Þrjú fórnarlambanna í Perm voru innan við tvítugt Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 14:22 Tvær stúlkur hugga hvor aðra fyrir utan ríkisháskólann í Perm. Fimm nemendur og einn kennari var skotinn til bana í árásinni þar í gærmorgun. AP/Dmitrí Lovetskí Íbúar í borginni Perm í Rússlandi eru í áfalli eftir að nemandi við ríkisháskólann þar skaut sex manns til bana í gær. Þrjú þeirra látnu voru innan við tvítug að aldri. Vitni lýsa því að morðinginn, sem er átján ára gamall piltur, hafi hafið skothríð á skólalóðinni en síðan fært sig inn í skólabyggingarnar. Um þrjú þúsund nemendur og kennarar voru í skólanum þegar fjöldamorðið var framið. Nemendur og kennarar birgðu fyrir dyr að skólastofum og sumir stukku út um glugga á annarri hæð til þess að komast undan byssumanninum. Aðrir földu sig á gólfinu og undir skrifborðum. Margir voru minnugir skotárásar sem framin var í skóla í Kazan fyrr á þessu ári og vissu því hvernig ætti að bregðast við. Þrátt fyrir það náði byssumaðurinn að skjóta sex manns til bana og særa mun fleiri. Sjö nemendur sem særðust voru fluttir með sjúkraflugi á sjúkrahús í Moskvu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Perm er um 1.300 kílómetra austur af höfuðborginni. Flest fórnarlömbin voru nemendur við skólann. Þau Ksenia Samtsjenkó, Jekaterína Shakirova og Jaroslav Aramelev voru átján til nítján ára gömul. Alexandra Mokhova var tvítug en Anna Aigeldina 26 ára. Elsta fórnarlambið var Margarita Engaus en hún var 66 ára gömul. Mynd af einu fórnarlamba árásarinnar við hlið ríkisháskólans í Perm. Margir hafa lagt blóm og kerti til minningar um fórnarlömbin í dag.AP/Dmitrí Lovetskí Lögreglumenn hylltir sem hetjur Fólk hefur lagt blóm og kveikt á kertum við hlið háskólans sem voru lokuð og læst í dag. Nemendur sem fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC ræddi við segja að þeir séu þjakaðir af harmi. Flestir kusu þó frekar að bera harm sinn í hljóði en að ræða við fréttamann. Talið er að morðinginn hafi keypt haglabyssuna sem hann notaði við ódæðið með löglegum hætti í maí. Hann hafi jafnframt verið með leyfi fyrir vopninu sem gildir til 2026. Hann hafi fengið leyfið áður en reglur um skotvopnaeign voru hertar eftir skotárásin í Kazan. Svo virðist sem að byssumaðurinn hafi verið drifinn áfram af hatri á skólafélögum sínum. Hann birti myndband á samfélagsmiðlum fyrir skotárásina þar sem hann sagðist lengi hafa dreymt um að láta til skarar skríða. Tveir lögreglumenn hafa verið hylltir sem hetjur vegna viðbragða sinna við árásinni. Einn þeirra leiddi nemendur og kennara í öruggt skjól en annar mætti árásarmanninum og tókst að særa hann. „Ungi maðurinn féll niður. Ég hljóp að honum, hélt honum föstum, ýtti burt rifflinum, skothylkjum og hnífi og byrjaði svo að veita honum fyrstu hjálp,“ sagði Konstantín Kalinin, liðsforingi, í myndbandi sem innanríkisráðuneyti Rússlands birti. Árásarmaðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Rússland Tengdar fréttir Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi. 20. september 2021 13:02 Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Vitni lýsa því að morðinginn, sem er átján ára gamall piltur, hafi hafið skothríð á skólalóðinni en síðan fært sig inn í skólabyggingarnar. Um þrjú þúsund nemendur og kennarar voru í skólanum þegar fjöldamorðið var framið. Nemendur og kennarar birgðu fyrir dyr að skólastofum og sumir stukku út um glugga á annarri hæð til þess að komast undan byssumanninum. Aðrir földu sig á gólfinu og undir skrifborðum. Margir voru minnugir skotárásar sem framin var í skóla í Kazan fyrr á þessu ári og vissu því hvernig ætti að bregðast við. Þrátt fyrir það náði byssumaðurinn að skjóta sex manns til bana og særa mun fleiri. Sjö nemendur sem særðust voru fluttir með sjúkraflugi á sjúkrahús í Moskvu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Perm er um 1.300 kílómetra austur af höfuðborginni. Flest fórnarlömbin voru nemendur við skólann. Þau Ksenia Samtsjenkó, Jekaterína Shakirova og Jaroslav Aramelev voru átján til nítján ára gömul. Alexandra Mokhova var tvítug en Anna Aigeldina 26 ára. Elsta fórnarlambið var Margarita Engaus en hún var 66 ára gömul. Mynd af einu fórnarlamba árásarinnar við hlið ríkisháskólans í Perm. Margir hafa lagt blóm og kerti til minningar um fórnarlömbin í dag.AP/Dmitrí Lovetskí Lögreglumenn hylltir sem hetjur Fólk hefur lagt blóm og kveikt á kertum við hlið háskólans sem voru lokuð og læst í dag. Nemendur sem fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC ræddi við segja að þeir séu þjakaðir af harmi. Flestir kusu þó frekar að bera harm sinn í hljóði en að ræða við fréttamann. Talið er að morðinginn hafi keypt haglabyssuna sem hann notaði við ódæðið með löglegum hætti í maí. Hann hafi jafnframt verið með leyfi fyrir vopninu sem gildir til 2026. Hann hafi fengið leyfið áður en reglur um skotvopnaeign voru hertar eftir skotárásin í Kazan. Svo virðist sem að byssumaðurinn hafi verið drifinn áfram af hatri á skólafélögum sínum. Hann birti myndband á samfélagsmiðlum fyrir skotárásina þar sem hann sagðist lengi hafa dreymt um að láta til skarar skríða. Tveir lögreglumenn hafa verið hylltir sem hetjur vegna viðbragða sinna við árásinni. Einn þeirra leiddi nemendur og kennara í öruggt skjól en annar mætti árásarmanninum og tókst að særa hann. „Ungi maðurinn féll niður. Ég hljóp að honum, hélt honum föstum, ýtti burt rifflinum, skothylkjum og hnífi og byrjaði svo að veita honum fyrstu hjálp,“ sagði Konstantín Kalinin, liðsforingi, í myndbandi sem innanríkisráðuneyti Rússlands birti. Árásarmaðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.
Rússland Tengdar fréttir Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi. 20. september 2021 13:02 Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi. 20. september 2021 13:02
Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. 20. september 2021 08:56