Allt sem við getum gert, höfum við efni á Jökull Sólberg skrifar 24. september 2021 13:00 Er raunhæft að lyfta öllum og t.d. eyða fátækt? Hvernig höfum við efni á því? Stærsta lygi nýfrjálshyggjunnar er að auðlindaþjóð hafi ekki efni á velsæld fyrir alla og að það taki því ekki að dreifa auði – að fátækt sé eðlileg og jafnvel nauðsynleg. Þessi agnarsmáa þjóð með þessi gígantísku verðmæti í formi útflutningsvænna auðlinda, risavaxina virkjana og blómstrandi hugvits- og menningargeira — að hún hafi ekki efni á meiri velsæld og jöfnuði er stærsta lygin sem okkur hefur verið sögð. Tvennskonar áskoranir eru framundan fyrir ríkisfjármálin ef við ætlum að byggja undir velsæld allra og taka umhverfismálin föstum tökum. Annarsvegar þarf að stöðva lekann á skattheimtu og snúa við þeirri þróun sem fór af stað um árið 1993. Þá tók skattbyrði að aukast á lægstu tekjutíundir og efsta prósentið var gefin leið til að draga úr sinni byrði niðurfyrir aðrar tekjutíundir. Nú er staðan sú að t.d. eiga um 8 af hverjum 10 fötluðum erfitt með að ná endum saman hver mánaðarmót skv. svartri skýrslu Öryrkjabandalagsins sem nýlega kom út. Grimmur leigumarkaður og gegndarlausar hækkanir á húsnæðisverði hafa étið upp þá kaupmáttaraukningu sem þessu fólki er sagt að það eigi að vera þakklátt fyrir. Til að tryggja stöðu og reisn fólksins í þjóðfélaginu þarf ekki að fara svo langt aftur í tímann hvað varðar skattkerfisbreytingar. Ef við eflum skattrannsóknir, komum á stóreignaskatti, hækkum fjármagnstekjuskatt svo hann sé til jafns við hæsta tekjuskattsþrep o.s.fv. ... þ.e.a.s vindum ofan af vitleysunni, þá mun rata um 5% af þjóðarframleiðslunni í sjóði ríkisins ofan á það sem skattlagt er nú þegar — og það á sama tíma og skattbyrði neðstu tekjutíunda sé minnkuð til muna. Þegar skattheimtulekinn hefur verið stöðvaður þarf enn meiri fjármuni af hendi ríkisins í að berjast við vá okkar tíma sem er loftslagsváin. Til þess þarf vissulega kerfisbreytingar- og hugsun til lengri tíma. En til skamms tíma þarf einnig stóran kúf af ríkisútgjöldum og fjárfestingum í nýjum innviðum, grænna húsnæði, endurhugsun á samgöngum og skipulagi, vistvænni samgöngutæki, umbreytingar í landbúnaði og stórsókn í landgræðslu. Hér nægja ekki skattkerfisbreytingarnar einar og sér heldur þarf „stríðstímafjármál“. Keynes, frægasti og virtasti hagfræðingur allra tíma, lagði til að á stundum sem þessum sem koma cirka einu sinni á öld, þá þurfi samstillt átak til að tryggja fjármálastöðugleika þegar ríkið tekur til sín aðföng hagkerfisins í sterku umboði fólksins. Rétt eins og ríkið tók til sín stálframleiðslu og vinnuaflann fyrir stríðið þarf ríkið nú að tryggja að ákveðin aðföng hagkerfisins og gjaldeyrisins verði nýttur í þessar grænu fjárfestingar og atvinnuvegauppbyggingu. Keynes hvatti okkur til að horfa framhjá tæknilegum hindrunum sem fjármálakerfið setur fyrir okkur - og horfa frekar til raunhagkerfisins; fólksins, auðlindanna og framleiðslugetunnar. Ef næsta ríkisstjórn fær ekki skýrt umboð til að skilgreina þennan tímapunkt í sögunni sem viðsnúning í átt að sósíalisma og baráttu gegn loftslagshamförum verður ómögulegt að byggja upp þjóðfélag eftir væntingum allra, þ.á.m. ungs fólks sem hefur réttmætar áhyggjur af aðgerðarleysinu í loftslagsmálum fram að þessu. Þeir flokkar sem skora hátt með sína loftslagsstefnu, en ætla ekki að láta kné fylgja kviði í ríkisfjármálum ættu að vera látnir svara til ungu kynslóðarinnar fyrir það hvernig á að fara að þessu án sósíalískrar nálgunar á ríkisfjármál. Allt sem við getum gert, höfum við efni á. Það er bara spurning hver hefur umboðið og þorið til að bregðast við. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jökull Sólberg Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Sjá meira
Er raunhæft að lyfta öllum og t.d. eyða fátækt? Hvernig höfum við efni á því? Stærsta lygi nýfrjálshyggjunnar er að auðlindaþjóð hafi ekki efni á velsæld fyrir alla og að það taki því ekki að dreifa auði – að fátækt sé eðlileg og jafnvel nauðsynleg. Þessi agnarsmáa þjóð með þessi gígantísku verðmæti í formi útflutningsvænna auðlinda, risavaxina virkjana og blómstrandi hugvits- og menningargeira — að hún hafi ekki efni á meiri velsæld og jöfnuði er stærsta lygin sem okkur hefur verið sögð. Tvennskonar áskoranir eru framundan fyrir ríkisfjármálin ef við ætlum að byggja undir velsæld allra og taka umhverfismálin föstum tökum. Annarsvegar þarf að stöðva lekann á skattheimtu og snúa við þeirri þróun sem fór af stað um árið 1993. Þá tók skattbyrði að aukast á lægstu tekjutíundir og efsta prósentið var gefin leið til að draga úr sinni byrði niðurfyrir aðrar tekjutíundir. Nú er staðan sú að t.d. eiga um 8 af hverjum 10 fötluðum erfitt með að ná endum saman hver mánaðarmót skv. svartri skýrslu Öryrkjabandalagsins sem nýlega kom út. Grimmur leigumarkaður og gegndarlausar hækkanir á húsnæðisverði hafa étið upp þá kaupmáttaraukningu sem þessu fólki er sagt að það eigi að vera þakklátt fyrir. Til að tryggja stöðu og reisn fólksins í þjóðfélaginu þarf ekki að fara svo langt aftur í tímann hvað varðar skattkerfisbreytingar. Ef við eflum skattrannsóknir, komum á stóreignaskatti, hækkum fjármagnstekjuskatt svo hann sé til jafns við hæsta tekjuskattsþrep o.s.fv. ... þ.e.a.s vindum ofan af vitleysunni, þá mun rata um 5% af þjóðarframleiðslunni í sjóði ríkisins ofan á það sem skattlagt er nú þegar — og það á sama tíma og skattbyrði neðstu tekjutíunda sé minnkuð til muna. Þegar skattheimtulekinn hefur verið stöðvaður þarf enn meiri fjármuni af hendi ríkisins í að berjast við vá okkar tíma sem er loftslagsváin. Til þess þarf vissulega kerfisbreytingar- og hugsun til lengri tíma. En til skamms tíma þarf einnig stóran kúf af ríkisútgjöldum og fjárfestingum í nýjum innviðum, grænna húsnæði, endurhugsun á samgöngum og skipulagi, vistvænni samgöngutæki, umbreytingar í landbúnaði og stórsókn í landgræðslu. Hér nægja ekki skattkerfisbreytingarnar einar og sér heldur þarf „stríðstímafjármál“. Keynes, frægasti og virtasti hagfræðingur allra tíma, lagði til að á stundum sem þessum sem koma cirka einu sinni á öld, þá þurfi samstillt átak til að tryggja fjármálastöðugleika þegar ríkið tekur til sín aðföng hagkerfisins í sterku umboði fólksins. Rétt eins og ríkið tók til sín stálframleiðslu og vinnuaflann fyrir stríðið þarf ríkið nú að tryggja að ákveðin aðföng hagkerfisins og gjaldeyrisins verði nýttur í þessar grænu fjárfestingar og atvinnuvegauppbyggingu. Keynes hvatti okkur til að horfa framhjá tæknilegum hindrunum sem fjármálakerfið setur fyrir okkur - og horfa frekar til raunhagkerfisins; fólksins, auðlindanna og framleiðslugetunnar. Ef næsta ríkisstjórn fær ekki skýrt umboð til að skilgreina þennan tímapunkt í sögunni sem viðsnúning í átt að sósíalisma og baráttu gegn loftslagshamförum verður ómögulegt að byggja upp þjóðfélag eftir væntingum allra, þ.á.m. ungs fólks sem hefur réttmætar áhyggjur af aðgerðarleysinu í loftslagsmálum fram að þessu. Þeir flokkar sem skora hátt með sína loftslagsstefnu, en ætla ekki að láta kné fylgja kviði í ríkisfjármálum ættu að vera látnir svara til ungu kynslóðarinnar fyrir það hvernig á að fara að þessu án sósíalískrar nálgunar á ríkisfjármál. Allt sem við getum gert, höfum við efni á. Það er bara spurning hver hefur umboðið og þorið til að bregðast við. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun