Þinghúsið girt af vegna fyrirhugaðra mótmæla í dag Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 12:09 Öryggisgirðing hefur verið reist utan um bandaríska þinghúsið, Capitol, í Washington í aðdraganda boðaðra mótmæla í dag. Óvist er hvernig mæting verður, en lögregla teflir ekki á tvær hættur eftir áhlaupið sem stuðningsfólk Donalds Trump gerði á þinghúsið í janúar síðastliðnum. Mikill viðbúnaður er við þinghús Bandaríkjanna í Washington vegna fyrirhugaðrar samkomu í dag til stuðning þeirra sem sæta rannsókn og gæsluvarðhaldi vegna óeirðanna hinn 6. janúar sl. Þá réðust þúsundir stuðningsfólks Donalds Trump, þáverandi fráfarandi Bandaríkjaforseta, til áhlaups og inngöngu í þinghúsið. Í róstunum slösuðust fjölmargir lögreglumenn og einn mótmælandi var skotinn til bana. Degi síðar lést einn lögreglumaður, en síðan þá hafa fjórir lögreglumenn sem tóku þátt í vörnum þinghússins svipt sig lífi. Alls hafa rúmlega 600 manns verið ákærð í málinu og 63 sitja inni, en skipuleggjandi samkomunnar starfaði á sínum tíma fyrir framboð Trumps. Leyfi til mótmælanna tekur til 700 manns, en óvíst er hvernig mæting verður. Þingmenn repúblikana og annað forystufólk af hægri væng stjórnmálasviðsins í Bandaríkjunum hafa gert lítið úr uppákomunni og halda margir því fram að mótmælin séu sviðsett af yfirvöldum til að koma höndum yfir rósturseggi frá áhlaupinu í janúar. Líklegra þykir að til átaka komi ef hópur fólks af öndverðum pólitískum meiði kemur saman til andmæla á sama stað. Hvað öllu líður vilja löggæsluyfirvöld ekki tefla á tvær hættur að þessu sinni, eftir harða gagnrýni í kringum atburðina í janúar og hafa meðal annars reist rúmlega 2ja metra háa girðingu umhverfis þinghúsið. „Við munum ekki umbera nokkuð ofbeldi eða nokkurs konar lögbrot,“ hefur AP eftir Tom Manger lögreglustjóra þinghúslögreglunnar. „Almenningur og þingmenn reiða sig á okkur við að vernda húsið og ég er viss um að aðgerðir okkar munu tryggja það.“ Bandaríkin Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Þá réðust þúsundir stuðningsfólks Donalds Trump, þáverandi fráfarandi Bandaríkjaforseta, til áhlaups og inngöngu í þinghúsið. Í róstunum slösuðust fjölmargir lögreglumenn og einn mótmælandi var skotinn til bana. Degi síðar lést einn lögreglumaður, en síðan þá hafa fjórir lögreglumenn sem tóku þátt í vörnum þinghússins svipt sig lífi. Alls hafa rúmlega 600 manns verið ákærð í málinu og 63 sitja inni, en skipuleggjandi samkomunnar starfaði á sínum tíma fyrir framboð Trumps. Leyfi til mótmælanna tekur til 700 manns, en óvíst er hvernig mæting verður. Þingmenn repúblikana og annað forystufólk af hægri væng stjórnmálasviðsins í Bandaríkjunum hafa gert lítið úr uppákomunni og halda margir því fram að mótmælin séu sviðsett af yfirvöldum til að koma höndum yfir rósturseggi frá áhlaupinu í janúar. Líklegra þykir að til átaka komi ef hópur fólks af öndverðum pólitískum meiði kemur saman til andmæla á sama stað. Hvað öllu líður vilja löggæsluyfirvöld ekki tefla á tvær hættur að þessu sinni, eftir harða gagnrýni í kringum atburðina í janúar og hafa meðal annars reist rúmlega 2ja metra háa girðingu umhverfis þinghúsið. „Við munum ekki umbera nokkuð ofbeldi eða nokkurs konar lögbrot,“ hefur AP eftir Tom Manger lögreglustjóra þinghúslögreglunnar. „Almenningur og þingmenn reiða sig á okkur við að vernda húsið og ég er viss um að aðgerðir okkar munu tryggja það.“
Bandaríkin Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira