Sala Íslands, fullveldið, EES-samningurinn og bókun 35 Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar 23. september 2021 14:30 Það er vel þekkt í þriðja heiminum að önnur ríki, stórfyrirtæki og jafnvel einstaklingar nái tökum á stjórn vanþróaðra ríkja. Til að koma í veg fyrir þetta hafa lönd og ríkjasambönd leitast við að tryggja samstöðu og sama á við um hernaðarbandalög. Hitt er sjaldgæfara að stofnað sé til hernaðarbandalaga til að taka yfir önnur lönd þó Sovétríkin og Varsjárbandalagið hafi reyndar verið með slík heimsyfirráð í stefnuskrám sínum. Skömmu eftir gildistöku laga nr. 2/1993 um EES-samninginn fór að gæta að miklum vandamálum innan íslenskrar stjórnsýslu við innleiðingar á tilskipunum sem rötuðu með misgáfulegum hætti í íslenska löggjöf. Varð það til þess að þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, setti á laggirnar nefnd til að fara yfir öll ósköpin. Nefndina skipuðu hæstaréttarlögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson, formaður, þáverandi ráðuneytisstjóri, Árni Kolbeinsson og dr. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor. Skilaði nefndin af sér árið 1998. Niðurstaða nefndarinnar er að hingað höfðu streymt reglugerðir og tilsvarandi tilskipanir um hríð frá Brussel sem enga lagastoð höfðu en í þeim sumum var fjallað um refsingar sem hvergi var að finna stafkrók um í íslenskri löggjöf. Svo var hitt að, sem var öllu verra þó hið fyrra hafi verið mjög slæmt, er að þessar reglugerðir og tilskipanir voru innleidd í íslenska löggjöf sem gerði íslenskum þegnum og fyrirtækjum að uppfylla strangari skilyrði en aðrir innan hins evrópska efnahagssvæðis (EES). Þar segir m.a.: ,,Með því að ákveða í settum lögum á Íslandi almenna útboðsskyldu á Evrópska efnahagssvæðinu fyrir opinbera þjónustusamninga sem fara yfir tiltekin stærðarmörk, án þess að undanskilja skyldunni þá samninga sem undan eru skildir í þeirri tilskipun sem um þetta fjallar, höfum við orðið „kaþólskari en páfinn“, án þess að séð verði að slíkt hafi vakað fyrir nokkrum manni. Er alveg ljóst, að ráðherra er óheimilt að ákveða með almennum stjórnvaldsfyrirmælum undanþágur frá útboðsskyldunni hafi honum ekki verið fengin til þess sérstök lagaheimild.“. Þetta fyrirkomulag erum við Íslendingar farnir að þekkja nokkuð vel. Í bókun 35, sem á sér stoð í 3. gr. EES samningsins (lög nr. 2/1993), segir að stefnt sé að einsleitu Evrópsku efnahagssvæði sem byggist á sameiginlegum reglum, án þess að samningsaðila sé gert að framselja löggjafarvald til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins. Í síðari hluta bókunarinnar segir: „Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra (sic) settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum.“. Framangreindir nefndarmenn fullyrtu að ekki verði betur séð en þessi síðari hluti bókunarinnar sé ósamrýmanlegur fyrri hluta bókunarinnar. Hver er ástæðan? Ástæðan er sú að lagaákvæði, sem kvæði á um að EES-reglur gangi framar reglum landsréttar, felur í sér framsal löggjafavalds. Því hefur þessi síðari hluti ekki mikið efnislegt gildi. Í skýrslu starfshóps um EES-samstarfið, sem skilaði af sér til utanríkisráðherra skýrslu í september 2019, segir að áminningarbréf (e. letter of formal notice) hafi borist Íslandi frá ESA 13. desember 2017 og fundið að því hvernig staðið væri að framkvæmd eða innleiðingu bókunnar 35 af íslenskum dómstólum. Brást utanríkisráðherra við þessu með því að skipa starfshóp 22. maí 2018 til að meta hvort athugasemdir stofnunarinnar kalli á endurskoðun 3. gr. laga nr. 2/1993 um EES samninginn. Í þessum starfshóp sátu lögfræðingarnir Stefán Geir Þórisson, formaður, Bryndís Helgadóttir, Kristján Andri Sveinsson, Margrét Einarsdóttir og Páll Þórhallsson. Skilaði starfshópurinn skýrslu og tillögum 3. ágúst 2018. Niðurstaðan var m.a. sú að 3. gr. laga nr. 2/1993 uppfylli ekki þær þjóðarréttarlegu skuldbindingar sem mælt er fyrir um í bókun 35. Sagt er: ,,Starfshópurinn „telur“ einu raunhæfu leiðina að leita eftir viðeigandi breytingum á lögunum.“. Markmiðið, skv. áliti starfshópsins, sé að þannig megi koma á móts við athugasemdir ESA í áminningarbréfinu og þannig yrði ,,samningsbrotamál væntanlega“ úr sögunni. Það er því engin vissa fyrir því. Því er ekki séð, sé litið út frá þessu efni m.t.t. dómsvaldsins, að um sé að ræða óleyst mál milli Eftirlitsstofnunar EFTA og íslenskra stjórnvalda. Svo er áréttað að í 3. gr. EES-samningsins er kveðið á um trúnaðarskyldur samningsaðila og að þær hvíli á öllum handhöfum ríkisvalds. Samningsaðilar skuli því gera allar viðeigandi almennar eða sérstakar ráðstafanir til að tryggja að staðið verði við þær skuldbindingar sem af EES-samningnum leiðir. Þeir skulu varast ráðstafanir sem teflt geta því í tvísýnu að markmiðum samningsins verði náð. Þeir sem unnu skýrslu starfshóps um EES-samstarfið, sem unnin var fyrir Alþingi að beiðni utanríkisráðherra, voru; Björn Bjarnason, Kristrún Heimisdóttir og Bergþóra Halldórsdóttir. Nutu þau aðstoðar Gauks Jörundssonar lögfræðings. Í lokaorðum V. kafla segir: ,,Hér hefur verið tekið saman efni sem sýnir að á vettvangi framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins og dómsvaldsins hefur verið gripið til athugana og aðgerða til að laga starfsemi þessara greina ríkisvaldsins að nýjum kröfum vegna aðildar að lagasamstarfinu sem er grundvöllur EES-aðildarinnar og lykillinn að því að tryggð sé hindrunarlaus aðild Íslands að sameiginlega markaðnum í krafti fjórfrelsisins.“. Hér er ekki betur séð en hópurinn kalli eftir því að við föllum fjórum fótum fyrir framan ESA í þessu máli. Þar bresta krosstré sem önnur tré. Hvorki má í þessum skýrslutexta lesa mikla sjálfstæðisbaráttu né framsókn til fullveldis. Hins vegar má lesa úr dómum Hæstaréttar Íslands að lög nr. 2/1993 um EES hafi sömu stöðu og almenn lög (sbr. HRD 274/2006, HRD 92/2013 ofl.). Spurningin er sú hvernig ætlar ný ríkisstjórn að taka á þessu máli. Mun hún selja löggjafavaldið alfarið úr landi eða ekki? Er síðasta sneiðin eftir? Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima." (Eldur í Kaupinhafn. 13. kafli. Arnas Arnæus.) Höfundur er fulltrúi Miðflokksins í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar og skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar til Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt í þriðja heiminum að önnur ríki, stórfyrirtæki og jafnvel einstaklingar nái tökum á stjórn vanþróaðra ríkja. Til að koma í veg fyrir þetta hafa lönd og ríkjasambönd leitast við að tryggja samstöðu og sama á við um hernaðarbandalög. Hitt er sjaldgæfara að stofnað sé til hernaðarbandalaga til að taka yfir önnur lönd þó Sovétríkin og Varsjárbandalagið hafi reyndar verið með slík heimsyfirráð í stefnuskrám sínum. Skömmu eftir gildistöku laga nr. 2/1993 um EES-samninginn fór að gæta að miklum vandamálum innan íslenskrar stjórnsýslu við innleiðingar á tilskipunum sem rötuðu með misgáfulegum hætti í íslenska löggjöf. Varð það til þess að þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, setti á laggirnar nefnd til að fara yfir öll ósköpin. Nefndina skipuðu hæstaréttarlögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson, formaður, þáverandi ráðuneytisstjóri, Árni Kolbeinsson og dr. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor. Skilaði nefndin af sér árið 1998. Niðurstaða nefndarinnar er að hingað höfðu streymt reglugerðir og tilsvarandi tilskipanir um hríð frá Brussel sem enga lagastoð höfðu en í þeim sumum var fjallað um refsingar sem hvergi var að finna stafkrók um í íslenskri löggjöf. Svo var hitt að, sem var öllu verra þó hið fyrra hafi verið mjög slæmt, er að þessar reglugerðir og tilskipanir voru innleidd í íslenska löggjöf sem gerði íslenskum þegnum og fyrirtækjum að uppfylla strangari skilyrði en aðrir innan hins evrópska efnahagssvæðis (EES). Þar segir m.a.: ,,Með því að ákveða í settum lögum á Íslandi almenna útboðsskyldu á Evrópska efnahagssvæðinu fyrir opinbera þjónustusamninga sem fara yfir tiltekin stærðarmörk, án þess að undanskilja skyldunni þá samninga sem undan eru skildir í þeirri tilskipun sem um þetta fjallar, höfum við orðið „kaþólskari en páfinn“, án þess að séð verði að slíkt hafi vakað fyrir nokkrum manni. Er alveg ljóst, að ráðherra er óheimilt að ákveða með almennum stjórnvaldsfyrirmælum undanþágur frá útboðsskyldunni hafi honum ekki verið fengin til þess sérstök lagaheimild.“. Þetta fyrirkomulag erum við Íslendingar farnir að þekkja nokkuð vel. Í bókun 35, sem á sér stoð í 3. gr. EES samningsins (lög nr. 2/1993), segir að stefnt sé að einsleitu Evrópsku efnahagssvæði sem byggist á sameiginlegum reglum, án þess að samningsaðila sé gert að framselja löggjafarvald til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins. Í síðari hluta bókunarinnar segir: „Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra (sic) settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum.“. Framangreindir nefndarmenn fullyrtu að ekki verði betur séð en þessi síðari hluti bókunarinnar sé ósamrýmanlegur fyrri hluta bókunarinnar. Hver er ástæðan? Ástæðan er sú að lagaákvæði, sem kvæði á um að EES-reglur gangi framar reglum landsréttar, felur í sér framsal löggjafavalds. Því hefur þessi síðari hluti ekki mikið efnislegt gildi. Í skýrslu starfshóps um EES-samstarfið, sem skilaði af sér til utanríkisráðherra skýrslu í september 2019, segir að áminningarbréf (e. letter of formal notice) hafi borist Íslandi frá ESA 13. desember 2017 og fundið að því hvernig staðið væri að framkvæmd eða innleiðingu bókunnar 35 af íslenskum dómstólum. Brást utanríkisráðherra við þessu með því að skipa starfshóp 22. maí 2018 til að meta hvort athugasemdir stofnunarinnar kalli á endurskoðun 3. gr. laga nr. 2/1993 um EES samninginn. Í þessum starfshóp sátu lögfræðingarnir Stefán Geir Þórisson, formaður, Bryndís Helgadóttir, Kristján Andri Sveinsson, Margrét Einarsdóttir og Páll Þórhallsson. Skilaði starfshópurinn skýrslu og tillögum 3. ágúst 2018. Niðurstaðan var m.a. sú að 3. gr. laga nr. 2/1993 uppfylli ekki þær þjóðarréttarlegu skuldbindingar sem mælt er fyrir um í bókun 35. Sagt er: ,,Starfshópurinn „telur“ einu raunhæfu leiðina að leita eftir viðeigandi breytingum á lögunum.“. Markmiðið, skv. áliti starfshópsins, sé að þannig megi koma á móts við athugasemdir ESA í áminningarbréfinu og þannig yrði ,,samningsbrotamál væntanlega“ úr sögunni. Það er því engin vissa fyrir því. Því er ekki séð, sé litið út frá þessu efni m.t.t. dómsvaldsins, að um sé að ræða óleyst mál milli Eftirlitsstofnunar EFTA og íslenskra stjórnvalda. Svo er áréttað að í 3. gr. EES-samningsins er kveðið á um trúnaðarskyldur samningsaðila og að þær hvíli á öllum handhöfum ríkisvalds. Samningsaðilar skuli því gera allar viðeigandi almennar eða sérstakar ráðstafanir til að tryggja að staðið verði við þær skuldbindingar sem af EES-samningnum leiðir. Þeir skulu varast ráðstafanir sem teflt geta því í tvísýnu að markmiðum samningsins verði náð. Þeir sem unnu skýrslu starfshóps um EES-samstarfið, sem unnin var fyrir Alþingi að beiðni utanríkisráðherra, voru; Björn Bjarnason, Kristrún Heimisdóttir og Bergþóra Halldórsdóttir. Nutu þau aðstoðar Gauks Jörundssonar lögfræðings. Í lokaorðum V. kafla segir: ,,Hér hefur verið tekið saman efni sem sýnir að á vettvangi framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins og dómsvaldsins hefur verið gripið til athugana og aðgerða til að laga starfsemi þessara greina ríkisvaldsins að nýjum kröfum vegna aðildar að lagasamstarfinu sem er grundvöllur EES-aðildarinnar og lykillinn að því að tryggð sé hindrunarlaus aðild Íslands að sameiginlega markaðnum í krafti fjórfrelsisins.“. Hér er ekki betur séð en hópurinn kalli eftir því að við föllum fjórum fótum fyrir framan ESA í þessu máli. Þar bresta krosstré sem önnur tré. Hvorki má í þessum skýrslutexta lesa mikla sjálfstæðisbaráttu né framsókn til fullveldis. Hins vegar má lesa úr dómum Hæstaréttar Íslands að lög nr. 2/1993 um EES hafi sömu stöðu og almenn lög (sbr. HRD 274/2006, HRD 92/2013 ofl.). Spurningin er sú hvernig ætlar ný ríkisstjórn að taka á þessu máli. Mun hún selja löggjafavaldið alfarið úr landi eða ekki? Er síðasta sneiðin eftir? Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima." (Eldur í Kaupinhafn. 13. kafli. Arnas Arnæus.) Höfundur er fulltrúi Miðflokksins í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar og skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar til Alþingis.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun