Ég fékk tengdamömmu í heimsókn Hólmfríður Árnadóttir skrifar 21. september 2021 19:01 Hún kom með nýja handprjónaða peysu handa mér og eins og hennar er von og vísa mátti ég ekki borga fyrir viðvikið. Hún væri nú ekki of góð að prjóna fyrir mig komin á eftirlaun og hefði nægan tíma en ég ekki. Svona konur eru gersemar og uppfullar af þekkingu og færni sem við margt yngra fólkið búum ekki yfir. Tengdamamma mín var verkakona alla sína tíð og lengi vel einstæð með sex börn á framfæri. Hún hefur þurft að telja krónur og aura alla sína tíð en samt telur hún ekki eftir sér að gefa tíma sinn til að sinna barnabörnum, baka fyrir fjölskylduna og prjóna kynstrin öll af flíkum sem við fjölskyldumeðlimir skörtum við flest tækifæri. Hún er eitt stórt hjarta og einstaklega flink í höndunum. Fyrir hana og fyrir alla aðra í hennar stöðu vil ég berjast með félagslegt réttlæti að vopni. Það er réttlætismál að hún fái mannsæmandi lífskjör, njóti félagslegra réttinda og lifi við mannlega reisn. Að hún hafi efni á að kaupa lyfin sín og garn í flíkur fyrir ættingja utan þess að eiga í sig og á. Fyrir hana þarf að einfalda bótakerfið sem hefur vaxið um of í augum flestra í hennar sporum. Fyrir hana er einnig afar mikilvægt að ellilífeyrir fylgi lágmarkslaunum og að haldið sé áfram að lækka lyfjakostnað með hagkvæmari innkaupum til dæmis í samvinnu við Norðurlöndin eða kanna möguleika á að aftur verði til lyfjaframleiðsla á vegum hins opinbera með hag aldraðra og öryrkja að leiðarljósi. Tengdamamma mín er ern og heldur heimili og myndi njóta góðs af því að fá heimaþjónustu sérstaklega þegar hún á níræðisaldri á erfiðara með að sinna öllum heimilisverkum líkt og áður. Þegar hún vill njóta heilsdags þjónustu eða jafnvel fara á hjúkrunarheimili þá á slíkt í boði. Við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði viljum setja af stað vinnu við að endurskoða þjónustulíkan í öldrunarþjónustu með áherslu á þverfaglega samvinnu heilsugæslu og félagsþjónustu. Það er nefnilega skýlaus réttur þeirra sem mótað hafa landið og lagt sitt af mörkum við að byggja það upp að lifa með reisn óháð efnahag. Við sem yngri erum eigum að hugsa til þeirra með virðingu og gæta að réttindum þeirra í okkar baráttu fyrir betra samfélagi. Þau eiga það sannarlega skilið. Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hún kom með nýja handprjónaða peysu handa mér og eins og hennar er von og vísa mátti ég ekki borga fyrir viðvikið. Hún væri nú ekki of góð að prjóna fyrir mig komin á eftirlaun og hefði nægan tíma en ég ekki. Svona konur eru gersemar og uppfullar af þekkingu og færni sem við margt yngra fólkið búum ekki yfir. Tengdamamma mín var verkakona alla sína tíð og lengi vel einstæð með sex börn á framfæri. Hún hefur þurft að telja krónur og aura alla sína tíð en samt telur hún ekki eftir sér að gefa tíma sinn til að sinna barnabörnum, baka fyrir fjölskylduna og prjóna kynstrin öll af flíkum sem við fjölskyldumeðlimir skörtum við flest tækifæri. Hún er eitt stórt hjarta og einstaklega flink í höndunum. Fyrir hana og fyrir alla aðra í hennar stöðu vil ég berjast með félagslegt réttlæti að vopni. Það er réttlætismál að hún fái mannsæmandi lífskjör, njóti félagslegra réttinda og lifi við mannlega reisn. Að hún hafi efni á að kaupa lyfin sín og garn í flíkur fyrir ættingja utan þess að eiga í sig og á. Fyrir hana þarf að einfalda bótakerfið sem hefur vaxið um of í augum flestra í hennar sporum. Fyrir hana er einnig afar mikilvægt að ellilífeyrir fylgi lágmarkslaunum og að haldið sé áfram að lækka lyfjakostnað með hagkvæmari innkaupum til dæmis í samvinnu við Norðurlöndin eða kanna möguleika á að aftur verði til lyfjaframleiðsla á vegum hins opinbera með hag aldraðra og öryrkja að leiðarljósi. Tengdamamma mín er ern og heldur heimili og myndi njóta góðs af því að fá heimaþjónustu sérstaklega þegar hún á níræðisaldri á erfiðara með að sinna öllum heimilisverkum líkt og áður. Þegar hún vill njóta heilsdags þjónustu eða jafnvel fara á hjúkrunarheimili þá á slíkt í boði. Við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði viljum setja af stað vinnu við að endurskoða þjónustulíkan í öldrunarþjónustu með áherslu á þverfaglega samvinnu heilsugæslu og félagsþjónustu. Það er nefnilega skýlaus réttur þeirra sem mótað hafa landið og lagt sitt af mörkum við að byggja það upp að lifa með reisn óháð efnahag. Við sem yngri erum eigum að hugsa til þeirra með virðingu og gæta að réttindum þeirra í okkar baráttu fyrir betra samfélagi. Þau eiga það sannarlega skilið. Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar