Flokkurinn sem framkvæmir Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 23. september 2021 07:31 Árið er 2014. Ég er í tíunda bekk í Hagaskóla og stekk niður í smíðastofuna því annar tími féll niður. Ég fékk að búa til mitt fyrsta mótmælaskilti og var á leið á Austurvöll daginn eftir. Tilefnið var að mótmæla því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi svikið loforð sitt um að þjóðin fengi loksins að kjósa um ESB en báðir flokkur höfðu lýst því yfir að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Ég var ekki endilega mikill Evrópusinni en mér þótti ömurlegt að enn og aftur væru stjórnmálamenn að fara á bak orða sinna. Á skiltinu mínu stóð „Það er ljótt að plata“, boðskapur sem börn geta meðtekið auðveldlega en gleymist fljótt á fullorðinsárum stjórnmálamanna. Árið er 2016. Ég er á öðru ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég vakna eldsnemma, vopnuð krítarspreyi og herja á borgina ásamt fríðu föruneyti með þeim einföldu skilaboðum „Bless Simmi“. Seinna sama dag fórum við ásamt 26 þúsund manns á Austurvöll. Þá var ég vopnuð melódíku og spilaði með hljómsveit lag sem ég fæ ennþá á heilann, með þeim stórkostlega texta „Þið eruð rekin, þið eruð rekin!“ Þreyttur mótmælandi finnur sér flokk Ég hafði sterkar skoðanir á stjórnmálum en var orðin langþreytt á því að mótmæla spilltum og aðgerðalausum stjórnmálamönnum. Þegar ég leitaði til flokka sem ég heillaðist af fyrir feminískar áherslur, umhverfismál eða frelsismál þá kom alltaf til þess að ég varð afhuga flokkunum vegna þess að enginn þeirra hafði allt þrennt. Vorið 2016 breyttist það hins vegar. 25. maí 2016 var Viðreisn stofnuð, sem ég fylgdist með vegna þess að ég þekkti fólk sem kom að stofnun flokksins. Engu að síður var ég þreytt og ekkert sérlega vongóð um að þarna væri flokkur sem hefði allt sem ég lagði áherslu á: femínisma, umhverfismál, frelsismál og að innan flokksins væri ekki ágreiningur um að þau mál væru mikilvæg. Ég mætti á opinn fund ungliðahreyfingarinnar áður en flokkurinn var formlega stofnaður. Ég spurði um allt á milli himins og jarðar og mér til mikillar gleði voru svörin einfaldlega „Já, við erum sammála þér“. Ég fór hægt og rólega að taka þátt og áður en ég vissi af var tilheyrði ég flokki sem ég hef átt mikla samleið með allar götur síðan. Þetta er flokkur sem hlustar á raddir ungs fólks og á síðustu árum hef ég náð að koma málum á stefnuskrá Viðreisnar sem ég hefði sennilega ekki komið í gegn á öðrum vettvangi. Lögleiðingu dánaraðstoðar, vímuefna, skaðaminnkandi nálgun á kynlífsvinnu og þolenda vændis, móttöku loftslagsflóttafólks og svo mætti lengi telja. Í vor var mér svo boðið 3. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður, raunhæfu varaþingmannssæti og ef vel gengur e.t.v. þingsæti. Verður mótmælandi að þingmanni? Mig langar á þing til þess að berjast fyrir samfélagi sem tekur utan um fólk en útskúfar því ekki úr samfélaginu fyrir það eitt að villast af leið. Mig langar að taka á loftslagsmálum af hörku, berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og niðurgreiddri sálfræðiþjónustu. Mig langar að Viðreisn sé með stóran þingflokk svo að mál sem þessi hljóti brautargengi á þingi. Mig langar að losa okkur undan íhaldsstjórn og færa okkur í áttina að frjálslyndu samfélagi þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Mig langar ekki lengur að vera áhorfandi með mótmælaspjald fyrir utan veggi Alþingis, heldur gera mitt besta til að eiga sæti þar inni til þess að framkvæma loksins þessi mál sem hafa setið á hakanum of lengi. Til þess að samfélag sem byggir á jafnrétti, frelsi og umhverfisvernd verði að veruleika þarf að kjósa Viðreisn í komandi Alþingiskosningum. Annars boðum við yfir okkur, enn og aftur, íhaldið og kyrrstöðuna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Árið er 2014. Ég er í tíunda bekk í Hagaskóla og stekk niður í smíðastofuna því annar tími féll niður. Ég fékk að búa til mitt fyrsta mótmælaskilti og var á leið á Austurvöll daginn eftir. Tilefnið var að mótmæla því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi svikið loforð sitt um að þjóðin fengi loksins að kjósa um ESB en báðir flokkur höfðu lýst því yfir að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Ég var ekki endilega mikill Evrópusinni en mér þótti ömurlegt að enn og aftur væru stjórnmálamenn að fara á bak orða sinna. Á skiltinu mínu stóð „Það er ljótt að plata“, boðskapur sem börn geta meðtekið auðveldlega en gleymist fljótt á fullorðinsárum stjórnmálamanna. Árið er 2016. Ég er á öðru ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég vakna eldsnemma, vopnuð krítarspreyi og herja á borgina ásamt fríðu föruneyti með þeim einföldu skilaboðum „Bless Simmi“. Seinna sama dag fórum við ásamt 26 þúsund manns á Austurvöll. Þá var ég vopnuð melódíku og spilaði með hljómsveit lag sem ég fæ ennþá á heilann, með þeim stórkostlega texta „Þið eruð rekin, þið eruð rekin!“ Þreyttur mótmælandi finnur sér flokk Ég hafði sterkar skoðanir á stjórnmálum en var orðin langþreytt á því að mótmæla spilltum og aðgerðalausum stjórnmálamönnum. Þegar ég leitaði til flokka sem ég heillaðist af fyrir feminískar áherslur, umhverfismál eða frelsismál þá kom alltaf til þess að ég varð afhuga flokkunum vegna þess að enginn þeirra hafði allt þrennt. Vorið 2016 breyttist það hins vegar. 25. maí 2016 var Viðreisn stofnuð, sem ég fylgdist með vegna þess að ég þekkti fólk sem kom að stofnun flokksins. Engu að síður var ég þreytt og ekkert sérlega vongóð um að þarna væri flokkur sem hefði allt sem ég lagði áherslu á: femínisma, umhverfismál, frelsismál og að innan flokksins væri ekki ágreiningur um að þau mál væru mikilvæg. Ég mætti á opinn fund ungliðahreyfingarinnar áður en flokkurinn var formlega stofnaður. Ég spurði um allt á milli himins og jarðar og mér til mikillar gleði voru svörin einfaldlega „Já, við erum sammála þér“. Ég fór hægt og rólega að taka þátt og áður en ég vissi af var tilheyrði ég flokki sem ég hef átt mikla samleið með allar götur síðan. Þetta er flokkur sem hlustar á raddir ungs fólks og á síðustu árum hef ég náð að koma málum á stefnuskrá Viðreisnar sem ég hefði sennilega ekki komið í gegn á öðrum vettvangi. Lögleiðingu dánaraðstoðar, vímuefna, skaðaminnkandi nálgun á kynlífsvinnu og þolenda vændis, móttöku loftslagsflóttafólks og svo mætti lengi telja. Í vor var mér svo boðið 3. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður, raunhæfu varaþingmannssæti og ef vel gengur e.t.v. þingsæti. Verður mótmælandi að þingmanni? Mig langar á þing til þess að berjast fyrir samfélagi sem tekur utan um fólk en útskúfar því ekki úr samfélaginu fyrir það eitt að villast af leið. Mig langar að taka á loftslagsmálum af hörku, berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og niðurgreiddri sálfræðiþjónustu. Mig langar að Viðreisn sé með stóran þingflokk svo að mál sem þessi hljóti brautargengi á þingi. Mig langar að losa okkur undan íhaldsstjórn og færa okkur í áttina að frjálslyndu samfélagi þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Mig langar ekki lengur að vera áhorfandi með mótmælaspjald fyrir utan veggi Alþingis, heldur gera mitt besta til að eiga sæti þar inni til þess að framkvæma loksins þessi mál sem hafa setið á hakanum of lengi. Til þess að samfélag sem byggir á jafnrétti, frelsi og umhverfisvernd verði að veruleika þarf að kjósa Viðreisn í komandi Alþingiskosningum. Annars boðum við yfir okkur, enn og aftur, íhaldið og kyrrstöðuna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun