ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Árni Sæberg skrifar 18. september 2021 18:39 Arnar Sigurðsson vínkaupmaður í Sante. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. Í stefnu ÁTVR, sem fréttastofa hefur undir höndum, fer ríkisfyrirtækið fram á að Sante hætti með öllu smásölu áfengis að viðlögðum dagsektum upp á fimmtíu þúsund krónur á hvern aðila. Alls 150 þúsund krónur á dag. Fyrirtækið ber fyrir sig ákvæði áfengislaga en þar er skýrt tekið fram að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi einkarétt til sölu áfengis hér á landi. Þá krefst ÁTVR þess einnig að viðurkennd verði bótaskylda hvers aðila fyrir sig, vegna meints tjóns sem ÁTVR hefur beðið vegna smásölu áfengis í vefverslun. Reyndi fyrst kæru til lögreglu Ljóst er að ÁTVR hefur horn í síðu Arnars Sigurðssonar og fyrirtækja hans en fyrirtækið kærði sömu aðila til lögreglu og skattyfirvalda í júlí síðastliðnum. Fyrirtækin voru þá sökuð um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. Segist hafa riðið á vaðið til að veita neytendum valkost Arnar Sigurðsson segir að fyrirtæki hans hafi riðið á vaðið og opnað annan kost í áfengiskaupum fyrir íslenska neytendur. „ÁTVR veit að niðurtalningin er hafin og þess vegna reyna stjórnendur á handahófskenndan hátt að leggja stein í götu okkar. Ekkert af þessu hefur borið árangur. Meira að segja lögreglan telur ekki ástæðu til þess að aðhafast neitt í málinu! Þá hafa hvorki sýslumaður né skatturinn séð ástæðu til þess að bregðast við kvörtunum ÁTVR,“ segir Arnar í samskiptum við fréttaastofu. Arnar segir að málið sé nú í höndum lögmanna og að fyrirtæki hans muni halda uppteknum hætti á meðan á málaferlum stendur. Fleiri hafa fengið stefnu Þórgnýr Thoroddsen, oft kenndur við Bjórland, hafði samband við fréttastofu og benti á að ÁTVR hefði einnig stefnt honum fyrir „að brjóta gegn einokunarleyfi fyrirtækisins og gegn lögum um verslun með áfengi.“ Hann segir að það sem komi honum mest á óvart í málinu sé hversu vanhugsuð stefna ÁTVR sé, ekki síst með tilliti til þess hversu lengi málið hafi verið í gerjun. „Ég sé ekki ástæðu til að gefa neitt eftir, missi ekki svefn yfir þessu máli. - Sú staðreynd að hvorki lögreglan né sýslumaður virðast hafa sýnt þessu máli nokkurn áhuga segir ýmislegt, enn fremur liggur straumurinn í pólitíkinni og þjóðfélaginu bara þannig að það er bara tímaspursmál hvenær það verði staðfest það sem við vitum nú þegar, að rekstur innlendra vefverslana með áfengi er fullkomlega eðlilegur,“ segir Þórgnýr. Þórgnýr tjáði sig um málið á Facebook á dögunum og segir sér hafa verið gert að sök að vera moskítófluga í augum ÁTVR. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Áfengi og tóbak Neytendur Netverslun með áfengi Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Í stefnu ÁTVR, sem fréttastofa hefur undir höndum, fer ríkisfyrirtækið fram á að Sante hætti með öllu smásölu áfengis að viðlögðum dagsektum upp á fimmtíu þúsund krónur á hvern aðila. Alls 150 þúsund krónur á dag. Fyrirtækið ber fyrir sig ákvæði áfengislaga en þar er skýrt tekið fram að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hafi einkarétt til sölu áfengis hér á landi. Þá krefst ÁTVR þess einnig að viðurkennd verði bótaskylda hvers aðila fyrir sig, vegna meints tjóns sem ÁTVR hefur beðið vegna smásölu áfengis í vefverslun. Reyndi fyrst kæru til lögreglu Ljóst er að ÁTVR hefur horn í síðu Arnars Sigurðssonar og fyrirtækja hans en fyrirtækið kærði sömu aðila til lögreglu og skattyfirvalda í júlí síðastliðnum. Fyrirtækin voru þá sökuð um að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. Segist hafa riðið á vaðið til að veita neytendum valkost Arnar Sigurðsson segir að fyrirtæki hans hafi riðið á vaðið og opnað annan kost í áfengiskaupum fyrir íslenska neytendur. „ÁTVR veit að niðurtalningin er hafin og þess vegna reyna stjórnendur á handahófskenndan hátt að leggja stein í götu okkar. Ekkert af þessu hefur borið árangur. Meira að segja lögreglan telur ekki ástæðu til þess að aðhafast neitt í málinu! Þá hafa hvorki sýslumaður né skatturinn séð ástæðu til þess að bregðast við kvörtunum ÁTVR,“ segir Arnar í samskiptum við fréttaastofu. Arnar segir að málið sé nú í höndum lögmanna og að fyrirtæki hans muni halda uppteknum hætti á meðan á málaferlum stendur. Fleiri hafa fengið stefnu Þórgnýr Thoroddsen, oft kenndur við Bjórland, hafði samband við fréttastofu og benti á að ÁTVR hefði einnig stefnt honum fyrir „að brjóta gegn einokunarleyfi fyrirtækisins og gegn lögum um verslun með áfengi.“ Hann segir að það sem komi honum mest á óvart í málinu sé hversu vanhugsuð stefna ÁTVR sé, ekki síst með tilliti til þess hversu lengi málið hafi verið í gerjun. „Ég sé ekki ástæðu til að gefa neitt eftir, missi ekki svefn yfir þessu máli. - Sú staðreynd að hvorki lögreglan né sýslumaður virðast hafa sýnt þessu máli nokkurn áhuga segir ýmislegt, enn fremur liggur straumurinn í pólitíkinni og þjóðfélaginu bara þannig að það er bara tímaspursmál hvenær það verði staðfest það sem við vitum nú þegar, að rekstur innlendra vefverslana með áfengi er fullkomlega eðlilegur,“ segir Þórgnýr. Þórgnýr tjáði sig um málið á Facebook á dögunum og segir sér hafa verið gert að sök að vera moskítófluga í augum ÁTVR. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Áfengi og tóbak Neytendur Netverslun með áfengi Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira