Hvað eru 50% af engu? Sigþrúður Ármann skrifar 18. september 2021 07:01 Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir tveimur stórum verkefnum. Annars vegar þarf að gera miklu betur þegar kemur að velferðar- og umhverfismálum. Hins vegar þarf að endurreisa efnahagslífið eftir heimsfaraldur. Allir stjórnmálamenn eru sammála um að bæta þurfi heilbrigðisþjónustu, menntakerfið, stöðu aldraðra og öryrkja og gera betur í lofslagsmálum en munurinn felst í því hvernig eigi að fjármagna loforðin. Vinstri menn vilja hækka skatta. Þeir vilja aukin ríkisumsvif og meiri afskipti af fólki og fyrirtækjum. Sjálfstæðisflokkurinn vill auka verðmætasköpun með auknu frelsi einstaklinga og fyrirtækja. Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa spennandi tækifæri til framtíðar. Plægja jarðveginn til að fólk og fyrirtæki finni hjá sér hvata til að skapa verðmæti. Þannig stækkar hagkerfið og tekjur ríkisjóðs hækka án skattahækkana. Þetta er einföld hagfræði. Svo einföld að það er eiginlega hálf sérkennilegt að skrifa grein um hana. En staðreyndin er sú forystufólk á vinstrivængnum virðist ekki átta sig á því að með því að lama frumkvæði fólks og fyrirtækja lækka skatttekjur ríkisins. Hærri skattar af minna hagkerfi skila engu. 50% af engu er núll. Þegar þetta sama forystufólk lofar því að auka útgjöld um tugi og jafnvel hundruð milljarða og segist ætla að fjármagna þau með skattahækkunum og lántökum verður að benda á hið augljósa: Eina leiðin til að efla velferðarkerfið án þess að gera Ísland gjaldþrota er aukin verðmætasköpun! Loforð okkar sjálfstæðisfólks er að þið, fólk og fyrirtæki, fáið svigrúm til að búa til miklu meiri verðmæti á næsta kjörtímabili. Þannig getum við fjármagnað það sem þarf til að Ísland verði örugglega land tækifæra og velferðar. Höfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigþrúður Ármann Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir tveimur stórum verkefnum. Annars vegar þarf að gera miklu betur þegar kemur að velferðar- og umhverfismálum. Hins vegar þarf að endurreisa efnahagslífið eftir heimsfaraldur. Allir stjórnmálamenn eru sammála um að bæta þurfi heilbrigðisþjónustu, menntakerfið, stöðu aldraðra og öryrkja og gera betur í lofslagsmálum en munurinn felst í því hvernig eigi að fjármagna loforðin. Vinstri menn vilja hækka skatta. Þeir vilja aukin ríkisumsvif og meiri afskipti af fólki og fyrirtækjum. Sjálfstæðisflokkurinn vill auka verðmætasköpun með auknu frelsi einstaklinga og fyrirtækja. Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa spennandi tækifæri til framtíðar. Plægja jarðveginn til að fólk og fyrirtæki finni hjá sér hvata til að skapa verðmæti. Þannig stækkar hagkerfið og tekjur ríkisjóðs hækka án skattahækkana. Þetta er einföld hagfræði. Svo einföld að það er eiginlega hálf sérkennilegt að skrifa grein um hana. En staðreyndin er sú forystufólk á vinstrivængnum virðist ekki átta sig á því að með því að lama frumkvæði fólks og fyrirtækja lækka skatttekjur ríkisins. Hærri skattar af minna hagkerfi skila engu. 50% af engu er núll. Þegar þetta sama forystufólk lofar því að auka útgjöld um tugi og jafnvel hundruð milljarða og segist ætla að fjármagna þau með skattahækkunum og lántökum verður að benda á hið augljósa: Eina leiðin til að efla velferðarkerfið án þess að gera Ísland gjaldþrota er aukin verðmætasköpun! Loforð okkar sjálfstæðisfólks er að þið, fólk og fyrirtæki, fáið svigrúm til að búa til miklu meiri verðmæti á næsta kjörtímabili. Þannig getum við fjármagnað það sem þarf til að Ísland verði örugglega land tækifæra og velferðar. Höfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar