Uppsögn í framhaldi af tilkynningu um einelti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2021 15:52 Guðrún Jónsdóttir hefur sakað Þórdísi Sif um einelti. Guðrúnu Jónsdóttur, safnstjóra hjá Safnahúsi Borgarfjarðar, hefur verið sagt upp störfum eftir fimmtán ár í starfi. Guðrún greinir frá uppsögninni á Facebook sem hún segir koma í beinu framhaldi af því að hún hafi lagt fram kvörtun um einelti á hendur sveitarstjóranum í Borgarbyggð. Guðrún greindi frá uppsögninni á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar segir hún að Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti sveitarstjórnar, hafi tilkynnt henni í gær að sveitarfélagið hyggðist segja henni upp störfum. „Sú ákvörðun er mér þungbær enda var það gert í kjölfar þess að ég lagði fram eineltiskvörtun á hendur sveitarstjóra vegna óréttmætrar framkomu hennar í minn garð og í kjölfar þess að ég höfðaði dómsmál gegn Borgarbyggð þar sem ég taldi að á mér væri brotinn réttur sem starfsmanni.“ Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri í Borgarbyggð, svarar fyrir ásakanirnar og stingur líkt og Guðrún niður penna á Facebook. „Undanfarnir dagar hafa verið mér erfiðir. Ég hef verið ásökuð um einelti í starfi mínu sem sveitarstjóri gagnvart starfsmanni. Mér þykir miður að starfsmaðurinn hafi upplifað einelti af minni hálfu. Ég hef það að leiðarljósi, í starfi mínu og lífinu almennt, að gæta jafnræðis, stuðla að góðum samskiptum, taka á vandasömum málum og hreinskilni er mér sérstaklega hugleikin,“ segir Þórdís. „Framangreindri ásökun um einelti hafna ég alfarið. Ég get eðli máls samkvæmt ekki greint frá málinu í efnisatriðum vegna þagnarskyldu minnar sem sveitarstjóri, en málið er í farvegi þar sem allt er upp borðum.“ Guðrún segist vera sátt við feril sinn í Safnahúsinu, fastasýningum sem hún hafi komið á fót og vakið mikla athygli. Sömuleiðis rafræna skráningu safnkosts og ýmsar aðrar úrbætur á húsinu og faglegri starfsemi þess. „Ég er stolt af því að hafa staðið með menningararfi Borgfirðinga og nágranna þeirra, varðveislu hans og miðlun þó móti blési, sér í lagi í átökum við embættismenn sem ekki sáu gildi hans fyrir samfélagið.“ Henni sé á þessum tímamótum efst í huga þakklæti til allra þeirra sem hún hafi átt samskipti við í starfi sínu. „Ég yfirgef þetta skemmtilega og áhugaverða starf með trega en tek með mér margar fallegar minningar. Ekki síst hugsa ég með hlýju og þakkæti til kærra samstarfsmanna og alls þess góða fólks sem ég hef verið svo lánsöm að eiga samskipti við á löngum starfsferli. Nýtt upphaf blasir við hjá mér, en ég óska þess eins að sú merka stofnun sem Safnahús Borgarfjarðar er fái að blómstra áfram sem menningarhús héraðinu öllu til heilla.“ Borgarbyggð Vistaskipti Tengdar fréttir Sveitarstjóri í Borgarbyggð sver af sér ásakanir um einelti Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri í Borgarbyggð, hefur verið sökuð um einelti af starfsmanni sveitarfélagsins. Þórdís upplýsir um þetta í Facebook-færslu en hafnar ásökunum. Hún segir málið í farvegi. 22. september 2021 14:16 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Guðrún greindi frá uppsögninni á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar segir hún að Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti sveitarstjórnar, hafi tilkynnt henni í gær að sveitarfélagið hyggðist segja henni upp störfum. „Sú ákvörðun er mér þungbær enda var það gert í kjölfar þess að ég lagði fram eineltiskvörtun á hendur sveitarstjóra vegna óréttmætrar framkomu hennar í minn garð og í kjölfar þess að ég höfðaði dómsmál gegn Borgarbyggð þar sem ég taldi að á mér væri brotinn réttur sem starfsmanni.“ Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri í Borgarbyggð, svarar fyrir ásakanirnar og stingur líkt og Guðrún niður penna á Facebook. „Undanfarnir dagar hafa verið mér erfiðir. Ég hef verið ásökuð um einelti í starfi mínu sem sveitarstjóri gagnvart starfsmanni. Mér þykir miður að starfsmaðurinn hafi upplifað einelti af minni hálfu. Ég hef það að leiðarljósi, í starfi mínu og lífinu almennt, að gæta jafnræðis, stuðla að góðum samskiptum, taka á vandasömum málum og hreinskilni er mér sérstaklega hugleikin,“ segir Þórdís. „Framangreindri ásökun um einelti hafna ég alfarið. Ég get eðli máls samkvæmt ekki greint frá málinu í efnisatriðum vegna þagnarskyldu minnar sem sveitarstjóri, en málið er í farvegi þar sem allt er upp borðum.“ Guðrún segist vera sátt við feril sinn í Safnahúsinu, fastasýningum sem hún hafi komið á fót og vakið mikla athygli. Sömuleiðis rafræna skráningu safnkosts og ýmsar aðrar úrbætur á húsinu og faglegri starfsemi þess. „Ég er stolt af því að hafa staðið með menningararfi Borgfirðinga og nágranna þeirra, varðveislu hans og miðlun þó móti blési, sér í lagi í átökum við embættismenn sem ekki sáu gildi hans fyrir samfélagið.“ Henni sé á þessum tímamótum efst í huga þakklæti til allra þeirra sem hún hafi átt samskipti við í starfi sínu. „Ég yfirgef þetta skemmtilega og áhugaverða starf með trega en tek með mér margar fallegar minningar. Ekki síst hugsa ég með hlýju og þakkæti til kærra samstarfsmanna og alls þess góða fólks sem ég hef verið svo lánsöm að eiga samskipti við á löngum starfsferli. Nýtt upphaf blasir við hjá mér, en ég óska þess eins að sú merka stofnun sem Safnahús Borgarfjarðar er fái að blómstra áfram sem menningarhús héraðinu öllu til heilla.“
Borgarbyggð Vistaskipti Tengdar fréttir Sveitarstjóri í Borgarbyggð sver af sér ásakanir um einelti Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri í Borgarbyggð, hefur verið sökuð um einelti af starfsmanni sveitarfélagsins. Þórdís upplýsir um þetta í Facebook-færslu en hafnar ásökunum. Hún segir málið í farvegi. 22. september 2021 14:16 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Sveitarstjóri í Borgarbyggð sver af sér ásakanir um einelti Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri í Borgarbyggð, hefur verið sökuð um einelti af starfsmanni sveitarfélagsins. Þórdís upplýsir um þetta í Facebook-færslu en hafnar ásökunum. Hún segir málið í farvegi. 22. september 2021 14:16