Af greindu voru fimmtán í sóttkví og tuttugu utan sóttkvíar. Tuttugu og tveir voru fullbólusettir og 13 óbólusettir.
Þrír greindust með Covid-19 á landamærunum; tveir með virkt smit við fyrstu skimun og einn með virkt smit við seinni skimun.
Samkvæmt upplýsingum á covid.is dvelja sjö á Landspítala með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu.
Alls hafa 274.497 einstaklingar verið fullbólusettir gegn SARS-CoV-2 og 47.367 fengið örvunar- eða viðbótarskammt.