu Rúnar Taha Karim, sem dettur út. Samflokkskona Jóhanns Páls, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, dettur þá út í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna. Jóhann Páll segir mikinn missi af Rósu Björk. „Hún hefur verið einhver sterkasti talsmaður róttækra loftslagsaðgerða og mannréttinda á Alþingi undanfarin ár,“ segir Jóhann Páll. Kosningavakan ekki búin Jóhann Páll, sem í morgun leit svo á að hann væri ekki á leiðinni inn á þing, segist tilbúinn og spenntur fyrir því verkefni sem hann stendur nú frammi fyrir, að taka sæti á Alþingi Íslendinga. „Ég segi þetta með þeim fyrirvara að það getur auðvitað enn þá allt gerst. Hvort það fari einhver hringekja aftur af stað, maður veit aldrei.“ Hann segist hafa verið búinn að sætta sig við að ekkert yrði af þingmennskunni, þegar tölur lágu fyrir í morgun. „Ég var nú búinn að gera ráð fyrir því að vera í fósturstellingu yfir helgina og reyna svo að snúa mér að einhverju öðru, en þetta breytir svolítið leiknum,“ segir Jóhann Páll. Hann kveðst þá ekki alveg þora því að taka fyrirliggjandi upplýsingar fullkomlega gildar, og gerir allt eins ráð fyrir því að staðan breytist enn. Í því samhengi má benda á að Vinstri græn hafa beðið um endurtalningu í Suðurkjördæmi, þar sem litlu mátti muna að flokkurinn fengi inn kjördæmakjörinn mann. Yfirkjörstjórn mun taka afstöðu til beiðninnar á morgun. „Ég ætla að anda með nefinu og líta svo á að kosningavakan standi enn yfir,“ segir Jóhann Páll.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira