Áskorun Landssamtakanna Þroskahjálpar til kjörstjórna Bryndís Snæbjörnsdóttir skrifar 20. september 2021 16:01 Víða í heiminum fær fatlað fólk ekki að kjósa. Það gerist líka stundum á Íslandi. Samt eru lög og reglur á Íslandi þannig að þau reyna að passa upp á rétt fatlaðs fólks til að kjósa. Það eru allskonar hindranir í umhverfinu eða frá öðru fólki sem koma í veg fyrir að fatlað fólk geti kosið. Við viljum að allir sem vilja geti kosið. Kjörstjórn sem stýrir kosningunum á að passa uppá að fatlað fólk geti kosið. Að það sé gott aðgengi inn á kjörstaðinn og inni í kjörklefanum. Að leiðbeiningar séu góðar og auðvelt að skilja þær. Að aðstoða þá sem þurfa aðstoð við að kjósa. Vera jákvætt og sýna að það vilji leiðbeina og aðstoða. Landssamtökin Þroskahjálp biðja allar kjörstjórnir í landinu að passa sértaklega vel upp á að fatlað fólk geti nýtt rétt sinn til að kjósa í alþingiskosningunum á laugardaginn 25. september. Fatlað fólk hefur hvarvetna í heiminum mátt þola að vera svipt kosningarétti vegna djúpstæðra fordóma og mismununar í lögum eða framkvæmd laga og þannig er það enn mjög víða. Ísland er engin undantekning frá því þó að margt hafi skánað og fleira muni skána þegar ný kosningalög taka gildi í byrjun næsta árs. En þetta er ekki bara spurning um að lög og reglur kveði á um rétt allra til að kjósa án mismununar. Þetta er líka spurning um ýmsar hindranir í umhverfi og viðhorfum fólks sem mæta fötluðu fólki þegar það ætlar að nýta kosningaréttinn. Ef við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa réttinn til að kjósa og ekki bara í orði heldur í einnig í verki, er það á ábyrgð okkar allra að gera það sem í okkar valdi stendur, hvers og eins, til að ryðja úr vegi öllum þeim beinu og óbeinu hindrunum sem standa því í vegi að allt fatlað fólk njóti í raun kosningaréttar til jafns við aðra. Kjörstjórnir hafa mjög mikilvægt hlutverk og mikla ábyrgð við að tryggja að fatlað fólk fái í raun sömu tækifæri og aðrir til að nýta kosningarétt sinn. Er tryggt að aðgengi á kjörstað sé hindrunarlaust og öruggt? Er tryggt að fatlað fólk fái á kjörstað fullnægjandi leiðbeiningar og aðstoð sem það þarf á að halda til að geta kosið hindranalaust? Er tryggt að viðmót starfsfólks á kjörstað gagnvart fötluðu fólki sé jákvætt og einkennist af vilja til að leiðbeina og aðstoða? Landssamtökin Þroskahjálp hafa undanfarnar vikur staðið fyrir undirskriftaöfnun og nú hafa 6000 manns skrifað undir hana með áskorun um að yfirkjörstjórnir og samfélagið allt styðji við fatlað fólk í kosningum, tryggji óhindrað aðgengi á kjörstað og komi í veg fyrir fordóma. Undirskriftirnar verða afhentar dómsmálaráðuneytinu í lok vikunnar. Landssamtökin Þroskahálp þakka öllum sem skrifuðu undir áskorunina kærlega fyrir stuðninginn og öllum sem tóku þátt í þessu vitundarvakningar-verkefni með okkur Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með á allar kjörstjórnir í landinu að gera allt það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fatlað fólk geti nýtt rétt sinn til að kjósa til Alþingis 25. september nk., án þess að þurfa að mæta nokkrum hindrunum sem leiða til eða eru til þess fallnar að mismuna því um þessi gríðarlega mikilsverðu lýðræðis- og mannréttindi. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Víða í heiminum fær fatlað fólk ekki að kjósa. Það gerist líka stundum á Íslandi. Samt eru lög og reglur á Íslandi þannig að þau reyna að passa upp á rétt fatlaðs fólks til að kjósa. Það eru allskonar hindranir í umhverfinu eða frá öðru fólki sem koma í veg fyrir að fatlað fólk geti kosið. Við viljum að allir sem vilja geti kosið. Kjörstjórn sem stýrir kosningunum á að passa uppá að fatlað fólk geti kosið. Að það sé gott aðgengi inn á kjörstaðinn og inni í kjörklefanum. Að leiðbeiningar séu góðar og auðvelt að skilja þær. Að aðstoða þá sem þurfa aðstoð við að kjósa. Vera jákvætt og sýna að það vilji leiðbeina og aðstoða. Landssamtökin Þroskahjálp biðja allar kjörstjórnir í landinu að passa sértaklega vel upp á að fatlað fólk geti nýtt rétt sinn til að kjósa í alþingiskosningunum á laugardaginn 25. september. Fatlað fólk hefur hvarvetna í heiminum mátt þola að vera svipt kosningarétti vegna djúpstæðra fordóma og mismununar í lögum eða framkvæmd laga og þannig er það enn mjög víða. Ísland er engin undantekning frá því þó að margt hafi skánað og fleira muni skána þegar ný kosningalög taka gildi í byrjun næsta árs. En þetta er ekki bara spurning um að lög og reglur kveði á um rétt allra til að kjósa án mismununar. Þetta er líka spurning um ýmsar hindranir í umhverfi og viðhorfum fólks sem mæta fötluðu fólki þegar það ætlar að nýta kosningaréttinn. Ef við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa réttinn til að kjósa og ekki bara í orði heldur í einnig í verki, er það á ábyrgð okkar allra að gera það sem í okkar valdi stendur, hvers og eins, til að ryðja úr vegi öllum þeim beinu og óbeinu hindrunum sem standa því í vegi að allt fatlað fólk njóti í raun kosningaréttar til jafns við aðra. Kjörstjórnir hafa mjög mikilvægt hlutverk og mikla ábyrgð við að tryggja að fatlað fólk fái í raun sömu tækifæri og aðrir til að nýta kosningarétt sinn. Er tryggt að aðgengi á kjörstað sé hindrunarlaust og öruggt? Er tryggt að fatlað fólk fái á kjörstað fullnægjandi leiðbeiningar og aðstoð sem það þarf á að halda til að geta kosið hindranalaust? Er tryggt að viðmót starfsfólks á kjörstað gagnvart fötluðu fólki sé jákvætt og einkennist af vilja til að leiðbeina og aðstoða? Landssamtökin Þroskahjálp hafa undanfarnar vikur staðið fyrir undirskriftaöfnun og nú hafa 6000 manns skrifað undir hana með áskorun um að yfirkjörstjórnir og samfélagið allt styðji við fatlað fólk í kosningum, tryggji óhindrað aðgengi á kjörstað og komi í veg fyrir fordóma. Undirskriftirnar verða afhentar dómsmálaráðuneytinu í lok vikunnar. Landssamtökin Þroskahálp þakka öllum sem skrifuðu undir áskorunina kærlega fyrir stuðninginn og öllum sem tóku þátt í þessu vitundarvakningar-verkefni með okkur Landssamtökin Þroskahjálp skora hér með á allar kjörstjórnir í landinu að gera allt það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að fatlað fólk geti nýtt rétt sinn til að kjósa til Alþingis 25. september nk., án þess að þurfa að mæta nokkrum hindrunum sem leiða til eða eru til þess fallnar að mismuna því um þessi gríðarlega mikilsverðu lýðræðis- og mannréttindi. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun