Váhrifaskvaldrar, samfélagsbítar og égarar Lárus Jón Guðmundsson skrifar 22. september 2021 08:31 Til lítils er að hneykslast á því sem spriklar í flæðarmáli samtímans og oftast átakaminnst að leyfa því að þorna á fjöru og skolast burt á næsta flóði. Sumt er þó lífseigara en annað og nær að skríða á þurrt í skjóli nætur, bora sig inn í þjóðarlíkamann og valda kláða. Þeim staðföstu tekst lengi vel að láta sem þeir finni ekki fyrir þessum samfélagsbítum en á endanum verðum við flest viðþolslaus og klórum okkur. Allir hafa eitthvað til brunns að bera og þjóðin á marga einstaklinga sem vegna mannkosta sinna, hæfileika og þrautseigju í leik og starfi hafa verið fyrirmyndir okkar hinna. Þetta eru gjarnan íþróttahetjur, frumkvöðlar í vísindum og listum, hugvitsfólk og einstaklingar sem berjast fyrir bættum heimi öllum til heilla. Þetta fólk, auk þeirra sem standa okkur næst, ömmur og afar, foreldrar, systkini og vinir, á það sameiginlegt að vera raunverulegir áhrifavaldar þrátt fyrir að vera næstum ósýnilegt á samfélagsmiðlum. Í samfélagsmorinu sem marga klæjar undan hefur ákveðinn hópur aukið hlut sinn síðustu ár. Þetta eru einstaklingar sem hefur tekist að fá aðra til að skrá sig á samfélagsmiðlareikning sinn og nýta síðan fylgjendahópinn sjálfum sér til athygli og tekna. Verðmatið er einfalt. Því fleiri fylgjendur, því meiri „áhrif“. Viðkomandi segist vera „áhrifavaldur“ og þess vegna borgi sig fyrir seljendur að gefa honum vörur og þjónustu því þeir fái það margfalt til baka þegar fylgjendurnir hafa orðið fyrir tilætluðum „áhrifum“. Einhverjir gætu hneykslast á þessum ósvífnu égurum ef þeir væru ekki flestir svona hlægilega aumkunarverðir því ólíkt hinum raunverulegu áhrifavöldum virðist þessi hópur eiga það helst sameiginlegt að birta myndir af sér í allt of litlum fötum fyrir framan veggspjöld af útlenskum og sólríkum lúxusstöðum, með fruss í glasi, stút á þykkum vörum og í fimleikastellingum, kannski til að til að sýna hversu vel þeir eru þrifnir. Í besta falli hafa þessir samfélagsmiðlungar húmor fyrir sjálfum sér og við getum þá hlegið með en af því að flestir fylgjendur samfélagségaranna eru börn og unglingar er kannski kominn tími til að uppfæra heitið á slíkum einstaklingi í váhrifaskvaldur. Orðið skýrir sig sjálft. Það er samsett nafnorð, gæti beygst eins og mjaldur og mætti einnig nota sem sögn, að váhrifaskvaldra. Vá merkir hætta eða tjón og nýyrðið váhrif gæti þá útlagst sem hættuleg áhrif. Skvaldur er hinsvegar gott og gamalt orð yfir þvaður eða mas sem enginn ætti að taka mark á, síst af öllu seljendur vöru og þjónustu. Váhrifaskvaldur er einstaklingur sem þvaðrar og masar á samfélagsmiðli sínum fáum til góðs og jafnvel einhverjum til tjóns á meðan sannur áhrifavaldur er fyrirmynd í krafti verðleika sinna. Amen. Höfundur er áhrifalaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Til lítils er að hneykslast á því sem spriklar í flæðarmáli samtímans og oftast átakaminnst að leyfa því að þorna á fjöru og skolast burt á næsta flóði. Sumt er þó lífseigara en annað og nær að skríða á þurrt í skjóli nætur, bora sig inn í þjóðarlíkamann og valda kláða. Þeim staðföstu tekst lengi vel að láta sem þeir finni ekki fyrir þessum samfélagsbítum en á endanum verðum við flest viðþolslaus og klórum okkur. Allir hafa eitthvað til brunns að bera og þjóðin á marga einstaklinga sem vegna mannkosta sinna, hæfileika og þrautseigju í leik og starfi hafa verið fyrirmyndir okkar hinna. Þetta eru gjarnan íþróttahetjur, frumkvöðlar í vísindum og listum, hugvitsfólk og einstaklingar sem berjast fyrir bættum heimi öllum til heilla. Þetta fólk, auk þeirra sem standa okkur næst, ömmur og afar, foreldrar, systkini og vinir, á það sameiginlegt að vera raunverulegir áhrifavaldar þrátt fyrir að vera næstum ósýnilegt á samfélagsmiðlum. Í samfélagsmorinu sem marga klæjar undan hefur ákveðinn hópur aukið hlut sinn síðustu ár. Þetta eru einstaklingar sem hefur tekist að fá aðra til að skrá sig á samfélagsmiðlareikning sinn og nýta síðan fylgjendahópinn sjálfum sér til athygli og tekna. Verðmatið er einfalt. Því fleiri fylgjendur, því meiri „áhrif“. Viðkomandi segist vera „áhrifavaldur“ og þess vegna borgi sig fyrir seljendur að gefa honum vörur og þjónustu því þeir fái það margfalt til baka þegar fylgjendurnir hafa orðið fyrir tilætluðum „áhrifum“. Einhverjir gætu hneykslast á þessum ósvífnu égurum ef þeir væru ekki flestir svona hlægilega aumkunarverðir því ólíkt hinum raunverulegu áhrifavöldum virðist þessi hópur eiga það helst sameiginlegt að birta myndir af sér í allt of litlum fötum fyrir framan veggspjöld af útlenskum og sólríkum lúxusstöðum, með fruss í glasi, stút á þykkum vörum og í fimleikastellingum, kannski til að til að sýna hversu vel þeir eru þrifnir. Í besta falli hafa þessir samfélagsmiðlungar húmor fyrir sjálfum sér og við getum þá hlegið með en af því að flestir fylgjendur samfélagségaranna eru börn og unglingar er kannski kominn tími til að uppfæra heitið á slíkum einstaklingi í váhrifaskvaldur. Orðið skýrir sig sjálft. Það er samsett nafnorð, gæti beygst eins og mjaldur og mætti einnig nota sem sögn, að váhrifaskvaldra. Vá merkir hætta eða tjón og nýyrðið váhrif gæti þá útlagst sem hættuleg áhrif. Skvaldur er hinsvegar gott og gamalt orð yfir þvaður eða mas sem enginn ætti að taka mark á, síst af öllu seljendur vöru og þjónustu. Váhrifaskvaldur er einstaklingur sem þvaðrar og masar á samfélagsmiðli sínum fáum til góðs og jafnvel einhverjum til tjóns á meðan sannur áhrifavaldur er fyrirmynd í krafti verðleika sinna. Amen. Höfundur er áhrifalaus.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun