Varð ekkert var við bílinn sem keyrði út af í símamyndbandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 18:50 Guðmundur Franklín varð ekki var við það þegar bíllinn keyrði út af fyrir aftan hann. Vísir „Þetta var allt Glúmi að kenna. Bílstjórinn hefur séð hann og ekki trúað eigin augum,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksin, um myndband sem hann tók á ferðalagi um landið vegna Alþingiskosninganna. Á myndbandinu sést bíll keyra út af veginum og hvorki Guðmundur né Glúmur Baldvinsson, frambjóðandi flokksins urðu varir við nokkuð. „Við tókum ekkert eftir þessu. Ef við hefðum séð hann keyra út af hefðum við farið og athugað ástandið. Guð minn góður, ég þarf að horfa á þetta á eftir“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu og kannaðist ekkert við þetta. Guðmundur tók myndbandið upp þegar þeir Glúmur Baldvinsson og sonur Guðmundar voru á ferð um landið í síðustu viku í tilefni Alþingiskosninga. Myndbandið er tekið upp í Skagafirði á síma Guðmundar þegar bíll sést óvænt fara út af veginum í afturglugganum. Segir flokkinn hafa verið beittan ofbeldi af fjölmiðlum Guðmundur segir stemninguna í flokknum mjög góða svo stuttu fyrir kosningar. Hann sé þó ósáttur með að flokkurinn hafi ekki fengið næga umfjöllun í aðdraganda kosninganna. „Við höfum bara verið beittir ofbeldi, af Morgunblaðinu til dæmis og öðrum fréttamiðlum. Það hefur ekkert verið fjallað um okkur en samt veit fólk um okkur. Þetta hefur verið og ég held að þegar fólk fer að tala um það úti í bæ þá líki fólki ekki við það. Fólk sér í gegn um svona bolabrögð,“ segir Guðmundur. Ástæðuna telur Guðmundur vilja flokksins til að breyta kvótakerfinu. Guðmundur Franklín fær sviðið í kappræðum á RÚV í kvöld. Hann stefnir á að sveifla til sín atkvæðum á lokasprettinum.Vísir/Vilhelm „Þá hatar Morgunblaðið okkur og Samherji og allt þetta lið. En þetta er allt í lagi, við erum komin til þess að vera og það er bara gaman að standa í þessu og mannbætandi.“ Kosningabaráttan hafi einkennst af þöggun. „Algerri þöggun, sem er ofbeldi, það er eins og að segja ekki fréttir eru falsfréttir. En við erum glimrandi ánægð með kosningabaráttuna sem slíka en við erum ótrúlega óánægð með Morgunblaðið og Fréttablaðið. En það er einkablað og við getum ekki sett út á það en Morgunblaðið, þó það sé einka þá er það allt komið á ríkisstyrki núna. Eftir að við fórum að tala um kvóta frysti Morgunblaðið okkur úti algerlega í umræðunni um stjórnmálaflokka,“ segir Guðmundur. „Þó við værum tíundi flokkurinn, þó við værum inni og þó það væri allt hundrað prósent klárt þá var bara eins og það væru níu flokkar í framboði hjá þeim og þeir birtu ekki greinar frá okkur, birtu ekki fréttatilkynningar. Þannig að við erum ekki parhrifnir af Morgunblaðinu.“ Í nýjustu könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis mældist Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með 0,8% fylgi. Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Skagafjörður Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Á myndbandinu sést bíll keyra út af veginum og hvorki Guðmundur né Glúmur Baldvinsson, frambjóðandi flokksins urðu varir við nokkuð. „Við tókum ekkert eftir þessu. Ef við hefðum séð hann keyra út af hefðum við farið og athugað ástandið. Guð minn góður, ég þarf að horfa á þetta á eftir“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu og kannaðist ekkert við þetta. Guðmundur tók myndbandið upp þegar þeir Glúmur Baldvinsson og sonur Guðmundar voru á ferð um landið í síðustu viku í tilefni Alþingiskosninga. Myndbandið er tekið upp í Skagafirði á síma Guðmundar þegar bíll sést óvænt fara út af veginum í afturglugganum. Segir flokkinn hafa verið beittan ofbeldi af fjölmiðlum Guðmundur segir stemninguna í flokknum mjög góða svo stuttu fyrir kosningar. Hann sé þó ósáttur með að flokkurinn hafi ekki fengið næga umfjöllun í aðdraganda kosninganna. „Við höfum bara verið beittir ofbeldi, af Morgunblaðinu til dæmis og öðrum fréttamiðlum. Það hefur ekkert verið fjallað um okkur en samt veit fólk um okkur. Þetta hefur verið og ég held að þegar fólk fer að tala um það úti í bæ þá líki fólki ekki við það. Fólk sér í gegn um svona bolabrögð,“ segir Guðmundur. Ástæðuna telur Guðmundur vilja flokksins til að breyta kvótakerfinu. Guðmundur Franklín fær sviðið í kappræðum á RÚV í kvöld. Hann stefnir á að sveifla til sín atkvæðum á lokasprettinum.Vísir/Vilhelm „Þá hatar Morgunblaðið okkur og Samherji og allt þetta lið. En þetta er allt í lagi, við erum komin til þess að vera og það er bara gaman að standa í þessu og mannbætandi.“ Kosningabaráttan hafi einkennst af þöggun. „Algerri þöggun, sem er ofbeldi, það er eins og að segja ekki fréttir eru falsfréttir. En við erum glimrandi ánægð með kosningabaráttuna sem slíka en við erum ótrúlega óánægð með Morgunblaðið og Fréttablaðið. En það er einkablað og við getum ekki sett út á það en Morgunblaðið, þó það sé einka þá er það allt komið á ríkisstyrki núna. Eftir að við fórum að tala um kvóta frysti Morgunblaðið okkur úti algerlega í umræðunni um stjórnmálaflokka,“ segir Guðmundur. „Þó við værum tíundi flokkurinn, þó við værum inni og þó það væri allt hundrað prósent klárt þá var bara eins og það væru níu flokkar í framboði hjá þeim og þeir birtu ekki greinar frá okkur, birtu ekki fréttatilkynningar. Þannig að við erum ekki parhrifnir af Morgunblaðinu.“ Í nýjustu könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis mældist Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með 0,8% fylgi.
Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Skagafjörður Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira