Greiðir 300 þúsund krónur fyrir hótun um að senda nektarmyndir Árni Sæberg skrifar 17. september 2021 22:25 Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur til 45 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa hótað að senda nektarmyndir af fyrrverandi sambúðarkonu sinni á yfirmann hennar. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Málsatvik voru þau að maðurinn hótaði að senda myndir af konunni fáklæddri á yfirmann hennar með eftirfarandi skilaboðum: „Eg á enn mjog goðar myndir og video af ter... td tar sem mu ert halfnskin ad reykja gras..... eg syni það a emailum þa erum vid kvitt.“ Í dóminum segir að skilaboðin hafi verið til þess fallin að vekja ótta hjá konunni um velferð hennar. Konan hafði lagt fram kæru vegna tveggja líkamsárása af hendi mannsins á meðan á sambandi þeirra stóð auk umræddrar hótunar. Hótunina hafði maðurinn uppi eftir að hann fékk veður af því að konan hefði tilkynnt lögreglu um líkamsárásirnar tvær. Hann hafi furðað sig á því hún hafi kært hann fyrir líkamsárás. Konan hafi þá leiðrétt manninn og tilkynnt honum að hún hefði ekki viljað leggja fram formlega kæru á hendur honum þá heldur einungis viljað láta bóka um málið. Þá bauð hún manninum að leita sér hjálpar hjá Heimilisfriði, ella myndi hún fara alla leið með málið. Þar sem hún hefði ekki fengið staðfestingu þess efnis frá manninum hafi hún ákveðið að leggja fram formlega kæru. Málið fellt niður vegna skorts á sönnun Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað að fella málið niður árið 2019 þar sem það sem fram væri komið væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis. Konan kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun lögreglustjórans hvað varðaði meintar líkamsárásir ákærða með vísan til þess að þau brot hans væru fyrnd. Hins vegar taldi ríkissaksóknari að í þeim skilaboðum mannsins sem tekin eru upp í ákæru málsins hefði falist hótun um að fremja refsiverðan verknað. Var ákvörðun lögreglustjóra varðandi þann þátt málsins því felld niður og lagt fyrir lögreglustjóra að gefa út ákæru vegna hans, sem lögreglustjóri gerði. Fór svo að maðurinn var sakfelldur fyrir hótunarbrotið og honum gert að sæta 45 daga fangelsisrefsingar sem er frestað til tveggja ára auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk 500 þúsund króna í málskostnað. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda sín, alls um 1.400 þúsund. Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Málsatvik voru þau að maðurinn hótaði að senda myndir af konunni fáklæddri á yfirmann hennar með eftirfarandi skilaboðum: „Eg á enn mjog goðar myndir og video af ter... td tar sem mu ert halfnskin ad reykja gras..... eg syni það a emailum þa erum vid kvitt.“ Í dóminum segir að skilaboðin hafi verið til þess fallin að vekja ótta hjá konunni um velferð hennar. Konan hafði lagt fram kæru vegna tveggja líkamsárása af hendi mannsins á meðan á sambandi þeirra stóð auk umræddrar hótunar. Hótunina hafði maðurinn uppi eftir að hann fékk veður af því að konan hefði tilkynnt lögreglu um líkamsárásirnar tvær. Hann hafi furðað sig á því hún hafi kært hann fyrir líkamsárás. Konan hafi þá leiðrétt manninn og tilkynnt honum að hún hefði ekki viljað leggja fram formlega kæru á hendur honum þá heldur einungis viljað láta bóka um málið. Þá bauð hún manninum að leita sér hjálpar hjá Heimilisfriði, ella myndi hún fara alla leið með málið. Þar sem hún hefði ekki fengið staðfestingu þess efnis frá manninum hafi hún ákveðið að leggja fram formlega kæru. Málið fellt niður vegna skorts á sönnun Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað að fella málið niður árið 2019 þar sem það sem fram væri komið væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis. Konan kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun lögreglustjórans hvað varðaði meintar líkamsárásir ákærða með vísan til þess að þau brot hans væru fyrnd. Hins vegar taldi ríkissaksóknari að í þeim skilaboðum mannsins sem tekin eru upp í ákæru málsins hefði falist hótun um að fremja refsiverðan verknað. Var ákvörðun lögreglustjóra varðandi þann þátt málsins því felld niður og lagt fyrir lögreglustjóra að gefa út ákæru vegna hans, sem lögreglustjóri gerði. Fór svo að maðurinn var sakfelldur fyrir hótunarbrotið og honum gert að sæta 45 daga fangelsisrefsingar sem er frestað til tveggja ára auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk 500 þúsund króna í málskostnað. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda sín, alls um 1.400 þúsund.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira