Aðgerðaáætlun gegn fátækt barna! Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 21. september 2021 11:01 Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Varða Rannsóknarstofa Vinnumarkaðarins gerði meðal félaga í ÖBÍ staðfestist enn og aftur sú staðreynd að fjárhagsstaða einstæðra foreldra í hópi öryrkja er oft mjög slæm. Einstæðir foreldrar með börn í hópi öryrkja hafa í meira mæli þurft að nota þá fjárhagsaðstoð sem spurt var um í könnuninni eða um átta af hverjum tíu. Flestir höfðu þurft að leita á náðir ættingja, vina eða hjálparsamtaka. Auk þess kemur í ljós að um átta af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Oft vilja börnin sjálf gleymast í umræðu um fátækt. Við þurfum ávallt að horfa á aðgerðir stjórnvalda gegn fátækt út frá sjónarhorni barna. Þar sem þessu sjónarhorni hefur verið beitt erlendis hefur komið í ljós að aðstæður barna eiga það til að gleymast í umræðunni um fátækt. Þessi staðreynd er grafalvarleg þar sem ljóst er að afleiðingar barnafátæktar eru skelfilegar, styttri lífslíkur, verri andleg og líkamleg heilsa ásamt auknum líkum á að búa við fátækt á fullorðins aldri. Til að breyta þessu þarf fyrst og fremst að bæta lífskjör einstæðra foreldra, ekki síst í hópi öryrkja. Barnabætur hafa verið hækkaðar og fleiri njóta þeirra, en ljóst er að huga þarf sérstaklega að hækkun til þeirra verst stöddu t.d með hækkun hámarksbóta. Hækka þarf barnalífeyri og halda áfram að auka niðurgreiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu og menntun. Festa ætti í sessi sérstakan frístundastyrk og vinna að innleiðingu hans í samvinnu við sveitarfélögin. Efla þarf almenna íbúðakerfið, en ljóst er að staða á húsnæðismarkaði og húsnæðiskostnaður hafa mikil áhrif á fólk sem býr við fátækt. Nú þurfa stjórnvöld að vinna fyrstu heildstæðu aðgerðaáætlunina gegn fátækt barna á Íslandi. Við þá vinnu er mikilvægt að nýta reynsluna frá öðrum löndum á borð við Noreg. Meðal brýnna aðgerða er að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með tímasettri áætlun, endurskoða barnabótakerfið með áherslu á tekjulægstu hópana, hækka grunnframfærslu öryrkja ásamt barnalífeyri og tryggja að stuðningskerfi vinni og virki saman og ávallt með hagsmuni barna að leiðarljósi. Við Vinstri græn höfum sýnt að okkur er treystandi til að taka að okkur umfangsmikil verkefni, og forgangsraða ávallt í þágu þeirra sem þurfa mest á því að halda. Nú er kominn tími til að stjórnvöld vinni fyrstu heildstæðu áætlunina gegn fátækt barna og haldi áfram að láta verkin tala. Höfundur er þingmaður og skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Reykjavíkurkjördæmi norður Félagsmál Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Varða Rannsóknarstofa Vinnumarkaðarins gerði meðal félaga í ÖBÍ staðfestist enn og aftur sú staðreynd að fjárhagsstaða einstæðra foreldra í hópi öryrkja er oft mjög slæm. Einstæðir foreldrar með börn í hópi öryrkja hafa í meira mæli þurft að nota þá fjárhagsaðstoð sem spurt var um í könnuninni eða um átta af hverjum tíu. Flestir höfðu þurft að leita á náðir ættingja, vina eða hjálparsamtaka. Auk þess kemur í ljós að um átta af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Oft vilja börnin sjálf gleymast í umræðu um fátækt. Við þurfum ávallt að horfa á aðgerðir stjórnvalda gegn fátækt út frá sjónarhorni barna. Þar sem þessu sjónarhorni hefur verið beitt erlendis hefur komið í ljós að aðstæður barna eiga það til að gleymast í umræðunni um fátækt. Þessi staðreynd er grafalvarleg þar sem ljóst er að afleiðingar barnafátæktar eru skelfilegar, styttri lífslíkur, verri andleg og líkamleg heilsa ásamt auknum líkum á að búa við fátækt á fullorðins aldri. Til að breyta þessu þarf fyrst og fremst að bæta lífskjör einstæðra foreldra, ekki síst í hópi öryrkja. Barnabætur hafa verið hækkaðar og fleiri njóta þeirra, en ljóst er að huga þarf sérstaklega að hækkun til þeirra verst stöddu t.d með hækkun hámarksbóta. Hækka þarf barnalífeyri og halda áfram að auka niðurgreiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu og menntun. Festa ætti í sessi sérstakan frístundastyrk og vinna að innleiðingu hans í samvinnu við sveitarfélögin. Efla þarf almenna íbúðakerfið, en ljóst er að staða á húsnæðismarkaði og húsnæðiskostnaður hafa mikil áhrif á fólk sem býr við fátækt. Nú þurfa stjórnvöld að vinna fyrstu heildstæðu aðgerðaáætlunina gegn fátækt barna á Íslandi. Við þá vinnu er mikilvægt að nýta reynsluna frá öðrum löndum á borð við Noreg. Meðal brýnna aðgerða er að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með tímasettri áætlun, endurskoða barnabótakerfið með áherslu á tekjulægstu hópana, hækka grunnframfærslu öryrkja ásamt barnalífeyri og tryggja að stuðningskerfi vinni og virki saman og ávallt með hagsmuni barna að leiðarljósi. Við Vinstri græn höfum sýnt að okkur er treystandi til að taka að okkur umfangsmikil verkefni, og forgangsraða ávallt í þágu þeirra sem þurfa mest á því að halda. Nú er kominn tími til að stjórnvöld vinni fyrstu heildstæðu áætlunina gegn fátækt barna og haldi áfram að láta verkin tala. Höfundur er þingmaður og skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun