Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2021 00:58 Norðanhvassviðri og rigning er í Grímsey þar sem kirkjan brann til kaldra kola í kvöld. Karen Nótt Halldórsdóttir Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. Karen lýsir því að hafa fengið SMS-skilaboð frá Neyðarlínunni klukkan 22:53 í kvöld. Bjarmi væri á eyjunni sunnanverðri og grunaði Karen að kviknað gæti verið í félagsheimilinu Múla sem hún sinnir. Hún brunaði út á peysunni og inniskónum, komst að raun um að ekki væri kviknað í Múla heldur öðru mannvirki sem leikur lykilhlutverk í eyjunni. Að neðan má sjá myndskeið frá brunanum í kvöld. „Ég sé bjarmann þarna suður frá og sé bara turninn falla,“ segir Karen og vísar til turnsins á kirkjunni. Ekkert hægt að gera Kirkjan, sem ber nafnið Miðgarðakirkja, var byggð úr rekaviði árið 1867, samkvæmt upplýsingum á vef Akureyrarbæjar. Hún var færð árið 1932, vegna eldhættu, og var byggt við hana. Miklar endurbætur voru gerðar á henni árið 1956 og þá var hún endurvígð. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990. Kirkjan í Grímsey var glæsileg og mikið stolt heimamanna.Minjastofnun.is „Kirkjan var held ég fyrst reist við kristnitöku, með rekaviði, torfi og grjóti,“ segir Karen. Slökkviliðið, sem sé vel mannað í eyjunni af heimamönnum og tveimur bílum, hafi lagt allt kapp á að verja gamla prestbústaðinn við hliðina á kirkjunni. „Það var í rauninni ekkert hægt að gera,“ segir Karen og á við aðgerðir til að bjarga kirkjunni. Þar sýnist henni hlutirnir hafa gerst ansi hratt í kuldanum, vindinum og rigningunni í Grímsey. Rafmagn eina tilgátan Helsta tilgátan í eyjunni er sú að kviknað hafi í út frá einhverju rafmagni. Rafmagnsofnar og rafmagnskynding er í kirkjunni og lítið annað sem kemur til greina. Karen Nótt Halldórsdóttir segir helstu tilgátuna þá að kviknað hafi í út frá rafmagni.Vísir „Næst þegar lögreglan kemur út í eyju verður hægt að rannsaka þetta,“ segir Karen. Fátt annað en eldur út frá rafmagni geti þó hafa kveikt eldinn. „Það er enginn á ferðinni hérna, enginn að kveikja á kertum eða neitt svoleiðis. Það er enginn í eyjunni nema heimafólk, og einhverjir tveir túristar. Það hefur einhverju slegið saman.“ Með tárin í augunum Tilfinningalegt tjón er mikið. „Þetta er það. Ég er náttúrulega ekki uppalin hérna og er þetta samt nógu mikið áfall fyrir mig,“ segir Karen. „Ég get ekki ímyndað mér hve erfitt þetta er fyrir fólkið sem hefur skírt hérna og fermt. Fólkið var með tárin í augunum þarna niður frá.“ Auk þess sé kirkjan aðdráttarafl í ferðamennskunni og eitt aðalsmerki eyjunnar. Þar hafi líka verið prestklæði, predikunarstóllinn. Allt upprunalegt að sögn Karenar, sem nú sé glatað. Þá séu Grímseyingar á ferðalagi sem finnist mjög erfitt að vera ekki á staðnum. Hjón á Tenerife og víðar. Brann á mjög stuttum tíma Karen sýnist allt hafa gerst á mjög stuttum tíma. Hún hafi fengið SMS-skilaboðin 22:53 og rétt á undan hafi nágranni hennar rokið út. Hún vissi þá ekki hvers vegna en átti eftir að átta sig á því andartökum síðar. Kirkjan brann til kaldra kola í gærkvöldi.Svavar Gylfason „Ég held hreinlega að þetta hafi gerst á mjög stuttum tíma. Vindurinn tekur eldinn frá byggðinni,“ segir Karen en kirkjan stendur sunnan af byggð og norðanáttinn ríkjandi. Því hafi engin lykt borist í byggð frá eldsvoðanum. „Þetta voru kannski 30-45 mínútur frá því ég sé turninn falla af og þar til grunnurinn er bara eftir. Ég held að það hafi aldrei verið hægt að bjarga neinu.“ Grímsey Slökkvilið Þjóðkirkjan Kirkjubruni í Grímsey Fornminjar Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Karen lýsir því að hafa fengið SMS-skilaboð frá Neyðarlínunni klukkan 22:53 í kvöld. Bjarmi væri á eyjunni sunnanverðri og grunaði Karen að kviknað gæti verið í félagsheimilinu Múla sem hún sinnir. Hún brunaði út á peysunni og inniskónum, komst að raun um að ekki væri kviknað í Múla heldur öðru mannvirki sem leikur lykilhlutverk í eyjunni. Að neðan má sjá myndskeið frá brunanum í kvöld. „Ég sé bjarmann þarna suður frá og sé bara turninn falla,“ segir Karen og vísar til turnsins á kirkjunni. Ekkert hægt að gera Kirkjan, sem ber nafnið Miðgarðakirkja, var byggð úr rekaviði árið 1867, samkvæmt upplýsingum á vef Akureyrarbæjar. Hún var færð árið 1932, vegna eldhættu, og var byggt við hana. Miklar endurbætur voru gerðar á henni árið 1956 og þá var hún endurvígð. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990. Kirkjan í Grímsey var glæsileg og mikið stolt heimamanna.Minjastofnun.is „Kirkjan var held ég fyrst reist við kristnitöku, með rekaviði, torfi og grjóti,“ segir Karen. Slökkviliðið, sem sé vel mannað í eyjunni af heimamönnum og tveimur bílum, hafi lagt allt kapp á að verja gamla prestbústaðinn við hliðina á kirkjunni. „Það var í rauninni ekkert hægt að gera,“ segir Karen og á við aðgerðir til að bjarga kirkjunni. Þar sýnist henni hlutirnir hafa gerst ansi hratt í kuldanum, vindinum og rigningunni í Grímsey. Rafmagn eina tilgátan Helsta tilgátan í eyjunni er sú að kviknað hafi í út frá einhverju rafmagni. Rafmagnsofnar og rafmagnskynding er í kirkjunni og lítið annað sem kemur til greina. Karen Nótt Halldórsdóttir segir helstu tilgátuna þá að kviknað hafi í út frá rafmagni.Vísir „Næst þegar lögreglan kemur út í eyju verður hægt að rannsaka þetta,“ segir Karen. Fátt annað en eldur út frá rafmagni geti þó hafa kveikt eldinn. „Það er enginn á ferðinni hérna, enginn að kveikja á kertum eða neitt svoleiðis. Það er enginn í eyjunni nema heimafólk, og einhverjir tveir túristar. Það hefur einhverju slegið saman.“ Með tárin í augunum Tilfinningalegt tjón er mikið. „Þetta er það. Ég er náttúrulega ekki uppalin hérna og er þetta samt nógu mikið áfall fyrir mig,“ segir Karen. „Ég get ekki ímyndað mér hve erfitt þetta er fyrir fólkið sem hefur skírt hérna og fermt. Fólkið var með tárin í augunum þarna niður frá.“ Auk þess sé kirkjan aðdráttarafl í ferðamennskunni og eitt aðalsmerki eyjunnar. Þar hafi líka verið prestklæði, predikunarstóllinn. Allt upprunalegt að sögn Karenar, sem nú sé glatað. Þá séu Grímseyingar á ferðalagi sem finnist mjög erfitt að vera ekki á staðnum. Hjón á Tenerife og víðar. Brann á mjög stuttum tíma Karen sýnist allt hafa gerst á mjög stuttum tíma. Hún hafi fengið SMS-skilaboðin 22:53 og rétt á undan hafi nágranni hennar rokið út. Hún vissi þá ekki hvers vegna en átti eftir að átta sig á því andartökum síðar. Kirkjan brann til kaldra kola í gærkvöldi.Svavar Gylfason „Ég held hreinlega að þetta hafi gerst á mjög stuttum tíma. Vindurinn tekur eldinn frá byggðinni,“ segir Karen en kirkjan stendur sunnan af byggð og norðanáttinn ríkjandi. Því hafi engin lykt borist í byggð frá eldsvoðanum. „Þetta voru kannski 30-45 mínútur frá því ég sé turninn falla af og þar til grunnurinn er bara eftir. Ég held að það hafi aldrei verið hægt að bjarga neinu.“
Grímsey Slökkvilið Þjóðkirkjan Kirkjubruni í Grímsey Fornminjar Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu