Skoðun

Afglapavæðing umræðunnar

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Á líðandi kjörtímabili hefur farið fram ítrekuð umræða um meinta refsigleði gagnvart þeim sem gripnir eru með neysluskammta fíkniefna. Í tilfinningaþrungnum á Alþingi var dregin upp sú mynd að veikir einstaklingar væru fangelsaðir fyrir að hafa undir höndum neysluskammta. Undirritaður hélt því fram í umræðunni að refsingar við að hafa undir höndum neysluskammta fíkniefna að þær væru í takt við refsingar við því að aka of hratt á t.d á Kjalarnesi. Á dögunum fékk greinarhöfundur svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn undirritaðs um refsingar vegna vörslu fíkniefna. Greinarhöfundi finnst einfaldast að birta svar ráðherra við fyrirspurninni. Fyrirspurnin laut að refsingum vegna vörslu fíkniefna undanfarin ár. Svarið er fært að formi miðilsins en má líka sjá á vef Alþingis á þingskjali 1923/842. mál og hljóðar svo:

Óskað var upplýsinga frá embætti ríkissaksóknara til að svara fyrirspurninni og eru svörin eftirfarandi.

1. Hversu margir afplána nú dóma í fangelsi vegna vörslu neysluskammta fíkniefna? Enginn afplánar nú dóm í fangelsi vegna vörslu neysluskammta fíkniefna.

2. Hversu margir voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna árlega árin 2010–2020? Enginn hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir vörslur neysluskammta fíkniefna á umræddu tímabili.

3. Hver eru algengustu viðurlög við vörslu neysluskammta fíkniefna: a. fyrir fyrsta brot,

Sekt. b. vegna ítrekaðra brota?Sekt.

4. Hversu margir hlutu dóma fyrir ölvun á almannafæri, sbr. 21. gr. áfengislaga, nr. 75/1998, árlega árin 2010–2020? Enginn hefur hlotið dóm fyrir ölvun á almannafæri á umræddu tímabili.

5. Hver eru algengustu viðurlög við brotum á 21. gr. áfengislaga? Sektir.

Greinarhöfundur lætur lesendum eftir að meta hvort á Íslandi sé mikil refsigleði vegna vörslu neysluskammta fíkniefna.

Höfundur er þingmaður Miðflokksins. 




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×