SI gapandi hissa vegna milljarða stafræns verkefnis borgarinnar Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2021 16:30 Sigríður Mogensen og þau hjá Samtökum iðnaðarins furða sig á milljarða verkefni sem Reykjavíkurborg er nú að hrinda úr vör. vísir/vilhelm Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir borgina þramma með yfirgengilega freklegum hætti inn á viðkvæman samkeppnismarkað. „Borgin ætlar að ráða til sín 60 sérfræðinga í þetta verkefni á kostnað borgarbúa og fyrirtækjanna í borginni og teljum við að meiri gagnsæi eigi að vera um framkvæmdina og aðferðarfræðina í þessu. Til samanburðar er áhugavert að skoða nálgunina hjá ríkinu í verkefninu Stafrænt Ísland en þar hafa mun færri starfsmenn verið ráðnir, aðallega í verkefnastjórn og utanumhald og þróun er útvistað að langmestu leyti,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Rúmlega tíu milljarðar í verkefnið Morgunblaðið hefur á undanförnum dögum fjallað um fyrirætlanir Reykjavíkurborgar þess efnis að á fót verð sett sérstök deild til að byggja upp stafræna innviði borgarinnar. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt þessar fyrirætlanir en áformað er að verja 10,3 milljörðum til þessa verkefnis á rúmu tveimur árum. Í Morgunblaði dagsins var því slegið upp að þetta verkefni muni spara borginni milljaðra króna. Sigríður telur sérkennilegar reikningskúnstir búa þar að baki en Óskar J. Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar, segir gagnrýnina byggjast á misskilningi og vanþekkingu. Morgunblaðið sló því upp í dag að verkefnið muni spara borginni stórfé. Samtök iðnaðarins telja forsendurnar fyrir þeim útreikningum furðu þröngar.skjáskot Það segir hann í samtali við Morgunblaðið en þar kemur fram að samkvæmt áætlun fara liðlega þrír milljarðar fara í kaup á hugbúnaði og upplýsingakerfum og 2,4 milljarðar í umbreytingu á þjónustuferlum en minna í aðra þætti. Launakostnaður er ekki sérstaklega tilgreindur í þeirri áætlun. Óskar heldur því fram að tiltölulega lítill hluti af fjárfestingunni fari í launakostnað vegna ráðningar á um 60 sérfræðingum í verkefnið, eða lauslega áætlað um 900 milljónir á ári með launatengdum gjöldum. Sigríður segir hins vegar, í samtali við Vísi, gagnrýni þeirra hjá Samtökum iðnaðarins standa og það sem meira er, eftir sitji fjölmargar áleitnar spurningar. Risastórt verkefni á íslenskan mælikvarða „Það væri áhugavert að sjá þær forsendur sem Reykjavíkurborg gefur sér til að komast að þeirri niðurstöðu að það sé hagkvæmara að ráða starfsfólk beint til borgarinnar til að sinna þessu í stað þess að fá tilboð í einstaka verkþætti, sérfræðiþekkingu og einstakar stafrænar lausnir?“ spyr Sigríður. Hún segir að við upphaf verkefnisins Stafrænt Ísland hafi verið haft náið samráð við upplýsingatækniiðnaðinn og Samtök iðnaðarins um útfærslu sem var til fyrirmyndar. „Höfum í huga að í samhengi við stærð markaðarins hér þá jafngildir 60 manna teymi hjá Reykjavíkurborg auk annarra sem munu koma að þessu verkefni stóru upplýsingatæknifyrirtæki á íslenskan mælikvarða.“ Og Sigríður spyr áfram: „Hvað verður um hugverkið, reynsluna og þekkinguna og hvort borgin ætlar að sækja um einkaleyfi á lausnum sem verða þróaðar, hvort borgin hyggst selja þær lausnir til annarra sveitarfélaga í samkeppni markaðinn og svo framvegis. „Ennfremur má velta fyrir sér hvort Reykjavíkurborg hyggst sækja í samkeppnissjóði á sviði nýsköpunar, í samkeppni við einkaaðila. Um 900 milljóna króna launakostnaðar á ári er meiri en launakostnaður hjá stórum þróunardeildum stærstu upplýsingatæknifyrirtækja landsins.“ Gengur í berhögg við nýsköpunarstefnu stjórnvalda Sigríður segir þetta benda til þess að þarna verði meðallaun talsvert há og keppt verður um starfsfólk við atvinnulífið. Borgin sé með þessu að taka til sín þekkingu frá fyrirtækjum sem eru að skapa verðmæti og útflutningstekjur og samrýmist það ekki atvinnustefnu borgarinnar sjálfrar, né nýsköpunarstefnu stjórnvalda sem gengur út á efla nýsköpun í atvinnulífi og þar með verðmætasköpun og útflutningstekjur. „Reykjavíkurborg sendir einnig sérstök skilaboð til fyrirtækja borgarinnar með þessu með því að ætla að keppa við þau um verðmæta starfskrafta og lýsir í raun yfir ákveðnu vantrausti á að þau geti leyst úr þessum mikilvægu verkefnum af skilvirkni.“ Sigríður, og þau hjá Samtökum iðnaðarins, eru reyndar furðulostin yfir þessum áformum. „Við vitum af fjölmörgum dæmum um sprotafyrirtæki til að mynda sem hafa reynt að nálgast Reykjavíkurborg með hugbúnaðarlausnir eða aðrar stafrænar lausnir og koma að lokuðum dyrum og fá ekki áheyrn. Sprotafyrirtæki eru ekki í stöðu til að keppa við borgina með tilliti til launa.“ Reykjavík Borgarstjórn Stafræn þróun Samkeppnismál Nýsköpun Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Borgin ætlar að ráða til sín 60 sérfræðinga í þetta verkefni á kostnað borgarbúa og fyrirtækjanna í borginni og teljum við að meiri gagnsæi eigi að vera um framkvæmdina og aðferðarfræðina í þessu. Til samanburðar er áhugavert að skoða nálgunina hjá ríkinu í verkefninu Stafrænt Ísland en þar hafa mun færri starfsmenn verið ráðnir, aðallega í verkefnastjórn og utanumhald og þróun er útvistað að langmestu leyti,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Rúmlega tíu milljarðar í verkefnið Morgunblaðið hefur á undanförnum dögum fjallað um fyrirætlanir Reykjavíkurborgar þess efnis að á fót verð sett sérstök deild til að byggja upp stafræna innviði borgarinnar. Samtök iðnaðarins hafa gagnrýnt þessar fyrirætlanir en áformað er að verja 10,3 milljörðum til þessa verkefnis á rúmu tveimur árum. Í Morgunblaði dagsins var því slegið upp að þetta verkefni muni spara borginni milljaðra króna. Sigríður telur sérkennilegar reikningskúnstir búa þar að baki en Óskar J. Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar, segir gagnrýnina byggjast á misskilningi og vanþekkingu. Morgunblaðið sló því upp í dag að verkefnið muni spara borginni stórfé. Samtök iðnaðarins telja forsendurnar fyrir þeim útreikningum furðu þröngar.skjáskot Það segir hann í samtali við Morgunblaðið en þar kemur fram að samkvæmt áætlun fara liðlega þrír milljarðar fara í kaup á hugbúnaði og upplýsingakerfum og 2,4 milljarðar í umbreytingu á þjónustuferlum en minna í aðra þætti. Launakostnaður er ekki sérstaklega tilgreindur í þeirri áætlun. Óskar heldur því fram að tiltölulega lítill hluti af fjárfestingunni fari í launakostnað vegna ráðningar á um 60 sérfræðingum í verkefnið, eða lauslega áætlað um 900 milljónir á ári með launatengdum gjöldum. Sigríður segir hins vegar, í samtali við Vísi, gagnrýni þeirra hjá Samtökum iðnaðarins standa og það sem meira er, eftir sitji fjölmargar áleitnar spurningar. Risastórt verkefni á íslenskan mælikvarða „Það væri áhugavert að sjá þær forsendur sem Reykjavíkurborg gefur sér til að komast að þeirri niðurstöðu að það sé hagkvæmara að ráða starfsfólk beint til borgarinnar til að sinna þessu í stað þess að fá tilboð í einstaka verkþætti, sérfræðiþekkingu og einstakar stafrænar lausnir?“ spyr Sigríður. Hún segir að við upphaf verkefnisins Stafrænt Ísland hafi verið haft náið samráð við upplýsingatækniiðnaðinn og Samtök iðnaðarins um útfærslu sem var til fyrirmyndar. „Höfum í huga að í samhengi við stærð markaðarins hér þá jafngildir 60 manna teymi hjá Reykjavíkurborg auk annarra sem munu koma að þessu verkefni stóru upplýsingatæknifyrirtæki á íslenskan mælikvarða.“ Og Sigríður spyr áfram: „Hvað verður um hugverkið, reynsluna og þekkinguna og hvort borgin ætlar að sækja um einkaleyfi á lausnum sem verða þróaðar, hvort borgin hyggst selja þær lausnir til annarra sveitarfélaga í samkeppni markaðinn og svo framvegis. „Ennfremur má velta fyrir sér hvort Reykjavíkurborg hyggst sækja í samkeppnissjóði á sviði nýsköpunar, í samkeppni við einkaaðila. Um 900 milljóna króna launakostnaðar á ári er meiri en launakostnaður hjá stórum þróunardeildum stærstu upplýsingatæknifyrirtækja landsins.“ Gengur í berhögg við nýsköpunarstefnu stjórnvalda Sigríður segir þetta benda til þess að þarna verði meðallaun talsvert há og keppt verður um starfsfólk við atvinnulífið. Borgin sé með þessu að taka til sín þekkingu frá fyrirtækjum sem eru að skapa verðmæti og útflutningstekjur og samrýmist það ekki atvinnustefnu borgarinnar sjálfrar, né nýsköpunarstefnu stjórnvalda sem gengur út á efla nýsköpun í atvinnulífi og þar með verðmætasköpun og útflutningstekjur. „Reykjavíkurborg sendir einnig sérstök skilaboð til fyrirtækja borgarinnar með þessu með því að ætla að keppa við þau um verðmæta starfskrafta og lýsir í raun yfir ákveðnu vantrausti á að þau geti leyst úr þessum mikilvægu verkefnum af skilvirkni.“ Sigríður, og þau hjá Samtökum iðnaðarins, eru reyndar furðulostin yfir þessum áformum. „Við vitum af fjölmörgum dæmum um sprotafyrirtæki til að mynda sem hafa reynt að nálgast Reykjavíkurborg með hugbúnaðarlausnir eða aðrar stafrænar lausnir og koma að lokuðum dyrum og fá ekki áheyrn. Sprotafyrirtæki eru ekki í stöðu til að keppa við borgina með tilliti til launa.“
Reykjavík Borgarstjórn Stafræn þróun Samkeppnismál Nýsköpun Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira