Nauðsynleg innleiðing hringrásarhagkerfisins Kristín Hermannsdóttir og Ívar Atli Sigurjónsson skrifa 23. september 2021 12:15 Á síðastliðnum árum höfum við sem samfélag áttað okkur á því að við þurfum öll að spýta í lófana þegar það kemur að umhverfismálum. Stórt skref í baráttu okkar við hin neikvæðu umhverfisáhrif er að takmarka úrgangsmyndun. Óþarfa myndun úrgangs verður í okkar daglega lífi sem og innan atvinnulífsins. Augljósasta leiðin til þess að sporna við óþarfa úrgangsmyndun er að nýta allar auðlindir til hins ýtrasta. Hringrásarhagkerfið Flestar auðlindir geta verið endurnýttar, endurunnar, endurnotaðar o.fl. Þó er það allt of algengt að auðlindum sé fargað þrátt fyrir að eiga enn töluverðan líftíma. Til að sporna við þessu þarf viðhorfsbreytingu, fræðslu og aðgerðir í þágu betri nýtingar auðlinda. Aukin nýting allra auðlinda þarf að gerast vani sem samfélagið temur sér. Meðal þeirra aðgerða sem við þurfum að koma til framkvæmda er innleiðing hringrásarhagkerfið hér á Íslandi, bæði innan samfélagsins sem og í atvinnulífinu. Hringrásarhagkerfið er hugmyndafræði sem snýst í megindráttum um að viðhalda verðmæti auðlinda og lágmarka myndun úrgangs. Það er gert með hönnun og framleiðslu sem lengir líftíma vöru með t.d. endurnotkun, viðgerðum og endurvinnslu að notkun lokinni. Sem dæmi um hringrásarhugmyndafræðina má taka verslanir sem selja notuð föt. Þannig er komið í veg fyrir að þau hráefni sem nýtt voru í fötin verði fargað of snemma. Þess í stað finnur fatnaðurinn nýtt heimili og líftími hráefnanna framlengist. Annað dæmi væri sú klassíska endurvinnsla flaska og dósa, sem við könnumst öll við í dag. Með slíkri endurvinnslu er stuðlað að því að auðlindirnar, t.d. ál, endurnýtast í stað þess að enda á haugunum þrátt fyrir augljóst notagildi. Grænn flokkur, grænar lausnir Framsókn vill stuðla að innleiðingu hringrásarhagkerfisins í íslenskt samfélag og atvinnulíf. Í þeirri innleiðingu má engan tíma missa. Auðlindir fara til spillis að óþörfu á degi hverjum, og því fyrr sem brugðist verður við, því fyrr er hægt að hámarka líftíma þeirra. Það er hagkvæmt fyrir umhverfið ásamt því að vera einstaklingum og fyrirtækjum til hagsbóta fjárhagslega séð. Hringrásarhagkerfið felst í nútímalausnum í þágu framtíðarinnar. Framtíðin er græn, eins og við í Framsókn! Kristín situr í 4. sæti á lista Framsóknar í SuðvesturkjördæmiÍvar situr í 5. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Umhverfismál Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum árum höfum við sem samfélag áttað okkur á því að við þurfum öll að spýta í lófana þegar það kemur að umhverfismálum. Stórt skref í baráttu okkar við hin neikvæðu umhverfisáhrif er að takmarka úrgangsmyndun. Óþarfa myndun úrgangs verður í okkar daglega lífi sem og innan atvinnulífsins. Augljósasta leiðin til þess að sporna við óþarfa úrgangsmyndun er að nýta allar auðlindir til hins ýtrasta. Hringrásarhagkerfið Flestar auðlindir geta verið endurnýttar, endurunnar, endurnotaðar o.fl. Þó er það allt of algengt að auðlindum sé fargað þrátt fyrir að eiga enn töluverðan líftíma. Til að sporna við þessu þarf viðhorfsbreytingu, fræðslu og aðgerðir í þágu betri nýtingar auðlinda. Aukin nýting allra auðlinda þarf að gerast vani sem samfélagið temur sér. Meðal þeirra aðgerða sem við þurfum að koma til framkvæmda er innleiðing hringrásarhagkerfið hér á Íslandi, bæði innan samfélagsins sem og í atvinnulífinu. Hringrásarhagkerfið er hugmyndafræði sem snýst í megindráttum um að viðhalda verðmæti auðlinda og lágmarka myndun úrgangs. Það er gert með hönnun og framleiðslu sem lengir líftíma vöru með t.d. endurnotkun, viðgerðum og endurvinnslu að notkun lokinni. Sem dæmi um hringrásarhugmyndafræðina má taka verslanir sem selja notuð föt. Þannig er komið í veg fyrir að þau hráefni sem nýtt voru í fötin verði fargað of snemma. Þess í stað finnur fatnaðurinn nýtt heimili og líftími hráefnanna framlengist. Annað dæmi væri sú klassíska endurvinnsla flaska og dósa, sem við könnumst öll við í dag. Með slíkri endurvinnslu er stuðlað að því að auðlindirnar, t.d. ál, endurnýtast í stað þess að enda á haugunum þrátt fyrir augljóst notagildi. Grænn flokkur, grænar lausnir Framsókn vill stuðla að innleiðingu hringrásarhagkerfisins í íslenskt samfélag og atvinnulíf. Í þeirri innleiðingu má engan tíma missa. Auðlindir fara til spillis að óþörfu á degi hverjum, og því fyrr sem brugðist verður við, því fyrr er hægt að hámarka líftíma þeirra. Það er hagkvæmt fyrir umhverfið ásamt því að vera einstaklingum og fyrirtækjum til hagsbóta fjárhagslega séð. Hringrásarhagkerfið felst í nútímalausnum í þágu framtíðarinnar. Framtíðin er græn, eins og við í Framsókn! Kristín situr í 4. sæti á lista Framsóknar í SuðvesturkjördæmiÍvar situr í 5. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun