Sagði að ungir varnarmenn City hefðu lært mikið af því að mæta goðsögninni hjá Wycombe Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2021 16:31 Ungir varnarmenn Manchester City þurftu að hafa mikið fyrir því að stöðva Adebayo Akinfenwa, framherja Wycombe Wanderers. getty/Matt McNulty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði framherja Wycombe Wanderers í hástert eftir leik liðanna í 3. umferð enska deildabikarsins í gær. City lenti undir á 22. mínútu en svaraði með sex mörkum og vann öruggan sigur, 6-1. Riyad Mahrez skoraði tvö mörk fyrir Englandsmeistaranna og þeir Kevin de Bruyne, Phil Foden, Ferran Torres og Cole Palmer sitt markið hver. Eftir leikinn jós Guardiola Adebayo Akinfenwa, framherja Wycombe, lofi og sagði að ungir varnarmenn City hefðu lært mikið á að mæta honum. „Þeir mættu einni af goðsögnunum í enska boltanum. Það besta fyrir þá og þeirra þróun væri að spila við hann í hverri viku. Það var mér mikil ánægja að hitta hann,“ sagði Guardiola. Akinfenwa, sem er 39 ára, hefur komið víða við á löngum ferli en leikið með Wycombe síðan 2016. Hann er tröll að burðum og þekktur fyrir að vera gríðarsterkur. Sagan segir að hann geti lyft 180 kg í bekkpressu. Guardiola tefldi fram fjórum unglingum í vörninni í leiknum í gær; CJ Egan-Riley, Finley Burns, Luke Mbete og Josh Wilson-Esbrand. Þeir þrír fyrstnefndu eru fæddir 2003 en sá síðastnefndi 2002. Enginn þeirra var fæddur þegar Akinfenwa lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður. Guardiola hrósaði fjórmenningunum fyrir frammistöðuna í leiknum í gær. „Þetta er ekki auðvelt en þeir gerðu þetta vel. Við förum yfir leikinn með þeim og sýnum þeim hvernig þeir geta leyst vandamálin. En þeir stóðu sig vel, allir sem einn,“ sagði Guardiola sem hefur stýrt City til sigurs í deildabikarnum undanfarin þrjú ár. Akinfenwa og félagar hans í Wycombe eru í 5. sæti ensku C-deildarinnar með fjórtán stig eftir átta leiki. Wycombe endaði í neðsta sæti B-deildarinnar á síðasta tímabili. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira
City lenti undir á 22. mínútu en svaraði með sex mörkum og vann öruggan sigur, 6-1. Riyad Mahrez skoraði tvö mörk fyrir Englandsmeistaranna og þeir Kevin de Bruyne, Phil Foden, Ferran Torres og Cole Palmer sitt markið hver. Eftir leikinn jós Guardiola Adebayo Akinfenwa, framherja Wycombe, lofi og sagði að ungir varnarmenn City hefðu lært mikið á að mæta honum. „Þeir mættu einni af goðsögnunum í enska boltanum. Það besta fyrir þá og þeirra þróun væri að spila við hann í hverri viku. Það var mér mikil ánægja að hitta hann,“ sagði Guardiola. Akinfenwa, sem er 39 ára, hefur komið víða við á löngum ferli en leikið með Wycombe síðan 2016. Hann er tröll að burðum og þekktur fyrir að vera gríðarsterkur. Sagan segir að hann geti lyft 180 kg í bekkpressu. Guardiola tefldi fram fjórum unglingum í vörninni í leiknum í gær; CJ Egan-Riley, Finley Burns, Luke Mbete og Josh Wilson-Esbrand. Þeir þrír fyrstnefndu eru fæddir 2003 en sá síðastnefndi 2002. Enginn þeirra var fæddur þegar Akinfenwa lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður. Guardiola hrósaði fjórmenningunum fyrir frammistöðuna í leiknum í gær. „Þetta er ekki auðvelt en þeir gerðu þetta vel. Við förum yfir leikinn með þeim og sýnum þeim hvernig þeir geta leyst vandamálin. En þeir stóðu sig vel, allir sem einn,“ sagði Guardiola sem hefur stýrt City til sigurs í deildabikarnum undanfarin þrjú ár. Akinfenwa og félagar hans í Wycombe eru í 5. sæti ensku C-deildarinnar með fjórtán stig eftir átta leiki. Wycombe endaði í neðsta sæti B-deildarinnar á síðasta tímabili. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira