Fannst kominn tími til að gera eitthvað spennandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2021 14:01 Sænski línumaðurinn Emma Olsson er mjög hrifin af Íslandi og meira að segja veðrinu. Skjámynd/Seinni bylgjan Sænski línumaðurinn Emma Olsson hefur vakið mikla athygli í upphafi tímabils í kvennahandboltanum en hún kom til Fram í sumar frá sænska liðinu Önnereds. Emma hefur staðið sig mjög vel á báðum endum vallarins og Seinni bylgjan ræddi þennan orkumikla og kappsama leikmann í síðasta þætti sínum. Emma Olsson fagnar marki með FramSkjámynd Risaspor sem hún er að fara í „Það er stelpa sem heillar okkur mjög mikið og hún heitir Emma Olsson. Hún er komin inn á línuna og er að stíga svolítið í skóna hjá Steinunni Björnsdóttur. Það er ekkert grín að fara í þau spor en vá,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar í upphafi umræðunnar. „Þetta eru risaspor sem hún er að fara í en í byrjun tímabilsins er hún að sýna ótrúlega flottan leik og er bara að mörgu leiti svolítið svipuð Steinunni. Hún er alveg að smella inn í liðið hjá Fram eins og staðan er núna,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Ég held hún sé brjálæðislega flottur karakter líka „Hún fær boltann með mann í bakið og hún rífur þær af sér. Hún er ótrúlega,“ sagði Sigurlaug. Emma Olsson er síðan jafna fyrst fram í hraðaupphlaupin. „Þetta er svona svipað og Steinunn var að gera að fá boltann í miðjunni í seinni bylgjunni hjá þeim. Hún er ofboðslega kraftmikil og ég held hún sé brjálæðislega flottur karakter líka,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Hún er með allan pakkann Svava Kristín segir að Emma sé mikill happafengur fyrir Framliðið. „Hún er búin að eiga frábæra leiki, bæði í vörn og sókn. Hún er með allan pakkann,“ sagði Sigurlaug. „Ef hún heldur svona áfram þá er ekki mikil pressa á Steinunni að koma of snemma til baka,“ sagði Svava Kristín. Þær eru svo líkar að eins og Steinunn þá byrjaði Emma líka sem skytta en færði sig svo inn á línuna. Klippa: Seinni bylgjan: Emma Olsson í Fram Langaði alltaf til Íslands Svava Kristín ræddi við Emmu eftir leikinn og fékk að kynnast henni aðeins betur. „Ég er frá suður Svíþjóð frá litlum bæ sem heitir Eslöv. Ég spilaði í Gautaborg á síðasta tímabili en núna fannst mér kominn tími á það að gera eitthvað spennandi og þess vegna er ég kominn hingað til Íslands,“ sagði Emma Olsson. „Þegar ég heyrði af áhuganum frá Íslandi þá stökk ég strax á það. Af einhverri ástæðu þá langaði mig alltaf til Íslands og mér leið því mjög vel þegar tilboðið kom. Ég var klár alveg frá byrjun,“ sagði Emma. Elskar að slást inn á línunni „Mér finnst deildin hér vera góð og það er gaman að spila á móti nýjum leikmönnum sem og að spila með nýjum samherjum. Þetta er ný hvatning fyrir mig að fá svona nýja áskorun,“ sagði Emma. „Ég elska að berjast og slást inn á línunni og þessa vegna spila ég þar. Ég elska að handboltinn sé leikur átaka. Menn fá að finna fyrir sér og spila hratt,“ sagði Emma. Það má sjá spjallið um Emmu í Seinni bylgjunni og allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Fram Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Emma hefur staðið sig mjög vel á báðum endum vallarins og Seinni bylgjan ræddi þennan orkumikla og kappsama leikmann í síðasta þætti sínum. Emma Olsson fagnar marki með FramSkjámynd Risaspor sem hún er að fara í „Það er stelpa sem heillar okkur mjög mikið og hún heitir Emma Olsson. Hún er komin inn á línuna og er að stíga svolítið í skóna hjá Steinunni Björnsdóttur. Það er ekkert grín að fara í þau spor en vá,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar í upphafi umræðunnar. „Þetta eru risaspor sem hún er að fara í en í byrjun tímabilsins er hún að sýna ótrúlega flottan leik og er bara að mörgu leiti svolítið svipuð Steinunni. Hún er alveg að smella inn í liðið hjá Fram eins og staðan er núna,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Ég held hún sé brjálæðislega flottur karakter líka „Hún fær boltann með mann í bakið og hún rífur þær af sér. Hún er ótrúlega,“ sagði Sigurlaug. Emma Olsson er síðan jafna fyrst fram í hraðaupphlaupin. „Þetta er svona svipað og Steinunn var að gera að fá boltann í miðjunni í seinni bylgjunni hjá þeim. Hún er ofboðslega kraftmikil og ég held hún sé brjálæðislega flottur karakter líka,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Hún er með allan pakkann Svava Kristín segir að Emma sé mikill happafengur fyrir Framliðið. „Hún er búin að eiga frábæra leiki, bæði í vörn og sókn. Hún er með allan pakkann,“ sagði Sigurlaug. „Ef hún heldur svona áfram þá er ekki mikil pressa á Steinunni að koma of snemma til baka,“ sagði Svava Kristín. Þær eru svo líkar að eins og Steinunn þá byrjaði Emma líka sem skytta en færði sig svo inn á línuna. Klippa: Seinni bylgjan: Emma Olsson í Fram Langaði alltaf til Íslands Svava Kristín ræddi við Emmu eftir leikinn og fékk að kynnast henni aðeins betur. „Ég er frá suður Svíþjóð frá litlum bæ sem heitir Eslöv. Ég spilaði í Gautaborg á síðasta tímabili en núna fannst mér kominn tími á það að gera eitthvað spennandi og þess vegna er ég kominn hingað til Íslands,“ sagði Emma Olsson. „Þegar ég heyrði af áhuganum frá Íslandi þá stökk ég strax á það. Af einhverri ástæðu þá langaði mig alltaf til Íslands og mér leið því mjög vel þegar tilboðið kom. Ég var klár alveg frá byrjun,“ sagði Emma. Elskar að slást inn á línunni „Mér finnst deildin hér vera góð og það er gaman að spila á móti nýjum leikmönnum sem og að spila með nýjum samherjum. Þetta er ný hvatning fyrir mig að fá svona nýja áskorun,“ sagði Emma. „Ég elska að berjast og slást inn á línunni og þessa vegna spila ég þar. Ég elska að handboltinn sé leikur átaka. Menn fá að finna fyrir sér og spila hratt,“ sagði Emma. Það má sjá spjallið um Emmu í Seinni bylgjunni og allt viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Fram Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira