Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. september 2021 21:16 Jim Ratcliffe hefur undanfarin ár lagt sitt af mörkum til að styðja við íslenska atlantshafslaxinn. Vísir/sigurjón Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. Ratcliffe heldur úti Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi, verkefni sem hófst árið 2019 og er ætlað að styðja við íslenska laxastofninn. Málþing á vegum verkefnisins fór fram í dag og var Ratcliffe að sjálfsögðu meðal gesta. Þar var farið yfir nýjustu gögn úr rannsóknum á villta laxastofninum. Vondar fréttir af stofninum En þar var lítið sem ekkert um góðar fréttir. „Þetta eru fyrst og fremst vondar fréttir, ekki góðar. Og ef við lítum á það sem hefur átt sér stað hjá Norður-Atlantshafslaxinum síðustu 50 ár þá hefur stofninn minnkað um 75 prósent,“ segir Ratcliffe í samtali við fréttastofu. „Ef maður lítur síðan á síðustu 100 eða 200 ár hefur hann sennilega minnkað um 90 til 95 prósent.“ Enginn vafi á að leiðin liggi til útrýmingar Ratcliffe segir stöðuna mjög alvarlega. Það ættu allir að sjá það. „Á því leikur enginn vafi að Norður-Atlantshafslaxinn er á leið til útrýmingar. Maður getur bara gert línuritið, það er ekki erfitt, þetta er mjög bein lína [niður á við],“ segir hann. Stjórnvöld þurfi að stíga inn í. Lögfesta verði „veiða, sleppa“ aðferðina, jafnvel að stytta veiðitíma eða banna veiðar á stofninum í sjó í einhver ár. Þá hefur hann einnig áhyggjur af vexti fiskeldis og segir alls óljóst hversu skaðleg áhrif það geti haft á stofninn. En er Ratcliffe bjartsýnn á að hægt verði að snúa þessari þróun við og bjarga laxastofninum? „Nei, ég er alls ekki viss um það. Því allar fréttir sem við sjáum núna eru slæmar fréttir.“ Fiskeldi Vopnafjörður Dýr Umhverfismál Stangveiði Jarðakaup útlendinga Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Ratcliffe heldur úti Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi, verkefni sem hófst árið 2019 og er ætlað að styðja við íslenska laxastofninn. Málþing á vegum verkefnisins fór fram í dag og var Ratcliffe að sjálfsögðu meðal gesta. Þar var farið yfir nýjustu gögn úr rannsóknum á villta laxastofninum. Vondar fréttir af stofninum En þar var lítið sem ekkert um góðar fréttir. „Þetta eru fyrst og fremst vondar fréttir, ekki góðar. Og ef við lítum á það sem hefur átt sér stað hjá Norður-Atlantshafslaxinum síðustu 50 ár þá hefur stofninn minnkað um 75 prósent,“ segir Ratcliffe í samtali við fréttastofu. „Ef maður lítur síðan á síðustu 100 eða 200 ár hefur hann sennilega minnkað um 90 til 95 prósent.“ Enginn vafi á að leiðin liggi til útrýmingar Ratcliffe segir stöðuna mjög alvarlega. Það ættu allir að sjá það. „Á því leikur enginn vafi að Norður-Atlantshafslaxinn er á leið til útrýmingar. Maður getur bara gert línuritið, það er ekki erfitt, þetta er mjög bein lína [niður á við],“ segir hann. Stjórnvöld þurfi að stíga inn í. Lögfesta verði „veiða, sleppa“ aðferðina, jafnvel að stytta veiðitíma eða banna veiðar á stofninum í sjó í einhver ár. Þá hefur hann einnig áhyggjur af vexti fiskeldis og segir alls óljóst hversu skaðleg áhrif það geti haft á stofninn. En er Ratcliffe bjartsýnn á að hægt verði að snúa þessari þróun við og bjarga laxastofninum? „Nei, ég er alls ekki viss um það. Því allar fréttir sem við sjáum núna eru slæmar fréttir.“
Fiskeldi Vopnafjörður Dýr Umhverfismál Stangveiði Jarðakaup útlendinga Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira