Sigur í sjónmáli Elín Íris Fanndal skrifar 22. september 2021 14:15 Ágæti kjósandi! Nú er örstutt í kosningar. Ég finn að það er eitthvað stórkostlegt í vændum fyrir þau sem hafa beðið alltof lengi eftir bættum hag. Sanngirnis- og réttlætisskúta Flokks fólksins siglir seglum þöndum í blússandi meðbyr öfugt við það sem skoðanakannanir bentu til í upphafi. Það bætist hratt við áhöfn hennar sem er frábært því plássið er ótakmarkað. Við gætum verið á lokametrunum í átt að betra og sanngjarnara samfélagi. Ef Flokkur fólksins fær traust umboð kjósenda þá munu efnaminni, öryrkjar, fatlaðir og eldri borgarar finna á borði, ekki einungis í orði, umtalsverðar umbætur á lífskjörum sínum. Réttlætið getur sigrað! Við viljum kveðja samfélag sem mismunar þjóðfélagsþegnum sínum eftir efnahag og sýnir þeim forkastanlega lítilsvirðingu með hunsun og tómlæti. Samfélag þar sem stjórnmálamenn missa skyndilega minnið um leið og kosningum lýkur og gleyma öllum sínum fögru loforðum. Við í Flokki fólksins skilgreinum okkur hvorki til vinstri né hægri heldur einbeitum okkur að ört stækkandi hópi þeirra sem líða skort á einn eða annan hátt í okkar forríka samfélagi. Lífsgæði eiga ekki að vera einkaréttur útvalinna! Af hverju er þessi meðbyr nú með Flokki fólksins? Við Íslendingar erum að mínu mati að hrökkva upp með andfælum af martröð sem hefur til þessa, gert spilltu ríkisvaldi auðveldara að breikka markvisst bilið á milli ómældrar fátæktar og óhóflegs ríkidæmis. Við höfum fengið nóg og við vitum að við eigum betra skilið, þessi litla en harðduglega þjóð. Það er nóg til handa öllum og okkur ber siðferðisleg skylda til að sjá til þess að allir þegnar óháð efnahag fái sanngjarna sneið af auðlindakökunni. Ekki bara fáir útvaldir! Okkur sem erum komin yfir miðjan aldur er orðið ljóst að margra okkar mun ekki bíða áhyggjulaust ævikvöld eftir langa starfsævi – nema gripið sé í taumana. Þau okkar sem fóru illa út úr efnahagshruninu munu enn skulda verðtryggð lán þegar við komumst á eftirlaunaaldur, missum heilsuna eða þurfum að hætta að vinna af öðrum ástæðum. Við kvíðum framtíð okkar, það er óásættanlegt að þurfa að kvíða framtíð sinni komin yfir miðjan aldur þegar möguleikar til þess að geta unnið fyrir sér minnka með hverju árinu sem líður og hækkandi skuldir vofa yfir okkur sem mara. Þessu vill Flokkur fólksins breyta, við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi! Eldri borgarar þessa lands líða margir hverjir skort vegna langvarandi áhugaleysis og vanvirðingar stjórnvalda í þeirra garð. Þeir eru nú taldir “vandamál” og áhugi verið afar takmarkaður til að leysa þann vanda, enda skilar það auðvaldinu ekki veraldlegum arði, að ekki sé minnst á marglofaðan stöðugleikann sem gæti raskast. Þess vegna nýtur Flokkur fólksins meðbyrs. Við stöndum saman og erum að brjóta niður múra óréttlætis sem hingað til hafa talist óbrjótanlegir. Með þínum stuðningi halda okkur engin bönd, við þorum, getum og viljum fyrir þig! Með kærri kveðju og þökk. Höfundur skipar þriðja sæti Flokks fólksins á Suðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Suðurkjördæmi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ágæti kjósandi! Nú er örstutt í kosningar. Ég finn að það er eitthvað stórkostlegt í vændum fyrir þau sem hafa beðið alltof lengi eftir bættum hag. Sanngirnis- og réttlætisskúta Flokks fólksins siglir seglum þöndum í blússandi meðbyr öfugt við það sem skoðanakannanir bentu til í upphafi. Það bætist hratt við áhöfn hennar sem er frábært því plássið er ótakmarkað. Við gætum verið á lokametrunum í átt að betra og sanngjarnara samfélagi. Ef Flokkur fólksins fær traust umboð kjósenda þá munu efnaminni, öryrkjar, fatlaðir og eldri borgarar finna á borði, ekki einungis í orði, umtalsverðar umbætur á lífskjörum sínum. Réttlætið getur sigrað! Við viljum kveðja samfélag sem mismunar þjóðfélagsþegnum sínum eftir efnahag og sýnir þeim forkastanlega lítilsvirðingu með hunsun og tómlæti. Samfélag þar sem stjórnmálamenn missa skyndilega minnið um leið og kosningum lýkur og gleyma öllum sínum fögru loforðum. Við í Flokki fólksins skilgreinum okkur hvorki til vinstri né hægri heldur einbeitum okkur að ört stækkandi hópi þeirra sem líða skort á einn eða annan hátt í okkar forríka samfélagi. Lífsgæði eiga ekki að vera einkaréttur útvalinna! Af hverju er þessi meðbyr nú með Flokki fólksins? Við Íslendingar erum að mínu mati að hrökkva upp með andfælum af martröð sem hefur til þessa, gert spilltu ríkisvaldi auðveldara að breikka markvisst bilið á milli ómældrar fátæktar og óhóflegs ríkidæmis. Við höfum fengið nóg og við vitum að við eigum betra skilið, þessi litla en harðduglega þjóð. Það er nóg til handa öllum og okkur ber siðferðisleg skylda til að sjá til þess að allir þegnar óháð efnahag fái sanngjarna sneið af auðlindakökunni. Ekki bara fáir útvaldir! Okkur sem erum komin yfir miðjan aldur er orðið ljóst að margra okkar mun ekki bíða áhyggjulaust ævikvöld eftir langa starfsævi – nema gripið sé í taumana. Þau okkar sem fóru illa út úr efnahagshruninu munu enn skulda verðtryggð lán þegar við komumst á eftirlaunaaldur, missum heilsuna eða þurfum að hætta að vinna af öðrum ástæðum. Við kvíðum framtíð okkar, það er óásættanlegt að þurfa að kvíða framtíð sinni komin yfir miðjan aldur þegar möguleikar til þess að geta unnið fyrir sér minnka með hverju árinu sem líður og hækkandi skuldir vofa yfir okkur sem mara. Þessu vill Flokkur fólksins breyta, við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi! Eldri borgarar þessa lands líða margir hverjir skort vegna langvarandi áhugaleysis og vanvirðingar stjórnvalda í þeirra garð. Þeir eru nú taldir “vandamál” og áhugi verið afar takmarkaður til að leysa þann vanda, enda skilar það auðvaldinu ekki veraldlegum arði, að ekki sé minnst á marglofaðan stöðugleikann sem gæti raskast. Þess vegna nýtur Flokkur fólksins meðbyrs. Við stöndum saman og erum að brjóta niður múra óréttlætis sem hingað til hafa talist óbrjótanlegir. Með þínum stuðningi halda okkur engin bönd, við þorum, getum og viljum fyrir þig! Með kærri kveðju og þökk. Höfundur skipar þriðja sæti Flokks fólksins á Suðurlandi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun