Af skeinipappír og öryggiskennd Jón Ingi Hákonarson skrifar 22. september 2021 07:00 Ég, eins og margir Íslendingar, keyri beinustu leið í Costco og kaupi mér skeinipappír í hvert sinn sem áföll dynja á, hvort heldur eldfjöll gjósi eða landamæri lokist vegna heimsfaraldurs. Ekki það að mig skorti skeinipappír, þessi ósjálfráðu viðbrögð veita mér öryggiskennd. Hún er ómetanleg. Þegar Kófið skall á voru það helst ferðaþjónustan, veitingastaðir, barir og sviðslistir sem urðu fyrir höggi. Fólk sem starfar í þessum geirum missti, á núll einni, lífsviðurværi sitt. Fólk eins og ég, sem starfa á allt öðrum vettvangi, varð fyrir sáralitlum búsifjum. Eitt af fyrstu úrræðum ríkisstjórnarinnar var að auka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af iðnaðarvinnu við heimili o.fl. úr 60% í 100%. Það átti sem sagt að auka eftirspurn eftir iðnaðarmönnum sem voru ekki að glíma við eftirspurnarvanda og hjálpa fólki við að dytta að fasteignum sínum sem þurftu ekki lífsnauðsynlega aðstoð. Þessi skattaafsláttur er tekjumissir upp á um 9 milljarða fyrir ríkissjóð. Þessi efnahagsaðgerð skilaði engu til þeirra sem urðu fyrir efnahaglega högginu en jók á vanda ríkissjóðs. Það er því merkilegt að sjá afstöðu þeirra flokka, sem nú eru í framboði til þessa verkefnis „Allir vinna“. Þar er Viðreisn eini flokkurinn sem vill færa það til fyrra horfs, þar sem endurgreiðsluhlutfallið er 60% og tekjustreymi ríkissjóðs er sama tíma eflt um 9 milljarða. Þannig getur ríkið verið öflugra í sértækum aðgerðum til þeirra sem sannarlega urðu fyrir tekjufalli. Það er kannski ekki vinsælt en það er nauðsynlegt og skynsamlegt og í takt við þá ábyrgu fjármálastefnu sem flokkurinn hefur ávalt staðið fyrir. Þessi Costcoferð ríkisstjórnarinnar veitti henni örugglega öryggiskennd en nú er komin tími til að sleppa takinu á rúllunum og fara í sértækar aðgerðir sem bæta hag ríkissjóðs og þeirra sem misstu svo mikið. Almennar aðgerðir koma þeim yfirleitt best sem ekki þurfa hjálpina. Næsta ríkisstjórn þarf að koma með sértækar aðgerðir strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég, eins og margir Íslendingar, keyri beinustu leið í Costco og kaupi mér skeinipappír í hvert sinn sem áföll dynja á, hvort heldur eldfjöll gjósi eða landamæri lokist vegna heimsfaraldurs. Ekki það að mig skorti skeinipappír, þessi ósjálfráðu viðbrögð veita mér öryggiskennd. Hún er ómetanleg. Þegar Kófið skall á voru það helst ferðaþjónustan, veitingastaðir, barir og sviðslistir sem urðu fyrir höggi. Fólk sem starfar í þessum geirum missti, á núll einni, lífsviðurværi sitt. Fólk eins og ég, sem starfa á allt öðrum vettvangi, varð fyrir sáralitlum búsifjum. Eitt af fyrstu úrræðum ríkisstjórnarinnar var að auka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af iðnaðarvinnu við heimili o.fl. úr 60% í 100%. Það átti sem sagt að auka eftirspurn eftir iðnaðarmönnum sem voru ekki að glíma við eftirspurnarvanda og hjálpa fólki við að dytta að fasteignum sínum sem þurftu ekki lífsnauðsynlega aðstoð. Þessi skattaafsláttur er tekjumissir upp á um 9 milljarða fyrir ríkissjóð. Þessi efnahagsaðgerð skilaði engu til þeirra sem urðu fyrir efnahaglega högginu en jók á vanda ríkissjóðs. Það er því merkilegt að sjá afstöðu þeirra flokka, sem nú eru í framboði til þessa verkefnis „Allir vinna“. Þar er Viðreisn eini flokkurinn sem vill færa það til fyrra horfs, þar sem endurgreiðsluhlutfallið er 60% og tekjustreymi ríkissjóðs er sama tíma eflt um 9 milljarða. Þannig getur ríkið verið öflugra í sértækum aðgerðum til þeirra sem sannarlega urðu fyrir tekjufalli. Það er kannski ekki vinsælt en það er nauðsynlegt og skynsamlegt og í takt við þá ábyrgu fjármálastefnu sem flokkurinn hefur ávalt staðið fyrir. Þessi Costcoferð ríkisstjórnarinnar veitti henni örugglega öryggiskennd en nú er komin tími til að sleppa takinu á rúllunum og fara í sértækar aðgerðir sem bæta hag ríkissjóðs og þeirra sem misstu svo mikið. Almennar aðgerðir koma þeim yfirleitt best sem ekki þurfa hjálpina. Næsta ríkisstjórn þarf að koma með sértækar aðgerðir strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar